Kveikjum neistann hjá ólæsri bókaþjóð Eyjólfur Ármannsson skrifar 25. maí 2022 11:00 Að geta lesið sér til gagns er grunnfærni í lífinu, lykillinn að námi, þekkingarleit og þekkingarþróun hvers einstaklings. Óásættanlegt er að 39% barna eftir 2. bekk grunnskóla í Reykjavík (2019) séu ekki að lesa sér til gagns. Það að við höfum ekki upplýsingar um stöðuna í öðrum sveitarfélögum er einnig óásættanlegt Að 38% 15 ára unglinga séu ekki að ná grunnfærni í lesskilning og stærðfræði (UNESCO 2020) og að 34% drengja og 19% stúlkna lesi sér ekki til gangs eftir 10 ár í grunnskóla (PISA 2018), er algerlega óásættanlegt. Að 15 ára börn norskra og danskra innflytjenda skori hærra (457 stig í PISA 2018) í lesskilningi en íslenskir drengir á sama aldri (454 stig) og unglingar á Suðurnesjum (440 stig), Vesturlandi (450 stig) og Norðurland eystra (452 stig) er óásættanlegt fyrir bókaþjóð, sem er þekkt fyrir ómetanlegt framlag sitt til heimsbókmenntanna. Skýrsla innri endurskoðun Reykjavikurborgar (2019) sýnir að 92.5% innflytjenda eru á rauðu og gulu ljósi hvað varðar íslenskukunnáttu, kunna sem sagt ekki íslensku. Skýrsla ASÍ (2020) sýnir að 10,8% af 19 ára ungmennum (500 einstaklingar) eru hvorki í námi eða starfi. Það er hæsta hlutfall frá efnahagshruninu 2008. Kostnaður samfélagsins vegna þessa er gífurlegur, svo ekki sé talað um tapaðan mannauð og harmleiki fyrir einstaklinga sem fá ekki notið sín í samfélaginu. Með þessari vanrækslu á ungmennum okkar er íslenskt samfélag að tapa miklum mannauði, þrátt fyrir að setja um og yfir 150 milljarða króna á ári í leik- og grunnskóla.Þessi afleita og grafalvarlega staða kallar á tafarlausar aðgerðir Alþingis. Breska þingið brást við svartri skýrslu um lestrarkunnáttu barna með að lögfesta bókstafa–hljóðaaðferðina í lestrarkennslu sem skyldi notuð í grunnskólum. Frakkar hafa gert það sama. Kveikjum neistann hugmyndafræðin sem nú er framkvæmd í Grunnskóla Vestmannaeyja er aðferðarfræði sem við ættum að fylgja. Aðferðafræðin byggist á fremstu alþjóðlega viðurkenndu vísindum og fræðimönnum á sviði náms og færniþróunar. Lestrarkennsluferðin notar reglulegt stöðumat, sem er grundvöllur einstaklingsmiðaðar þjálfunar og eftirfylgni. Árangurinn eftir fyrsta árið í Vestmanneyjum er stórkostlegur. Öll börnin í 1. bekk hafa brotið lestrarkóðann, 96% barnanna geta lesið setningar og 88% barnanna geta lesið samfelldan teksta. Þessi árangur kemur ekki á óvart enda er byggt á alþjóðlega viðurkenndum vísindum hvað varðar aðferðafræði (hljóðaaðferð) og framkvæmd. Framkvæmdin byggir á fræðikenningum Ericsson um markvissa þjálfun og eftirfylgni og á kenningum Csikszentmihalyi um að gefa áskoranir miðað við færni. Til að veita réttar áskoranir þarf að vita stöðuna hjá hverju barni. Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að nota aðferðafræði og hugmyndafræði Kveikjum neistann í skólum landsins. Sem sagt byggja á alþjóðlega viðurkenndri aðferðafræði við lestur og nám. Við megun engan tíma missa. Eflum mannauð! Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins og 1. varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Grunnskólar Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Sjá meira
Að geta lesið sér til gagns er grunnfærni í lífinu, lykillinn að námi, þekkingarleit og þekkingarþróun hvers einstaklings. Óásættanlegt er að 39% barna eftir 2. bekk grunnskóla í Reykjavík (2019) séu ekki að lesa sér til gagns. Það að við höfum ekki upplýsingar um stöðuna í öðrum sveitarfélögum er einnig óásættanlegt Að 38% 15 ára unglinga séu ekki að ná grunnfærni í lesskilning og stærðfræði (UNESCO 2020) og að 34% drengja og 19% stúlkna lesi sér ekki til gangs eftir 10 ár í grunnskóla (PISA 2018), er algerlega óásættanlegt. Að 15 ára börn norskra og danskra innflytjenda skori hærra (457 stig í PISA 2018) í lesskilningi en íslenskir drengir á sama aldri (454 stig) og unglingar á Suðurnesjum (440 stig), Vesturlandi (450 stig) og Norðurland eystra (452 stig) er óásættanlegt fyrir bókaþjóð, sem er þekkt fyrir ómetanlegt framlag sitt til heimsbókmenntanna. Skýrsla innri endurskoðun Reykjavikurborgar (2019) sýnir að 92.5% innflytjenda eru á rauðu og gulu ljósi hvað varðar íslenskukunnáttu, kunna sem sagt ekki íslensku. Skýrsla ASÍ (2020) sýnir að 10,8% af 19 ára ungmennum (500 einstaklingar) eru hvorki í námi eða starfi. Það er hæsta hlutfall frá efnahagshruninu 2008. Kostnaður samfélagsins vegna þessa er gífurlegur, svo ekki sé talað um tapaðan mannauð og harmleiki fyrir einstaklinga sem fá ekki notið sín í samfélaginu. Með þessari vanrækslu á ungmennum okkar er íslenskt samfélag að tapa miklum mannauði, þrátt fyrir að setja um og yfir 150 milljarða króna á ári í leik- og grunnskóla.Þessi afleita og grafalvarlega staða kallar á tafarlausar aðgerðir Alþingis. Breska þingið brást við svartri skýrslu um lestrarkunnáttu barna með að lögfesta bókstafa–hljóðaaðferðina í lestrarkennslu sem skyldi notuð í grunnskólum. Frakkar hafa gert það sama. Kveikjum neistann hugmyndafræðin sem nú er framkvæmd í Grunnskóla Vestmannaeyja er aðferðarfræði sem við ættum að fylgja. Aðferðafræðin byggist á fremstu alþjóðlega viðurkenndu vísindum og fræðimönnum á sviði náms og færniþróunar. Lestrarkennsluferðin notar reglulegt stöðumat, sem er grundvöllur einstaklingsmiðaðar þjálfunar og eftirfylgni. Árangurinn eftir fyrsta árið í Vestmanneyjum er stórkostlegur. Öll börnin í 1. bekk hafa brotið lestrarkóðann, 96% barnanna geta lesið setningar og 88% barnanna geta lesið samfelldan teksta. Þessi árangur kemur ekki á óvart enda er byggt á alþjóðlega viðurkenndum vísindum hvað varðar aðferðafræði (hljóðaaðferð) og framkvæmd. Framkvæmdin byggir á fræðikenningum Ericsson um markvissa þjálfun og eftirfylgni og á kenningum Csikszentmihalyi um að gefa áskoranir miðað við færni. Til að veita réttar áskoranir þarf að vita stöðuna hjá hverju barni. Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að nota aðferðafræði og hugmyndafræði Kveikjum neistann í skólum landsins. Sem sagt byggja á alþjóðlega viðurkenndri aðferðafræði við lestur og nám. Við megun engan tíma missa. Eflum mannauð! Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins og 1. varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun