Parið á saman tvo syni og biðja um mildi á þessum tímum breytinga. Brúðkaup fyrrum parsins vakti mikla athygli árið 2017 þegar því var streymt á Facebook. Ákvörðunin um skilnaðinn segjast þau hafa tekið með hamingju þeirra og barnanna að leiðarljósi. Þau töluðu beint til fylgjenda Camillu í myndbandi og virðist ekki vera neitt nema vinátta á milli þeirra:
„Það er komið að leiðarlokum hjá okkur. Byrjum sem bestu vinir og endum sem bestu vinir,“
sögðu þau meðal annars í tilkynningunni. „Við gerum þetta saman, alla leið,“ sögðu þau og segjast hafa átt yndislegan tíma saman en að þau hafi vaxið í sundur. „Við erum full tilhlökkunar að takast á við lífið saman með strákunum okkar en þó í sitthvoru lagi á sama tíma,“ sögðu þau að lokum.