Ray Liotta látinn Árni Sæberg skrifar 26. maí 2022 16:22 Ray Liotta varð aðeins 67 ára gamall. Jamie McCarthy/Getty Images Stórleikarinn Ray Liotta er látinn 67 ára að aldri. Liotta lést í Dóminíska lýðveldinu þar sem hann var við tökur á kvikmyndinni Dangerous waters. Dægurmálamiðillinn TMZ hefur eftir heimildarmanni sínum sem var náinn leikaranum að hann hafi andast í svefni og að ekki sé uppi grunur um að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti. Leikarinn var þekktastur fyrir leik sinn í kvikmynd Martins Scorcese Goodfellas, sem er af mörgum talin ein besta mafíósamynd allra tíma. Liotta fór með hlutverk aðalpersónunnar Henry Hill og skaut túlkun hans á glæpamanninum harðsvíraða honum upp á stjörnuhimininn. Stiklu úr Goodfellas má sjá í spilaranum hér að neðan en auðvitað ættu allir kvikmyndaáhugamenn að smella kvikmyndinni í tækið í kvöld. Þá lék Liotta einnig í myndum á borð við Field of dreams ásamt Kevin Costner, Hannibal, og Revolver. Á síðustu árum hefur verið nokkur uppgangur í ferli Liotta en hann hefur leikið í Marriage story og The many saints of Newark á síðustu þremur árum. Þá eru tvær kvikmyndir og ein þáttaröð í eftirvinnslu og hann vann að tökum á þremur kvikmyndum til viðbótar þegar hann lést. Andlát Bíó og sjónvarp Dóminíska lýðveldið Bandaríkin Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Liotta lést í Dóminíska lýðveldinu þar sem hann var við tökur á kvikmyndinni Dangerous waters. Dægurmálamiðillinn TMZ hefur eftir heimildarmanni sínum sem var náinn leikaranum að hann hafi andast í svefni og að ekki sé uppi grunur um að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti. Leikarinn var þekktastur fyrir leik sinn í kvikmynd Martins Scorcese Goodfellas, sem er af mörgum talin ein besta mafíósamynd allra tíma. Liotta fór með hlutverk aðalpersónunnar Henry Hill og skaut túlkun hans á glæpamanninum harðsvíraða honum upp á stjörnuhimininn. Stiklu úr Goodfellas má sjá í spilaranum hér að neðan en auðvitað ættu allir kvikmyndaáhugamenn að smella kvikmyndinni í tækið í kvöld. Þá lék Liotta einnig í myndum á borð við Field of dreams ásamt Kevin Costner, Hannibal, og Revolver. Á síðustu árum hefur verið nokkur uppgangur í ferli Liotta en hann hefur leikið í Marriage story og The many saints of Newark á síðustu þremur árum. Þá eru tvær kvikmyndir og ein þáttaröð í eftirvinnslu og hann vann að tökum á þremur kvikmyndum til viðbótar þegar hann lést.
Andlát Bíó og sjónvarp Dóminíska lýðveldið Bandaríkin Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira