Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. maí 2022 06:38 Fólk syrgir og biður fyrir utan grunnskólann í Uvalde í gær. AP/San Antonio Express/Billy Calzada Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. Samkvæmt lögregluyfirvöldum flúði Ramos þann vettvang á bifreið, sem hann ók að Robb-grunnskólanum í Uvalde, bæ um 130 kílómetra vestur af San Antonio. Lögregla varð vitni að því þegar Ramos klessti á við skólann og yfirgaf bifreiðina með riffil og skammbyssu. Ramos tókst að komast inn í skólabygginguna, þar sem hann skaut meðal annars kennarann Evu Mireles og nítján nemendur, áður en hann var sjálfur skotinn til bana af lögreglu. Greint hefur verið frá því að Ramos hafi haft að minnsta kosti tvo riffla með sér og þá virðist hann hafa rætt um mögulega árás á netinu áður en hann lét til skarar skríða. Um er að ræða eina mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna og fórnarlömbin voru flest á aldrinum sjö til tíu ára. Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóðina í gær og hvatt landsmenn til að mótmæla hinum gríðarlega öfluga skotvopnaiðnað, sem hann sakaði um að hafa komið í veg fyrir herðingu laga um byssueign. Forsetinn ræddi um að banna árásarvopn og taka upp skotvopnalöggjöf byggða á „almennri skynsemi“. I m addressing the nation on the horrific elementary school shooting in Uvalde, Texas. https://t.co/8WI1nWHu6R— President Biden (@POTUS) May 25, 2022 Bara á þessu ári hafa 27 skotárásir átt sér stað í skólum í Bandaríkjunum. Þá er aðeins um vika síðan tíu voru skotnir til bana í matvörumarkaði í Buffalo í New York og einn myrtur og fimm særðir í árás á kirkju í Kaliforníu. „Ég er reiður og þreyttur,“ sagði Biden. „Við verðum að grípa til aðgerða og ekki segja mér að við getum ekkert gert til að hafa áhrif á þetta blóðbað,“ sagði forsetinn. Hann minnti einnig á þá sem hefðu lifað árásina; börnin sem hefðu horft á vini sína drepna eins og á vígvellinum. „Þau muni lifa með þessu það sem eftir er,“ sagði Biden. „Að missa barn er eins og að sálin sé rifin úr þér. Það er tómarúm í brjóstinu og þér líður eins og það sé verið að draga þig inn í það og að þú munir aldrei sleppa.“ Þess bera að geta að Biden missti dóttur sína unga í bílslysi og fullorðinn son sinn úr krabbameini. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Skotárás í grunnskóla í Uvalde Tengdar fréttir Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27 Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Samkvæmt lögregluyfirvöldum flúði Ramos þann vettvang á bifreið, sem hann ók að Robb-grunnskólanum í Uvalde, bæ um 130 kílómetra vestur af San Antonio. Lögregla varð vitni að því þegar Ramos klessti á við skólann og yfirgaf bifreiðina með riffil og skammbyssu. Ramos tókst að komast inn í skólabygginguna, þar sem hann skaut meðal annars kennarann Evu Mireles og nítján nemendur, áður en hann var sjálfur skotinn til bana af lögreglu. Greint hefur verið frá því að Ramos hafi haft að minnsta kosti tvo riffla með sér og þá virðist hann hafa rætt um mögulega árás á netinu áður en hann lét til skarar skríða. Um er að ræða eina mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna og fórnarlömbin voru flest á aldrinum sjö til tíu ára. Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóðina í gær og hvatt landsmenn til að mótmæla hinum gríðarlega öfluga skotvopnaiðnað, sem hann sakaði um að hafa komið í veg fyrir herðingu laga um byssueign. Forsetinn ræddi um að banna árásarvopn og taka upp skotvopnalöggjöf byggða á „almennri skynsemi“. I m addressing the nation on the horrific elementary school shooting in Uvalde, Texas. https://t.co/8WI1nWHu6R— President Biden (@POTUS) May 25, 2022 Bara á þessu ári hafa 27 skotárásir átt sér stað í skólum í Bandaríkjunum. Þá er aðeins um vika síðan tíu voru skotnir til bana í matvörumarkaði í Buffalo í New York og einn myrtur og fimm særðir í árás á kirkju í Kaliforníu. „Ég er reiður og þreyttur,“ sagði Biden. „Við verðum að grípa til aðgerða og ekki segja mér að við getum ekkert gert til að hafa áhrif á þetta blóðbað,“ sagði forsetinn. Hann minnti einnig á þá sem hefðu lifað árásina; börnin sem hefðu horft á vini sína drepna eins og á vígvellinum. „Þau muni lifa með þessu það sem eftir er,“ sagði Biden. „Að missa barn er eins og að sálin sé rifin úr þér. Það er tómarúm í brjóstinu og þér líður eins og það sé verið að draga þig inn í það og að þú munir aldrei sleppa.“ Þess bera að geta að Biden missti dóttur sína unga í bílslysi og fullorðinn son sinn úr krabbameini.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Skotárás í grunnskóla í Uvalde Tengdar fréttir Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27 Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27
Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01