„Eftir ár þá fann ég að þetta var kannski ekki alveg fyrir mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. maí 2022 10:31 Þráinn ákvað einn daginn að gerast atvinnuljósmyndari. Þráinn Kolbeinsson, er einn vinsælasti ævintýraljósmyndari landsins. Hann flakkar um landið og fangar fegurð þess á sinn einstaka hátt. Hann er sömuleiðis vinsæll á Instagram og er duglegur að gefa af sér þar, bæði að kenna fólki að vinna myndirnar sínar og sýna frá sínum störfum. En Þráinn ætlaði sér þó aðra hluti en hann byrjaði að glíma í bardagafélaginu Mjölni, þar sem hann ætlaði sér stóra hluti. Rætt var við Þráinn í Íslandi í dag. „Í tíu ár gerði ég í rauninni ekkert annað en að glíma og þetta var það sem ég ætlaði að gera. Svo byrjar maður að eldast og er orðinn 27 ára og byrjaður að vera aumur í hnjánum. Þá fór að læðast að manni sá grunur að maður gæti kannski ekki verið að gera þetta þangað til maður væri orðinn 75 ára,“ segir Þráinn sem skráði sig því næst í sálfræði í Háskóla Íslands og eftir að hann útskrifaðist þar hóf hann störf hjá Teigi, fíknideild landsspítalans, en hann fann sig samt ekki alveg á spítalanum. Ekki eftur snúið „Eftir ár þá fann ég að þetta var kannski ekki alveg fyrir mig. Á Teygi sem er deildin sem ég var að vinna hjá var ég að vinna með manni sem er mikill ljósmyndunaráhugamaður og hann var alltaf að sýna mér einhverjar linsur og annað sem ég hafði ekkert mikið vit á. Þetta endaði þannig að hann sannfærði mig um að kaupa myndavél.“ Og þá, var ekki aftur snúið, Þráinn var kominn með myndavél og fer að fikta enn meira í ljósmyndun, bæði ljósmyndaparturinn sjálfur og eftirvinnslan heillaði hann upp úr skónum. „Á þessum tímapunkti hafði ég ekki hugmynd um að ég gæti lifað á ljósmyndun. Ég hætti á Landspítala og fer að vinna á lítilli einkastofu, litlu kvíðameðferðastofunni með börnum og unglingum til að prófa það líka. Svo eftir ár þar var í raun sama sagan. Þá hætti ég og fór á fullt í ljósmyndun,“ segir Þráinn sem var þarna nýfluttur til Grindavíkur og ræddi hann við markaðsstofu Reykjaness og fékk hann stórt verkefni þar. Hann leyfir sínum fylgjendum á Instagram að fylgjast vel með því hvernig hann vinnur myndirnar í eftirvinnslu. Þráinn er nýkominn heim frá Bandaríkjunum, þar sem hann var á heldur óvenjulegu ferðalagi, en hann fór að hitta og ferðast með einum stærsta ævintýraljósmyndara heims, Chris Burkard. Í sumar fara þeir tveir saman í ferðalag með fram strandlengju Íslands á um 500 kílómetra kafla og ferðast þeir á hjólum og uppblásnum hjólum. Undirbúningur fyrir ferðina í sumar fór fram í Colorado í Bandaríkjunum en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Ljósmyndun Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Sjá meira
Hann er sömuleiðis vinsæll á Instagram og er duglegur að gefa af sér þar, bæði að kenna fólki að vinna myndirnar sínar og sýna frá sínum störfum. En Þráinn ætlaði sér þó aðra hluti en hann byrjaði að glíma í bardagafélaginu Mjölni, þar sem hann ætlaði sér stóra hluti. Rætt var við Þráinn í Íslandi í dag. „Í tíu ár gerði ég í rauninni ekkert annað en að glíma og þetta var það sem ég ætlaði að gera. Svo byrjar maður að eldast og er orðinn 27 ára og byrjaður að vera aumur í hnjánum. Þá fór að læðast að manni sá grunur að maður gæti kannski ekki verið að gera þetta þangað til maður væri orðinn 75 ára,“ segir Þráinn sem skráði sig því næst í sálfræði í Háskóla Íslands og eftir að hann útskrifaðist þar hóf hann störf hjá Teigi, fíknideild landsspítalans, en hann fann sig samt ekki alveg á spítalanum. Ekki eftur snúið „Eftir ár þá fann ég að þetta var kannski ekki alveg fyrir mig. Á Teygi sem er deildin sem ég var að vinna hjá var ég að vinna með manni sem er mikill ljósmyndunaráhugamaður og hann var alltaf að sýna mér einhverjar linsur og annað sem ég hafði ekkert mikið vit á. Þetta endaði þannig að hann sannfærði mig um að kaupa myndavél.“ Og þá, var ekki aftur snúið, Þráinn var kominn með myndavél og fer að fikta enn meira í ljósmyndun, bæði ljósmyndaparturinn sjálfur og eftirvinnslan heillaði hann upp úr skónum. „Á þessum tímapunkti hafði ég ekki hugmynd um að ég gæti lifað á ljósmyndun. Ég hætti á Landspítala og fer að vinna á lítilli einkastofu, litlu kvíðameðferðastofunni með börnum og unglingum til að prófa það líka. Svo eftir ár þar var í raun sama sagan. Þá hætti ég og fór á fullt í ljósmyndun,“ segir Þráinn sem var þarna nýfluttur til Grindavíkur og ræddi hann við markaðsstofu Reykjaness og fékk hann stórt verkefni þar. Hann leyfir sínum fylgjendum á Instagram að fylgjast vel með því hvernig hann vinnur myndirnar í eftirvinnslu. Þráinn er nýkominn heim frá Bandaríkjunum, þar sem hann var á heldur óvenjulegu ferðalagi, en hann fór að hitta og ferðast með einum stærsta ævintýraljósmyndara heims, Chris Burkard. Í sumar fara þeir tveir saman í ferðalag með fram strandlengju Íslands á um 500 kílómetra kafla og ferðast þeir á hjólum og uppblásnum hjólum. Undirbúningur fyrir ferðina í sumar fór fram í Colorado í Bandaríkjunum en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Ljósmyndun Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Sjá meira