Soffía frænka ræður öllu í fjósinu á Snorrastöðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. maí 2022 07:46 Kristján Ágúst Magnússon, kátur kúabóndi á bænum Snorrastöðum í Borgarbyggð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Soffía frænka úr Kardemommubænum kemur víða við, því nú er hún mætt í fjós á bæ í Borgarbyggð þar sem hún ræður ríkjum og stjórnar öllum kúnum í kringum sig með harðri hendi. Á Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppnum hinum forna, nú Borgarbyggð er myndarlegt kúabú þar sem Kristján Ágúst Magnússon og Brandís Margrét Hauksdóttir eru kúabændur, auk þess að vera með ferðaþjónustu á bænum. Kristján keyrir rúllurnar á fóðurganginn en fjórar rúllur duga í tvo daga fyrir gripina. Sumarið leggst vel í fjölskylduna á Snorrastöðum hvað varðar mjólkina og ferðamennina. „Já, ég segi fyrir okkur, bæði ætlum við að láta kýrnar mjólka vel og svo erum við náttúrlega líka með ferðaþjónustu, það hjálpar og lítur vel út,“ segir Kristján. Kristján segir að kúabúskapur hafi breyst ótrúlega mikið á síðustu 25 til 30 árum. „Já, já, við byrjum hér, ég og konan mín fyrir 30 árum síðan. Það er bara himin og haf þarna á milli. Vinnuaðstæður og velferð dýra og allt það. Búin hafa stækkað gríðarlega og þeim fækkar náttúrulega líka.“ Fjósið er nýlegt og glæsilegt á Snorrastöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eins og mannfólkið þá eru kýrnar mismunandi karakterar. Það þekkir Kristján vel því Soffía frænka, sem á nöfnu úr Kardemommubænum en þær eru mjög líkar í skapi. „Hún er elst í hópnum og þegar hún kemur inn í biðplássið í mjaltabásinn þá ryður hún öllum frá og þær víkja allar fyrir henni. Það er mikið talað um einelti hjá mannfólki en það er ekki síður hjá gripum í fjósum, ekki síst í lausagöngufjósum“, segir Kristján enn fremur og drífur sig í kjölfarið að sækja fleiri rúllur í kýrnar og handa Soffíu til að halda henni góðri. Soffía frænka, sem ræður ríkjum í fjósinu á Snorrastöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Á Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppnum hinum forna, nú Borgarbyggð er myndarlegt kúabú þar sem Kristján Ágúst Magnússon og Brandís Margrét Hauksdóttir eru kúabændur, auk þess að vera með ferðaþjónustu á bænum. Kristján keyrir rúllurnar á fóðurganginn en fjórar rúllur duga í tvo daga fyrir gripina. Sumarið leggst vel í fjölskylduna á Snorrastöðum hvað varðar mjólkina og ferðamennina. „Já, ég segi fyrir okkur, bæði ætlum við að láta kýrnar mjólka vel og svo erum við náttúrlega líka með ferðaþjónustu, það hjálpar og lítur vel út,“ segir Kristján. Kristján segir að kúabúskapur hafi breyst ótrúlega mikið á síðustu 25 til 30 árum. „Já, já, við byrjum hér, ég og konan mín fyrir 30 árum síðan. Það er bara himin og haf þarna á milli. Vinnuaðstæður og velferð dýra og allt það. Búin hafa stækkað gríðarlega og þeim fækkar náttúrulega líka.“ Fjósið er nýlegt og glæsilegt á Snorrastöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eins og mannfólkið þá eru kýrnar mismunandi karakterar. Það þekkir Kristján vel því Soffía frænka, sem á nöfnu úr Kardemommubænum en þær eru mjög líkar í skapi. „Hún er elst í hópnum og þegar hún kemur inn í biðplássið í mjaltabásinn þá ryður hún öllum frá og þær víkja allar fyrir henni. Það er mikið talað um einelti hjá mannfólki en það er ekki síður hjá gripum í fjósum, ekki síst í lausagöngufjósum“, segir Kristján enn fremur og drífur sig í kjölfarið að sækja fleiri rúllur í kýrnar og handa Soffíu til að halda henni góðri. Soffía frænka, sem ræður ríkjum í fjósinu á Snorrastöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira