Mané gefur svar um framtíðina eftir úrslitaleikinn: „Þið fáið allt sem þið viljið heyra þá“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2022 22:00 Sadio Mané á eitt ár eftir af samningi sínum við Liverpool. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Sadio Mané, sóknarmaður Liverpool, segir að hann muni gefa „sérstakt“ svar um framtíð sína hjá félaginu eftir leik liðsins gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Samningur Mané við Liverpool rennur út eftir næsta tímabil og því hafa margir velt framtíð leikmannsinns fyrir sér. Stórlið á borð við Bayern München og Barcelona eru sögð hafa mikinn áhuga á þessum þrítuga Senegala. Stuðningsmenn og forráðamenn Liverpool eru hins vega vongóðir um að leikmaðurinn skrifi undir nýjan samning við félagið eftir að hann gaf það í skyn á blaðamannafundi fyrir úrslitaleikinn fyrr í dag. „Ég held að svarið sem ég get gefið ykkur núna er að mér líður mjög vel,“ sagði Mané. „Núna er ég að einbeita mér að leiknum og þetta er svarið sem ég verð að gefa ykkur fyrir úrslitaleikinn. En komið aftur til mín eftir leikinn á laugardaginn og ég gef ykkur klárlega besta svarið sem þið viljið heyra. Það er sérstakt. Þið fáið allt sem þið viljið heyra þá.“ Eins og áður segir er Mané orðinn þrítugur, en hann segist leggja sig allan fram á hverjum degi til að bæta sig með aldrinum. „Ég elska það sem ég geri og ég fórna mér á hverjum einasta degi. Ég legg hart að mér á hverjum einasta degi, bæði á vellinum og á æfingasvæðinu, og ég er að verða betri og betri. Það er það sem skiptir mestu máli. Ég er að reyna mitt besta til að hjálpa liðinu.“ Segir að Madrídingar hafi átt sigurinn skilinn fyrir fjórum árum Mané var einnig spurður að því hvernig hann myndi bregðast við ef lið eins og Real Madrid myndi setja sig í samband við hann, en lið utan Englands mega hefja viðræður við þennan eftirsótta leikmann í janúar á næsta ári. Leikmaðurinn reyndi þó að forðast það að tala um framtíðina eins og hann gat og vildi frekar einbeita sér að leiknum sem framundan er. „Góð spurning, en það sem ég vil segja á þessari stundu er að ég er bara að einbeita mér að Meistaradeildinni og að vinna hana. Það er miklu mikilvægara fyrir mig og stuðningsmenn Liverpool,“ sagði Mané. „Ég mun gera allt sem ég mögulega get til að vinna þennan leik fyrir Liverpool. Ég held að við séum allir búnir að gleyma því sem gerðist 2018. Real Madrid var klárlega betra liðið og þeir áttu skilið að vinna. En á morgun er þetta allt annar leikur,“ sagði Mané að lokum. Real Madrid og Liverpool eigast við klukkan 19:00 annað kvöld og verður leikurinn sýndur beint í lokaðri dagskrá á Viaplay. Eftir leik verður Guðmundur Benediktsson með góða gesti í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 og fer yfir allt það helsta úr leiknum. Sú útsending hefst klukkan 22:00. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira
Samningur Mané við Liverpool rennur út eftir næsta tímabil og því hafa margir velt framtíð leikmannsinns fyrir sér. Stórlið á borð við Bayern München og Barcelona eru sögð hafa mikinn áhuga á þessum þrítuga Senegala. Stuðningsmenn og forráðamenn Liverpool eru hins vega vongóðir um að leikmaðurinn skrifi undir nýjan samning við félagið eftir að hann gaf það í skyn á blaðamannafundi fyrir úrslitaleikinn fyrr í dag. „Ég held að svarið sem ég get gefið ykkur núna er að mér líður mjög vel,“ sagði Mané. „Núna er ég að einbeita mér að leiknum og þetta er svarið sem ég verð að gefa ykkur fyrir úrslitaleikinn. En komið aftur til mín eftir leikinn á laugardaginn og ég gef ykkur klárlega besta svarið sem þið viljið heyra. Það er sérstakt. Þið fáið allt sem þið viljið heyra þá.“ Eins og áður segir er Mané orðinn þrítugur, en hann segist leggja sig allan fram á hverjum degi til að bæta sig með aldrinum. „Ég elska það sem ég geri og ég fórna mér á hverjum einasta degi. Ég legg hart að mér á hverjum einasta degi, bæði á vellinum og á æfingasvæðinu, og ég er að verða betri og betri. Það er það sem skiptir mestu máli. Ég er að reyna mitt besta til að hjálpa liðinu.“ Segir að Madrídingar hafi átt sigurinn skilinn fyrir fjórum árum Mané var einnig spurður að því hvernig hann myndi bregðast við ef lið eins og Real Madrid myndi setja sig í samband við hann, en lið utan Englands mega hefja viðræður við þennan eftirsótta leikmann í janúar á næsta ári. Leikmaðurinn reyndi þó að forðast það að tala um framtíðina eins og hann gat og vildi frekar einbeita sér að leiknum sem framundan er. „Góð spurning, en það sem ég vil segja á þessari stundu er að ég er bara að einbeita mér að Meistaradeildinni og að vinna hana. Það er miklu mikilvægara fyrir mig og stuðningsmenn Liverpool,“ sagði Mané. „Ég mun gera allt sem ég mögulega get til að vinna þennan leik fyrir Liverpool. Ég held að við séum allir búnir að gleyma því sem gerðist 2018. Real Madrid var klárlega betra liðið og þeir áttu skilið að vinna. En á morgun er þetta allt annar leikur,“ sagði Mané að lokum. Real Madrid og Liverpool eigast við klukkan 19:00 annað kvöld og verður leikurinn sýndur beint í lokaðri dagskrá á Viaplay. Eftir leik verður Guðmundur Benediktsson með góða gesti í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 og fer yfir allt það helsta úr leiknum. Sú útsending hefst klukkan 22:00.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira