Anníe Mist og félagar tóku „gulldansinn“ eftir fullkomna helgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2022 11:31 Anníe Mist Þórisdóttir, Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo fagna sigri með skemmtilegum hætti í gær. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir og liðsfélagar hennar í CrossFit Reykjavik liðinu tryggðu sér sæti á heimsleikunum um helgina og það eins sannfærandi og hægt er. Þetta gerðu þau á undanúrslitamótinu CrossFit Lowlands Throwdown í Amsterdam. Björgvin Karl Guðmundsson varð síðan fyrstur Íslendinga í einstaklingskeppni til að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. Sara Sigmundsdóttir var aftur á móti einu sæti frá því að tryggja sig á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það voru 600 stig í boði í liðakeppninni og það komu 600 stig í hús hjá Anníe Mist Þórisdóttur, Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Ekki nóg með að þau unnu allar sex greinarnar heldur unnu þau þær flestar með miklum yfirburðum. CrossFit Reykjavik fékk 95 stigum meira en næsta lið var CrossFit Zarautz frá Spáni. Hin þrjú liðin sem komust áfram voru CrossFit Portti frá Finnlandi, CrossFit Oslo Purple Red frá Noregi og CrossFit 2150 Team Norce frá Danmörku. Björgvin Karl Guðmundsson endaði í öðru sæti í karlakeppninni, 32 stigum á eftir Lazar Dukic frá Serbíu. Uldis Upenieks frá Lettlandi, Moritz Fiebig frá Þýskalandi og Enrico Zenoni frá Ítalíu tryggðu sér líka farseðil á heimsleikana. Haraldur Holgersson stóð sig vel en varð að sætta sig við tíunda sætið. Björgvin Karl var mjög öflugur í seinni hluta keppninnar en í síðustu þremur greinunum var hann tvisvar í öðru sæti og einu sinni í því þriðja. Sara Sigmundsdóttir endaði í sjötta sæti hjá konunum og vantaði 56 stig til að ná fimmta og síðasta sætinu sem gaf sæti á heimsleikanna. Laura Horvath frá Ungverjalandi, Karin Freyová frá Slóvakíu, Gabriela Migala frá Póllandi. Matilde Garnes frá Noregi, Lucy Campbell frá Bretlandi eru komnar á heimsleikana. Sara gaf sér smá von með því að vinna fimmtu og næstsíðustu greinina en endaði síðan tólfta í þeirri síðustu og sat því eftir. Oddrún Eik Gylfadottir var líka með og endaði í 22. sætinu. Lið helgarinnar fögnuðu sigri með því að taka gulldansinn í blíðunni í Amsterdam í gær og má sjá hann hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson varð síðan fyrstur Íslendinga í einstaklingskeppni til að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. Sara Sigmundsdóttir var aftur á móti einu sæti frá því að tryggja sig á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það voru 600 stig í boði í liðakeppninni og það komu 600 stig í hús hjá Anníe Mist Þórisdóttur, Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Ekki nóg með að þau unnu allar sex greinarnar heldur unnu þau þær flestar með miklum yfirburðum. CrossFit Reykjavik fékk 95 stigum meira en næsta lið var CrossFit Zarautz frá Spáni. Hin þrjú liðin sem komust áfram voru CrossFit Portti frá Finnlandi, CrossFit Oslo Purple Red frá Noregi og CrossFit 2150 Team Norce frá Danmörku. Björgvin Karl Guðmundsson endaði í öðru sæti í karlakeppninni, 32 stigum á eftir Lazar Dukic frá Serbíu. Uldis Upenieks frá Lettlandi, Moritz Fiebig frá Þýskalandi og Enrico Zenoni frá Ítalíu tryggðu sér líka farseðil á heimsleikana. Haraldur Holgersson stóð sig vel en varð að sætta sig við tíunda sætið. Björgvin Karl var mjög öflugur í seinni hluta keppninnar en í síðustu þremur greinunum var hann tvisvar í öðru sæti og einu sinni í því þriðja. Sara Sigmundsdóttir endaði í sjötta sæti hjá konunum og vantaði 56 stig til að ná fimmta og síðasta sætinu sem gaf sæti á heimsleikanna. Laura Horvath frá Ungverjalandi, Karin Freyová frá Slóvakíu, Gabriela Migala frá Póllandi. Matilde Garnes frá Noregi, Lucy Campbell frá Bretlandi eru komnar á heimsleikana. Sara gaf sér smá von með því að vinna fimmtu og næstsíðustu greinina en endaði síðan tólfta í þeirri síðustu og sat því eftir. Oddrún Eik Gylfadottir var líka með og endaði í 22. sætinu. Lið helgarinnar fögnuðu sigri með því að taka gulldansinn í blíðunni í Amsterdam í gær og má sjá hann hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira