Erlingur: Eiginlega bara ekkert sár með neitt Einar Kárason skrifar 28. maí 2022 19:12 Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var nokkuð sáttur með sína menn þrátt fyrir að Valsmenn hafi fagnað Íslandsmeistaratitlinum. Vísir/Hulda Margrét Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var nokkuð sáttur með spilamennsku síns liðs í dag þrátt fyrir ósigur sem skilaði Valsmönnum Íslandsmeistaratitlinum í handbolta. „Ég er eiginlega bara ekkert sár með neitt, nema kannski tvö fráköst hérna í lokin sem falla til þeirra. Þar kannski liggur munurinn að lokum. Ég er mjög ánægður með frammistöðu liðsins og get eiginlega ekki kvartað yfir neinu.” „Ég vil óska Valsmönnum til hamingju með titilinn. Þeir voru einu marki betri í dag. Ég var ánægður með hvernig liðið óx í úrslitakeppninni. Þó við höfum ekki komið inn í fyrsta leikinn eins og við vildum þar sem við áttum lélegar þrjátíu mínútur.” „Ég verð að segja að frammistaða dómaranna í dag var frábær. Þetta er besta parið og átti auðvitað að vera á öllum leikjunum. Þar klikkaði HSÍ að mínu viti og hefðu getað gert betur þar. En liðin sýndu frábæran leik og frábæra leiki. Sérstaklega þegar línan er alveg á hreinu.” ,,Við erum búnir að breikka hópinn og ég held að við séum fullir tilhlökkunnar að byrja næsta tímabil. Menn séu staddir þar að þeir vilji mæta strax á æfingu á morgun þrátt fyrir að þetta sé búið að vera langt og strangt tímabil. Persónulega líka hjá mér sjálfum. Nú er að koma júní svo þetta er kannski aðeins of langt. Við erum nokkuð sáttur með frammistöðuna.” Stigu upp eftir áramót. „Okkur var spáð sjötta sæti í deildinni. Kári [Kristján Kristjánsson] var ekki sáttur við það og sagði að það væri eiginlega bara dónaskapur. Það var bara fínt. Hann ýtti við mannskapnum enda stór karakter í hópnum. Við erum óheppnir með meiðsli heilt yfir en við erum að leggja inn.” „Ég vil hrósa báðum félögum fyrir uppeldisstefnu sem þau eru með. Það eru auðvitað reynsluboltar í liðunum til að hjálpa til og miðla til þeirra yngri. Við erum að fara í úrslitaeinvígi með fullt af ungum strákum. Hrós til Eyjamanna og einnig til Valsmanna.” „Ég reikna með því,” sagði Erlingur aðspurður hvort hann héldi áfram með liðið. „Maður fer ekkert frá Eyjunni fögru. Hér er best að vera og við erum með frábæran hóp í höndunum. Vonandi fæ ég að stýra honum.” Olís-deild karla ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 30-31 | Valsmenn kórónuðu draumatímabil Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta annað árið í röð og í 24. sinn alls eftir sigur á ÍBV, 30-31, í Vestmannaeyjum í dag. Valsmenn unnu einvígið, 3-1. 28. maí 2022 17:48 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
„Ég er eiginlega bara ekkert sár með neitt, nema kannski tvö fráköst hérna í lokin sem falla til þeirra. Þar kannski liggur munurinn að lokum. Ég er mjög ánægður með frammistöðu liðsins og get eiginlega ekki kvartað yfir neinu.” „Ég vil óska Valsmönnum til hamingju með titilinn. Þeir voru einu marki betri í dag. Ég var ánægður með hvernig liðið óx í úrslitakeppninni. Þó við höfum ekki komið inn í fyrsta leikinn eins og við vildum þar sem við áttum lélegar þrjátíu mínútur.” „Ég verð að segja að frammistaða dómaranna í dag var frábær. Þetta er besta parið og átti auðvitað að vera á öllum leikjunum. Þar klikkaði HSÍ að mínu viti og hefðu getað gert betur þar. En liðin sýndu frábæran leik og frábæra leiki. Sérstaklega þegar línan er alveg á hreinu.” ,,Við erum búnir að breikka hópinn og ég held að við séum fullir tilhlökkunnar að byrja næsta tímabil. Menn séu staddir þar að þeir vilji mæta strax á æfingu á morgun þrátt fyrir að þetta sé búið að vera langt og strangt tímabil. Persónulega líka hjá mér sjálfum. Nú er að koma júní svo þetta er kannski aðeins of langt. Við erum nokkuð sáttur með frammistöðuna.” Stigu upp eftir áramót. „Okkur var spáð sjötta sæti í deildinni. Kári [Kristján Kristjánsson] var ekki sáttur við það og sagði að það væri eiginlega bara dónaskapur. Það var bara fínt. Hann ýtti við mannskapnum enda stór karakter í hópnum. Við erum óheppnir með meiðsli heilt yfir en við erum að leggja inn.” „Ég vil hrósa báðum félögum fyrir uppeldisstefnu sem þau eru með. Það eru auðvitað reynsluboltar í liðunum til að hjálpa til og miðla til þeirra yngri. Við erum að fara í úrslitaeinvígi með fullt af ungum strákum. Hrós til Eyjamanna og einnig til Valsmanna.” „Ég reikna með því,” sagði Erlingur aðspurður hvort hann héldi áfram með liðið. „Maður fer ekkert frá Eyjunni fögru. Hér er best að vera og við erum með frábæran hóp í höndunum. Vonandi fæ ég að stýra honum.”
Olís-deild karla ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 30-31 | Valsmenn kórónuðu draumatímabil Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta annað árið í röð og í 24. sinn alls eftir sigur á ÍBV, 30-31, í Vestmannaeyjum í dag. Valsmenn unnu einvígið, 3-1. 28. maí 2022 17:48 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Valur 30-31 | Valsmenn kórónuðu draumatímabil Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta annað árið í röð og í 24. sinn alls eftir sigur á ÍBV, 30-31, í Vestmannaeyjum í dag. Valsmenn unnu einvígið, 3-1. 28. maí 2022 17:48