„Ólík sjónarmið“ á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2022 12:08 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra gagnrýndi framgöngu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í brottvísunarmálum í tíufréttum RÚV í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ólík sjónarmið hafa komið fram á ríkisstjórnarfundi í gær um yfirvofandi brottvísanir fólks sem sótt hefur um vernd hér á landi. Hún svarar því ekki beint hvort hún taki undir óánægju félagsmálaráðherra með framgöngu dómsmálaráðherra - en segist taka undir ákveðin sjónarmið þess fyrrnefnda. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sagði í gær að óeining ríkti um brottvísanamálin innan ríkisstjórnarinnar. Þá lýsti hann yfir óánægju með meðferð dómsmálaráðherra á málunum. Tekurðu undir með honum? „Eins og fram kom hjá mér í gær þá voru brottvísunarmálin til umræðu á ríkisstjórnarfundi í gær. Þar komu fram ýmis sjónarmið. Og ég hef lagt á það áherslu að það verði farið sérstaklega yfir þennan hóp og skoðaðar verði ólíkar aðstæður þeirra sem tilheyra þessum hópi og unnt verði að taka tillit til þeirra í einhverjum tilvikum. Eftir því sem ég kemst næst þá stendur sú vinna yfir og þetta var auðvitað rætt ítarlega í ríkisstjórn í gær og ýmis sjónarmið sem komu fram um það,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. En ertu óánægð eins og Guðmundur Ingi? „Þetta eru þau sjónarmið sem ég hef lagt áherslu á og ég held að við Guðmundur Ingi séum algjörlega sammála um það að það þarf auðvitað að taka tillit til aðstæðna einstakling í þessum stóra hópi, sem eru mismunandi.“ Vön því að leysa úr málum Hann [Guðmundur Ingi Guðbrandsson] talar sjálfur um að hann hafi gert alvarlegar athugasemdir, myndirðu segja að þú hafir líka gert alvarlegar athugasemdir við þetta á fundinum í gær? „Þessi sjónarmið sem ég er að lýsa sem meðal annars varða til að mynda endursendingar til Grikklands. Sérstöðu fjölskyldufólks, aðstæður þeirra sem hafa verið hér heldur lengur. Þetta eru sjónarmið sem ég fór yfir á fundinum í gær.“ Guðmundur Ingi sagði í gær að fleiri ráðherrar hefðu gert athugasemdir við málið. Innt eftir því hvort ráðherrar Vinstri grænna hefðu haft sig þar mest í frammi segir Katrín ekki hefð fyrir því að vitnað sé í umræður á ríkisstjórnarfundum. „En ég get bara staðfest það að það voru ólík sjónarmið uppi við borðið.“ Stendur ríkisstjórnarsamstarfið í hættu út af þessu? „Ja, ég meina við erum vön því að leysa úr málum. Og þetta er ekki í fyrsta sinn sem eru ólík sjónarmið við ríkisstjórnarborðið. Þetta eru þrír flokkar sem hafa ólíka stefnu um margt í þessum efnum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hætt við að senda barnshafandi konu úr landi Barnshafandi konu sem var í þeim hópi hælisleitenda sem til stendur að senda úr landi á næstunni hefur nú verið forðað frá brottvísun. 25. maí 2022 07:35 Guðmundur Ingi óánægður með Jón Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist ekki vera ánægður með hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur haldið á og rætt um mál þeirra hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi á næstunni eftir langa dvöl hér á landi. Guðmundur Ingi segist hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð málsins á ríkisstjórnarfundi í dag. 24. maí 2022 22:48 Forsætisráðherra segir fordæmi fyrir inngripi Forsætisráðherra segir til athugunar að endurskoða það að vísa fólki úr landi til Grikklands. Heldur hefur fækkað í hópi þeirra sem vísa á úr landi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. 24. maí 2022 21:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sagði í gær að óeining ríkti um brottvísanamálin innan ríkisstjórnarinnar. Þá lýsti hann yfir óánægju með meðferð dómsmálaráðherra á málunum. Tekurðu undir með honum? „Eins og fram kom hjá mér í gær þá voru brottvísunarmálin til umræðu á ríkisstjórnarfundi í gær. Þar komu fram ýmis sjónarmið. Og ég hef lagt á það áherslu að það verði farið sérstaklega yfir þennan hóp og skoðaðar verði ólíkar aðstæður þeirra sem tilheyra þessum hópi og unnt verði að taka tillit til þeirra í einhverjum tilvikum. Eftir því sem ég kemst næst þá stendur sú vinna yfir og þetta var auðvitað rætt ítarlega í ríkisstjórn í gær og ýmis sjónarmið sem komu fram um það,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. En ertu óánægð eins og Guðmundur Ingi? „Þetta eru þau sjónarmið sem ég hef lagt áherslu á og ég held að við Guðmundur Ingi séum algjörlega sammála um það að það þarf auðvitað að taka tillit til aðstæðna einstakling í þessum stóra hópi, sem eru mismunandi.“ Vön því að leysa úr málum Hann [Guðmundur Ingi Guðbrandsson] talar sjálfur um að hann hafi gert alvarlegar athugasemdir, myndirðu segja að þú hafir líka gert alvarlegar athugasemdir við þetta á fundinum í gær? „Þessi sjónarmið sem ég er að lýsa sem meðal annars varða til að mynda endursendingar til Grikklands. Sérstöðu fjölskyldufólks, aðstæður þeirra sem hafa verið hér heldur lengur. Þetta eru sjónarmið sem ég fór yfir á fundinum í gær.“ Guðmundur Ingi sagði í gær að fleiri ráðherrar hefðu gert athugasemdir við málið. Innt eftir því hvort ráðherrar Vinstri grænna hefðu haft sig þar mest í frammi segir Katrín ekki hefð fyrir því að vitnað sé í umræður á ríkisstjórnarfundum. „En ég get bara staðfest það að það voru ólík sjónarmið uppi við borðið.“ Stendur ríkisstjórnarsamstarfið í hættu út af þessu? „Ja, ég meina við erum vön því að leysa úr málum. Og þetta er ekki í fyrsta sinn sem eru ólík sjónarmið við ríkisstjórnarborðið. Þetta eru þrír flokkar sem hafa ólíka stefnu um margt í þessum efnum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hætt við að senda barnshafandi konu úr landi Barnshafandi konu sem var í þeim hópi hælisleitenda sem til stendur að senda úr landi á næstunni hefur nú verið forðað frá brottvísun. 25. maí 2022 07:35 Guðmundur Ingi óánægður með Jón Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist ekki vera ánægður með hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur haldið á og rætt um mál þeirra hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi á næstunni eftir langa dvöl hér á landi. Guðmundur Ingi segist hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð málsins á ríkisstjórnarfundi í dag. 24. maí 2022 22:48 Forsætisráðherra segir fordæmi fyrir inngripi Forsætisráðherra segir til athugunar að endurskoða það að vísa fólki úr landi til Grikklands. Heldur hefur fækkað í hópi þeirra sem vísa á úr landi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. 24. maí 2022 21:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Hætt við að senda barnshafandi konu úr landi Barnshafandi konu sem var í þeim hópi hælisleitenda sem til stendur að senda úr landi á næstunni hefur nú verið forðað frá brottvísun. 25. maí 2022 07:35
Guðmundur Ingi óánægður með Jón Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist ekki vera ánægður með hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur haldið á og rætt um mál þeirra hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi á næstunni eftir langa dvöl hér á landi. Guðmundur Ingi segist hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð málsins á ríkisstjórnarfundi í dag. 24. maí 2022 22:48
Forsætisráðherra segir fordæmi fyrir inngripi Forsætisráðherra segir til athugunar að endurskoða það að vísa fólki úr landi til Grikklands. Heldur hefur fækkað í hópi þeirra sem vísa á úr landi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. 24. maí 2022 21:00