Leikhléin sýna hvernig Erlingur greip í taumana í báðum hálfleikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2022 12:30 Erlingur Birgir Richardsson tókst að stýra ÍBV-liðinu til sigurs á Val án tveggja bestu skyttna liðsins, þeirra Rúnars Kárasonar og Sigtryggs Daða Rúnarssonar, sem sjást hér fyrir aftan hann eftir að þeir meiddust í leik eitt. Vísir/Hulda Margrét Eyjamönnum tókst að jafna metin í úrslitaeinvígi sínu á móti Val í gær og vera um leið fyrsta liðið í þessari úrslitakeppni sem fagnar sigri á móti þessu öfluga Valsliði. Valsmenn höfðu keyrt yfir Eyjamenn í fyrsta leiknum ekki síst í fyrri hálfleik sem liðið vann með þrettán mörkum, 22-9. Í leiknum í gær gerðu Valsmenn sig líklega til að bruna yfir heimamenn í báðum hálfleikjum en skynsamur þjálfari Eyjamanna, Erlingur Birgir Richardsson, tókst að vekja sína menn í bæði skiptin. Erlingur tók tvö leikhlé í fyrsta leiknum, það fyrsta í stöðunni 7-2 fyrir Val og það seinna í stöðunni 17-7 en tókst ekki að snúa við blaðinu fyrr en í hálfleiknum. Eyjamenn bitu aðeins frá sér í seinni hálfleik á fyrsta leiknum en munurinn fór þó bara úr þrettán mörkum niður í tíu mörk. Valsliðið gerði sig þar með líklegt til að bruna yfir Eyjamenn aftur í Eyjum í gær og þurfti Erlingur að taka fyrsta leikhléið sitt eftir rétt rúma átta og hálfa mínútu. Þá voru Valsmenn komnir fjórum mörkum yfir, 7-3, og það stefndi óefni. Erlingi tókst að vekja sína menn sem minnkuðu muninn niður í eitt mark fyrir hlé og fengu líka tækifæri til að jafna metin en klúðruðu víti í síðasta kasti hálfleiksins. Valsmenn hófu seinni hálfleikinn af sama krafti og voru skyndilega komnir fimm mörkum yfir á ný, 20-15. Erlingur tók nú leikhlé þegar rúm fimm og hálf mínúta var liðin af hálfleiknum. Aftur tókst Eyjamönnum að snúa við blaðinu eftir að hafa fengið orð í eyra frá Erlingi. Þeir komu sér aftur inn í leikinn og náðu síðan að landa sigri með frábærum lokamínútum. Þetta þýðir að Valsmenn unnu byrjun beggja hálfleikja með samtals átta marka mun en Eyjamenn skoruðu tíu mörkum meira en gestirnir eftir að hafa fengið þessi góðu ráð frá þjálfara sínum. Eyjamenn verða að reyna að hægja á Valsmönnum og þeirra hröðu miðju til þess að fækka ódýru mörkunum. Það tókst hjá þeim í Eyjum í gær eftir smá basl í byrjun fyrri og seinni en Eyjavörnin fékk því í framhaldinu betri og fleiri tækifæri til að stilla sér upp og sýna mátt sinn. Það er hins vegar ljóst að Eyjamenn hafa ekki efni á því að byrja hálfleikina svona illa. Næsti leikur er á Hlíðarenda á miðvikudaginn kemur. Hvort fyrsti leikurinn hafi verið slys kemur þá fyrst almennilega í ljós. Eyjamenn fyrir leikhlé Erlings Í fyrri hálfleik (eftir 8:35): Valur +4 (7-3) Í seinni hálfleik (eftir 5:40): Valur +4 (5-1) Samtals: Valur +8 (12-4) - Eyjamenn eftir leikhlé Erlings Í fyrri hálfleik (síðustu 21:25): ÍBV +3 (11-8) Í seinni hálfleik (síðustu 24:20): ÍBV +7 (18-11) Samtals: ÍBV +10 (29-19) Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Sjá meira
Valsmenn höfðu keyrt yfir Eyjamenn í fyrsta leiknum ekki síst í fyrri hálfleik sem liðið vann með þrettán mörkum, 22-9. Í leiknum í gær gerðu Valsmenn sig líklega til að bruna yfir heimamenn í báðum hálfleikjum en skynsamur þjálfari Eyjamanna, Erlingur Birgir Richardsson, tókst að vekja sína menn í bæði skiptin. Erlingur tók tvö leikhlé í fyrsta leiknum, það fyrsta í stöðunni 7-2 fyrir Val og það seinna í stöðunni 17-7 en tókst ekki að snúa við blaðinu fyrr en í hálfleiknum. Eyjamenn bitu aðeins frá sér í seinni hálfleik á fyrsta leiknum en munurinn fór þó bara úr þrettán mörkum niður í tíu mörk. Valsliðið gerði sig þar með líklegt til að bruna yfir Eyjamenn aftur í Eyjum í gær og þurfti Erlingur að taka fyrsta leikhléið sitt eftir rétt rúma átta og hálfa mínútu. Þá voru Valsmenn komnir fjórum mörkum yfir, 7-3, og það stefndi óefni. Erlingi tókst að vekja sína menn sem minnkuðu muninn niður í eitt mark fyrir hlé og fengu líka tækifæri til að jafna metin en klúðruðu víti í síðasta kasti hálfleiksins. Valsmenn hófu seinni hálfleikinn af sama krafti og voru skyndilega komnir fimm mörkum yfir á ný, 20-15. Erlingur tók nú leikhlé þegar rúm fimm og hálf mínúta var liðin af hálfleiknum. Aftur tókst Eyjamönnum að snúa við blaðinu eftir að hafa fengið orð í eyra frá Erlingi. Þeir komu sér aftur inn í leikinn og náðu síðan að landa sigri með frábærum lokamínútum. Þetta þýðir að Valsmenn unnu byrjun beggja hálfleikja með samtals átta marka mun en Eyjamenn skoruðu tíu mörkum meira en gestirnir eftir að hafa fengið þessi góðu ráð frá þjálfara sínum. Eyjamenn verða að reyna að hægja á Valsmönnum og þeirra hröðu miðju til þess að fækka ódýru mörkunum. Það tókst hjá þeim í Eyjum í gær eftir smá basl í byrjun fyrri og seinni en Eyjavörnin fékk því í framhaldinu betri og fleiri tækifæri til að stilla sér upp og sýna mátt sinn. Það er hins vegar ljóst að Eyjamenn hafa ekki efni á því að byrja hálfleikina svona illa. Næsti leikur er á Hlíðarenda á miðvikudaginn kemur. Hvort fyrsti leikurinn hafi verið slys kemur þá fyrst almennilega í ljós. Eyjamenn fyrir leikhlé Erlings Í fyrri hálfleik (eftir 8:35): Valur +4 (7-3) Í seinni hálfleik (eftir 5:40): Valur +4 (5-1) Samtals: Valur +8 (12-4) - Eyjamenn eftir leikhlé Erlings Í fyrri hálfleik (síðustu 21:25): ÍBV +3 (11-8) Í seinni hálfleik (síðustu 24:20): ÍBV +7 (18-11) Samtals: ÍBV +10 (29-19)
Eyjamenn fyrir leikhlé Erlings Í fyrri hálfleik (eftir 8:35): Valur +4 (7-3) Í seinni hálfleik (eftir 5:40): Valur +4 (5-1) Samtals: Valur +8 (12-4) - Eyjamenn eftir leikhlé Erlings Í fyrri hálfleik (síðustu 21:25): ÍBV +3 (11-8) Í seinni hálfleik (síðustu 24:20): ÍBV +7 (18-11) Samtals: ÍBV +10 (29-19)
Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Sjá meira