„Ummæli Davíðs Þórs dæma sig algjörlega sjálf“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2022 11:50 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ummæli Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests, sem biskup áminnti hann fyrir, dæma sig sjálf. Yfirlýsing séra Davíðs Þórs Jónssonar í gær hefur vakið mikla athygli en þar sagði hann að sérstakur staður sé í helvíti fyrir fólk sem selji sál sína fyrir völd og vegtyllur, og vísaði þar í aðgerðaleysi stjórnvalda vegna fjöldabrottvísana sem standa til á næstunni. „Í fréttum er það helst að fasistastjórn VG hefur ákveðið að míga á Barnasáttmála SÞ, sem hún þó lýgur því að hún hafi „lögfest“ á Íslandi, en þar kemur skýrt fram að hann gildi um öll börn í lögsögu hvers ríkis - óháð því með hvaða hætti þau komu þangað,“ skrifaði Davíð Þór í færslu á Facebook í gær. Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands gagnrýndi sjálf stjórnvöld fyrir fyrirhugaðar brottvísanir í gær. Hún veitti hins vegar Davíð Þór formlegt tiltal fyrir þau „harkalegu og ósmekklegu skrif sem hann viðhafði á Facebook-vettvangi“ sínum í gær. „Mér finnst nú gagnrýni biskups Íslands og sóknarprests Þjóðkirkjunnar eðlisólík,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. „Og ég verð að segja það að mér finnst ummæli Davíðs Þórs dæma sig algjörlega sjálf.“ Á meðal þeirra sem gagnrýndu Davíð Þór fyrir ummælin var Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri á Viljanum. Hann skrifar á Facebook í gær að hann hafi andstyggð á því að fólk sem hér hafi skotið rótum sé sent úr landi. Hann sé hins vegar feginn því að Davíð Þór sé ekki hans sóknarprestur og bendir á að Davíð Þór sé fyrrverandi sambýlismaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og sendi henni í færslu sinni „ómerkilega skítapillu.“ Þjóðkirkjan Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir Séra Davíð Þór hótar Katrínu og Vinstri grænum helvítisvist Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarnesskirkju, er ómyrkur í máli um þann gjörning að vísa skuli um þrjú hundruð hælisleitendum úr landi á næstunni. 24. maí 2022 15:26 Segir reglurnar túlkaðar þröngt og alls ekki af mildi og mannúð Fyrirhuguð fjöldabrottvísun stríðir gegn kristnum gildum að sögn Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands. Til stendur að brottvísa til Grikklands hátt í þrjú hundruð hælisleitendum. Margir þeirra hafa verið hér um langt skeið vegna kórónuveirufaraldursins, fest rætur og myndað tengsl við land og þjóð. 24. maí 2022 14:17 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Sjá meira
Yfirlýsing séra Davíðs Þórs Jónssonar í gær hefur vakið mikla athygli en þar sagði hann að sérstakur staður sé í helvíti fyrir fólk sem selji sál sína fyrir völd og vegtyllur, og vísaði þar í aðgerðaleysi stjórnvalda vegna fjöldabrottvísana sem standa til á næstunni. „Í fréttum er það helst að fasistastjórn VG hefur ákveðið að míga á Barnasáttmála SÞ, sem hún þó lýgur því að hún hafi „lögfest“ á Íslandi, en þar kemur skýrt fram að hann gildi um öll börn í lögsögu hvers ríkis - óháð því með hvaða hætti þau komu þangað,“ skrifaði Davíð Þór í færslu á Facebook í gær. Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands gagnrýndi sjálf stjórnvöld fyrir fyrirhugaðar brottvísanir í gær. Hún veitti hins vegar Davíð Þór formlegt tiltal fyrir þau „harkalegu og ósmekklegu skrif sem hann viðhafði á Facebook-vettvangi“ sínum í gær. „Mér finnst nú gagnrýni biskups Íslands og sóknarprests Þjóðkirkjunnar eðlisólík,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. „Og ég verð að segja það að mér finnst ummæli Davíðs Þórs dæma sig algjörlega sjálf.“ Á meðal þeirra sem gagnrýndu Davíð Þór fyrir ummælin var Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri á Viljanum. Hann skrifar á Facebook í gær að hann hafi andstyggð á því að fólk sem hér hafi skotið rótum sé sent úr landi. Hann sé hins vegar feginn því að Davíð Þór sé ekki hans sóknarprestur og bendir á að Davíð Þór sé fyrrverandi sambýlismaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og sendi henni í færslu sinni „ómerkilega skítapillu.“
Þjóðkirkjan Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir Séra Davíð Þór hótar Katrínu og Vinstri grænum helvítisvist Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarnesskirkju, er ómyrkur í máli um þann gjörning að vísa skuli um þrjú hundruð hælisleitendum úr landi á næstunni. 24. maí 2022 15:26 Segir reglurnar túlkaðar þröngt og alls ekki af mildi og mannúð Fyrirhuguð fjöldabrottvísun stríðir gegn kristnum gildum að sögn Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands. Til stendur að brottvísa til Grikklands hátt í þrjú hundruð hælisleitendum. Margir þeirra hafa verið hér um langt skeið vegna kórónuveirufaraldursins, fest rætur og myndað tengsl við land og þjóð. 24. maí 2022 14:17 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Sjá meira
Séra Davíð Þór hótar Katrínu og Vinstri grænum helvítisvist Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarnesskirkju, er ómyrkur í máli um þann gjörning að vísa skuli um þrjú hundruð hælisleitendum úr landi á næstunni. 24. maí 2022 15:26
Segir reglurnar túlkaðar þröngt og alls ekki af mildi og mannúð Fyrirhuguð fjöldabrottvísun stríðir gegn kristnum gildum að sögn Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands. Til stendur að brottvísa til Grikklands hátt í þrjú hundruð hælisleitendum. Margir þeirra hafa verið hér um langt skeið vegna kórónuveirufaraldursins, fest rætur og myndað tengsl við land og þjóð. 24. maí 2022 14:17