Segir ummælin ekki marka breytta stefnu gagnvart Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2022 12:11 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Eugene Hoshiko Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa verið að tala um breytta stefnu ríkisins gagnvart Taívan er hann sagði að Bandaríkin myndu koma eyríkinu til aðstoðar ef Kína réðist á það. Ráðamenn í Kína brugðust hinir reiðustu við ummælum Bidens. Biden var í Tókýó í gær þar sem hann fundaði með leiðtogum Japans, Ástralíu og Indlands. Saman hétu þeir því að tryggja frelsi á svæðinu og var málefni Taívans umfangsmikið á fundinum. Bandaríkin eru skuldbundin til að koma Taívan til aðstoðar í tilefni innrásar Kína en ráðamenn vestanhafs hafa í gegnum tíðina haldið öllum möguleikum opnum þegar kemur að því í hverju slík aðstoð gæti falist og hvort að Bandaríkin myndu beita herafla sínum. Á ensku hefur þessi stefna verið kölluð „strategic ambiguity“ sem hægt er að íslenska sem strategíska tvíræðni. Biden virtist segja í gær að sá tími væri liðinn á mánudaginn og að her Bandaríkjanna yrði kallaður til ef Kína gerði innrás í Taívan. Í morgun sagðist hann hins vegar ekki hafa verið að marka breytta stefnu Bandaríkjanna gagnvart Taívan. Í frétt Reuters er tekið fram að einhverjir hafi gagnrýnt Biden og sagt hann um að hafa mismælt sig. Aðrir segja hann hafa meint það sem hann sagði. Að hann myndi koma Taívan til aðstoðar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Biden gefur það í skyn að Bandaríkin kæmu Taívan til aðstoðar. Hann lét svipuð ummæli til að mynda falla í október og þá var einnig útskýrt eftir á að ummælin mörkuðu ekki nýja stefnu Bandaríkjanna. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Taívan Bandaríkin Kína Hernaður Joe Biden Tengdar fréttir „Taívan er ekki Úkraína“ Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða. 23. febrúar 2022 11:48 Litháar bogna undan þrýstingi Kínverja Ráðamenn í Litháen ætla mögulega að biðja Taívana um að breyta formlegu heiti ræðismannsskrifstofu Taívans í Litháen. Opnun skrifstofunnar hefur leitt til þess að Kína hefur beitt Litháen gífurlegum þrýstingi á undanförnum mánuðum. 26. janúar 2022 10:32 Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14 Hótar harkalegum aðgerðum taki Taívanar skref í átt sjálfstæðis Kína mun grípa til harkalegra aðgerða ef yfirvöld á Taívan taka skref í átt að sjálfstæði. Þetta segir háttsettur embættismaður í Kína sem varar einnig við því að deilurnar vegna eyríkisins muni versna á næsta ári. 29. desember 2021 10:03 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Biden var í Tókýó í gær þar sem hann fundaði með leiðtogum Japans, Ástralíu og Indlands. Saman hétu þeir því að tryggja frelsi á svæðinu og var málefni Taívans umfangsmikið á fundinum. Bandaríkin eru skuldbundin til að koma Taívan til aðstoðar í tilefni innrásar Kína en ráðamenn vestanhafs hafa í gegnum tíðina haldið öllum möguleikum opnum þegar kemur að því í hverju slík aðstoð gæti falist og hvort að Bandaríkin myndu beita herafla sínum. Á ensku hefur þessi stefna verið kölluð „strategic ambiguity“ sem hægt er að íslenska sem strategíska tvíræðni. Biden virtist segja í gær að sá tími væri liðinn á mánudaginn og að her Bandaríkjanna yrði kallaður til ef Kína gerði innrás í Taívan. Í morgun sagðist hann hins vegar ekki hafa verið að marka breytta stefnu Bandaríkjanna gagnvart Taívan. Í frétt Reuters er tekið fram að einhverjir hafi gagnrýnt Biden og sagt hann um að hafa mismælt sig. Aðrir segja hann hafa meint það sem hann sagði. Að hann myndi koma Taívan til aðstoðar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Biden gefur það í skyn að Bandaríkin kæmu Taívan til aðstoðar. Hann lét svipuð ummæli til að mynda falla í október og þá var einnig útskýrt eftir á að ummælin mörkuðu ekki nýja stefnu Bandaríkjanna. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði.
Taívan Bandaríkin Kína Hernaður Joe Biden Tengdar fréttir „Taívan er ekki Úkraína“ Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða. 23. febrúar 2022 11:48 Litháar bogna undan þrýstingi Kínverja Ráðamenn í Litháen ætla mögulega að biðja Taívana um að breyta formlegu heiti ræðismannsskrifstofu Taívans í Litháen. Opnun skrifstofunnar hefur leitt til þess að Kína hefur beitt Litháen gífurlegum þrýstingi á undanförnum mánuðum. 26. janúar 2022 10:32 Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14 Hótar harkalegum aðgerðum taki Taívanar skref í átt sjálfstæðis Kína mun grípa til harkalegra aðgerða ef yfirvöld á Taívan taka skref í átt að sjálfstæði. Þetta segir háttsettur embættismaður í Kína sem varar einnig við því að deilurnar vegna eyríkisins muni versna á næsta ári. 29. desember 2021 10:03 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
„Taívan er ekki Úkraína“ Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða. 23. febrúar 2022 11:48
Litháar bogna undan þrýstingi Kínverja Ráðamenn í Litháen ætla mögulega að biðja Taívana um að breyta formlegu heiti ræðismannsskrifstofu Taívans í Litháen. Opnun skrifstofunnar hefur leitt til þess að Kína hefur beitt Litháen gífurlegum þrýstingi á undanförnum mánuðum. 26. janúar 2022 10:32
Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14
Hótar harkalegum aðgerðum taki Taívanar skref í átt sjálfstæðis Kína mun grípa til harkalegra aðgerða ef yfirvöld á Taívan taka skref í átt að sjálfstæði. Þetta segir háttsettur embættismaður í Kína sem varar einnig við því að deilurnar vegna eyríkisins muni versna á næsta ári. 29. desember 2021 10:03