Í tilkynningu segir að Hjalti Baldursson, sem hafi undanfarið gegnt stöðu forstjóra til bráðabirgða, og Ólafur Gauti Guðmundsson tæknistjóri hafi stýrt innviðauppbyggingu félagsins síðastliðin misseri.
„Hjalti lætur af störfum samhliða þessum tímamótum en Ólafur Gauti mun starfa fram á sumar.
Jafnframt hefur Anna Jóna Aðalsteinsdóttir tekið við sem nýr fjármálastjóri félagsins. Tekur hún við af Valdimar Kr. Sigurðssyni.
Pálmi og Anna Jóna hafa víðtæka reynslu af smásölu og framleiðslu á Íslandi. Pálmi hefur m.a. unnið sem framkvæmdastjóri Emmessíss og Anna Jóna sem fjármálastjóri Hagkaupa,“ segir í tilkynningunni.