Stolna styttan komin aftur á sinn stað eftir mikið ferðalag Eiður Þór Árnason og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 28. maí 2022 20:59 Ekki stendur til að tryggja styttuna betur eftir þjófnaðinn. Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur var sett aftur á sinn stall við hátíðlega athöfn á Laugarbrekku í Snæfellsbæ í dag. Styttunni var stolið í vor en listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir komu henni fyrir í eldflaug á skotpalli fyrir utan Nýlistasafnið í Reykjavík og sögðu verkið vera rasískt. Landsréttur veitti lögreglunni á Vesturlandi heimild til að fjarlægja styttuna úr eldflauginni í síðustu viku og keyrði bæjarstjóri Snæfellsbæjar með styttuna vestur. Á athöfninni sem fram fór í dag hélt framkvæmdastjóri svæðisgarðs Snæfellsness erindi og sagði frá sögu Guðríðar og ferðum hennar um heiminn og fögnuðu gestir því að styttan væri komin aftur heim. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ sagði í samtali við fréttastofu í gær að gjörningurinn hafi vakið meiri áhuga á sögu Guðríðar. Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni hennar er eftir Ásmund Sveinsson og er frá árinu 1939. „Við þekkjum það öll að í gegnum það sem við lærðum í Íslendingasögunum þá var alltaf verið að tala um karlana og þeirra afrek en það fór minna fyrir afrekum kvenna. Saga Guðríðar er alveg einstök; að það skyldi vera skrifað um hana á sínum tíma og hennar afrek að fara yfir átta heimhöf, labba síðan þegar hún var orðin eldri niður til Rómar og hitta páfann og svo framvegis og framvegis. Okkur finnst svo mikilvægt að gera sögu kvenna skil og það er það sem vakir fyrir okkur. Konur höfðu að sjálfsögðu mikil áhrif á framvindu sögunnar, alveg eins og karlarnir,“ sagði Kristinn. Erfitt að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig Skemmdir voru unnar á járnfestingum styttunnar en ekki styttunni sjálfri, að sögn bæjarstjórans. Ekki stendur til að tryggja styttuna betur. „Ég held að það sé alveg sama hvað við myndum gera. Ef það er vilji fyrir því að taka hana niður og skemma eins og gert var síðast þá er rosalega fátt sem við getum gert til að koma í veg fyrir það. Styttan er sett á járnfestingar sem eru á stalli og ef þú notar til þess rafmagnsverkfæri þá er mjög fátt sem við getum gert til að koma í veg fyrir að menn geri þetta aftur. Ég ætla nú að vona að fólk sleppi því bara,“ sagði Kristinn í samtali við fréttastofu í gær. Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Styttur og útilistaverk Snæfellsbær Tengdar fréttir Styttan aftur á stall við hátíðlega athöfn á morgun Styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur verður sett aftur á sinn stall við hátíðlega athöfn á morgun. Henni var stolið í vor og komið fyrir í öðru listaverki. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ segir gjörninginn hafa vakið meiri áhuga á sögu Guðríðar. 27. maí 2022 13:35 Kominn með styttuna í skottið eftir að Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms Bronsstytta af Guðríði Þorbjarnardóttur sem hvarf af stöpli á Laugarbrekku á sunnanverðu Snæfellsnesi í apríl er nú komin í hendur bæjaryfirvalda í Snæfellsbæ. 16. maí 2022 19:50 Skora á lögregluna að skila listaverkinu umdeilda Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir, listakonurnar sem gerðu listaverkið umdeilda Farangursheimild, hafa skorað á lögregluna að skila verkinu á þann stað þar sem það var afhjúpað. 27. apríl 2022 20:31 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Landsréttur veitti lögreglunni á Vesturlandi heimild til að fjarlægja styttuna úr eldflauginni í síðustu viku og keyrði bæjarstjóri Snæfellsbæjar með styttuna vestur. Á athöfninni sem fram fór í dag hélt framkvæmdastjóri svæðisgarðs Snæfellsness erindi og sagði frá sögu Guðríðar og ferðum hennar um heiminn og fögnuðu gestir því að styttan væri komin aftur heim. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ sagði í samtali við fréttastofu í gær að gjörningurinn hafi vakið meiri áhuga á sögu Guðríðar. Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni hennar er eftir Ásmund Sveinsson og er frá árinu 1939. „Við þekkjum það öll að í gegnum það sem við lærðum í Íslendingasögunum þá var alltaf verið að tala um karlana og þeirra afrek en það fór minna fyrir afrekum kvenna. Saga Guðríðar er alveg einstök; að það skyldi vera skrifað um hana á sínum tíma og hennar afrek að fara yfir átta heimhöf, labba síðan þegar hún var orðin eldri niður til Rómar og hitta páfann og svo framvegis og framvegis. Okkur finnst svo mikilvægt að gera sögu kvenna skil og það er það sem vakir fyrir okkur. Konur höfðu að sjálfsögðu mikil áhrif á framvindu sögunnar, alveg eins og karlarnir,“ sagði Kristinn. Erfitt að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig Skemmdir voru unnar á járnfestingum styttunnar en ekki styttunni sjálfri, að sögn bæjarstjórans. Ekki stendur til að tryggja styttuna betur. „Ég held að það sé alveg sama hvað við myndum gera. Ef það er vilji fyrir því að taka hana niður og skemma eins og gert var síðast þá er rosalega fátt sem við getum gert til að koma í veg fyrir það. Styttan er sett á járnfestingar sem eru á stalli og ef þú notar til þess rafmagnsverkfæri þá er mjög fátt sem við getum gert til að koma í veg fyrir að menn geri þetta aftur. Ég ætla nú að vona að fólk sleppi því bara,“ sagði Kristinn í samtali við fréttastofu í gær.
Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Styttur og útilistaverk Snæfellsbær Tengdar fréttir Styttan aftur á stall við hátíðlega athöfn á morgun Styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur verður sett aftur á sinn stall við hátíðlega athöfn á morgun. Henni var stolið í vor og komið fyrir í öðru listaverki. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ segir gjörninginn hafa vakið meiri áhuga á sögu Guðríðar. 27. maí 2022 13:35 Kominn með styttuna í skottið eftir að Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms Bronsstytta af Guðríði Þorbjarnardóttur sem hvarf af stöpli á Laugarbrekku á sunnanverðu Snæfellsnesi í apríl er nú komin í hendur bæjaryfirvalda í Snæfellsbæ. 16. maí 2022 19:50 Skora á lögregluna að skila listaverkinu umdeilda Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir, listakonurnar sem gerðu listaverkið umdeilda Farangursheimild, hafa skorað á lögregluna að skila verkinu á þann stað þar sem það var afhjúpað. 27. apríl 2022 20:31 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Styttan aftur á stall við hátíðlega athöfn á morgun Styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur verður sett aftur á sinn stall við hátíðlega athöfn á morgun. Henni var stolið í vor og komið fyrir í öðru listaverki. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ segir gjörninginn hafa vakið meiri áhuga á sögu Guðríðar. 27. maí 2022 13:35
Kominn með styttuna í skottið eftir að Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms Bronsstytta af Guðríði Þorbjarnardóttur sem hvarf af stöpli á Laugarbrekku á sunnanverðu Snæfellsnesi í apríl er nú komin í hendur bæjaryfirvalda í Snæfellsbæ. 16. maí 2022 19:50
Skora á lögregluna að skila listaverkinu umdeilda Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir, listakonurnar sem gerðu listaverkið umdeilda Farangursheimild, hafa skorað á lögregluna að skila verkinu á þann stað þar sem það var afhjúpað. 27. apríl 2022 20:31