Kerfisvæðing og biðlistablæti SÁÁ Ómar Már Jónsson skrifar 30. maí 2022 10:31 Margt liggur fyrir í dag sem gefur tilefni til að hafa áhyggjur af stefnu SÁÁ og má rekja til breytinga sem urðu með nýjum sjúkrahúsforstjóra árið 2017 og síðan versnaði staðan verulega eftir stjórnarskipti árið 2020. Þá virðist ný stefna hafa verið hrint í framkvæmd sem ber með sér að vera fjarlæging frá grunngildum samtakana sem fólst m.a. í því að SÁÁ vann eins og bráðamóttaka. Skyndiinnlagnir voru þjónusta sem var þannig að læknir á vakt gat tekið ákvörðun um innlögn ef viðkomandi var í bráðri hættu. Þegar það kerfi var við líði var allt að 35% allra innlagna byggt á skyndiinnlögnum. Það kerfi hefur nú verið afnumið. Nú þarf hver sjúklingur að óska eftir innlögn, hversu veikur sem hann er, hann þarf að sækja um. Umsóknin fer í síðan ferli og nefnd tekur ákvörðun um hver er samþykktur inn og hver fer á biðlista. Sá biðlistatími hefur lengst verulega. Athyglisvert er einnig sú staðreynd að búið er að ráða almannatengil sem stýrir öllu því sem sett er fram fyrir hönd samtakanna og er því við hæfi að velta því fyrir sér hvort samtökin séu komin í vegferð um að kerfisvæða samtökin með millistjórnendakerfi eins og algengt er hjá hjá ríkisstofnunum og stórum fyrirtækjum og hvort þeir fjármunir sem fara nú í að stýra betur umræðunni út í þjóðfélagið muni bæta þjónustu samtakana við sína skjólstæðinga. Biðlistablæti SÁÁ Samkvæmt nýja kerfinu fara allir á sívaxandi biðlista. Biðlisti eftir meðferð á Vogi árið 2017 voru um 200-300 manns. Einu og hálfu ári síðar var biðlistinn orðinn um 600-700 manns og hefur staðan ekki batnað síðan þá, hún hefur versnað. Það er þrátt fyrir að fjöldi innlagna unga fólksins, yngri en 20 ára hefur snarminnkað undanfarin ár.Ekki er hægt að sjá neinar ytri aðstæður sem skýra þessa lengingu á biðlista, nema breytta stjórnunarhætti og minni afkastagetu sem hefur minnkað verulega undarfarin ár. Sú stefnubreyting sem var gerð árið 2017 og fest enn frekar í sessi árið 2020 hefur skapað alvarlega þjónustugjá milli vakthafandi lækna og skjólstæðinga. Vissulega er það viðskiptamódel þekkt, að skapa biðlista, en það er ótækt að nota sömu taktík hjá SÁÁ. Við myndum ekki vilja sjá Landsspítalann loka bráðamóttökunni og þegar um alvarleg slys er að ræða þá verði þeir slösuðu að sækja um til að komast undir læknishendur og mögulega enda á biðlista. Það er mikilvægt að snúa af þeirri röngu vegferð sem samtökin hafa verið sett í af núverandi stjórn. Það verður ekki gert nema með stjórnarskiptum en samkvæmt lögum samtakanna á að halda aðalfund í júní ár hvert. Þá gefst tækifæri til að rétta stefnuna af og sjá samtökin vaxa og ná sínum fyrri styrk í að þjónusta skjólstæðinga sinna. Það er eitt stærsta hagsmunamál þeirra sem þurfa á lífsnauðsynlegri þjónustu samtakanna að halda. Höfundur er náinn aðstandandi og stuðningsmaður um styrk og trúverðugleika SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Már Jónsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Margt liggur fyrir í dag sem gefur tilefni til að hafa áhyggjur af stefnu SÁÁ og má rekja til breytinga sem urðu með nýjum sjúkrahúsforstjóra árið 2017 og síðan versnaði staðan verulega eftir stjórnarskipti árið 2020. Þá virðist ný stefna hafa verið hrint í framkvæmd sem ber með sér að vera fjarlæging frá grunngildum samtakana sem fólst m.a. í því að SÁÁ vann eins og bráðamóttaka. Skyndiinnlagnir voru þjónusta sem var þannig að læknir á vakt gat tekið ákvörðun um innlögn ef viðkomandi var í bráðri hættu. Þegar það kerfi var við líði var allt að 35% allra innlagna byggt á skyndiinnlögnum. Það kerfi hefur nú verið afnumið. Nú þarf hver sjúklingur að óska eftir innlögn, hversu veikur sem hann er, hann þarf að sækja um. Umsóknin fer í síðan ferli og nefnd tekur ákvörðun um hver er samþykktur inn og hver fer á biðlista. Sá biðlistatími hefur lengst verulega. Athyglisvert er einnig sú staðreynd að búið er að ráða almannatengil sem stýrir öllu því sem sett er fram fyrir hönd samtakanna og er því við hæfi að velta því fyrir sér hvort samtökin séu komin í vegferð um að kerfisvæða samtökin með millistjórnendakerfi eins og algengt er hjá hjá ríkisstofnunum og stórum fyrirtækjum og hvort þeir fjármunir sem fara nú í að stýra betur umræðunni út í þjóðfélagið muni bæta þjónustu samtakana við sína skjólstæðinga. Biðlistablæti SÁÁ Samkvæmt nýja kerfinu fara allir á sívaxandi biðlista. Biðlisti eftir meðferð á Vogi árið 2017 voru um 200-300 manns. Einu og hálfu ári síðar var biðlistinn orðinn um 600-700 manns og hefur staðan ekki batnað síðan þá, hún hefur versnað. Það er þrátt fyrir að fjöldi innlagna unga fólksins, yngri en 20 ára hefur snarminnkað undanfarin ár.Ekki er hægt að sjá neinar ytri aðstæður sem skýra þessa lengingu á biðlista, nema breytta stjórnunarhætti og minni afkastagetu sem hefur minnkað verulega undarfarin ár. Sú stefnubreyting sem var gerð árið 2017 og fest enn frekar í sessi árið 2020 hefur skapað alvarlega þjónustugjá milli vakthafandi lækna og skjólstæðinga. Vissulega er það viðskiptamódel þekkt, að skapa biðlista, en það er ótækt að nota sömu taktík hjá SÁÁ. Við myndum ekki vilja sjá Landsspítalann loka bráðamóttökunni og þegar um alvarleg slys er að ræða þá verði þeir slösuðu að sækja um til að komast undir læknishendur og mögulega enda á biðlista. Það er mikilvægt að snúa af þeirri röngu vegferð sem samtökin hafa verið sett í af núverandi stjórn. Það verður ekki gert nema með stjórnarskiptum en samkvæmt lögum samtakanna á að halda aðalfund í júní ár hvert. Þá gefst tækifæri til að rétta stefnuna af og sjá samtökin vaxa og ná sínum fyrri styrk í að þjónusta skjólstæðinga sinna. Það er eitt stærsta hagsmunamál þeirra sem þurfa á lífsnauðsynlegri þjónustu samtakanna að halda. Höfundur er náinn aðstandandi og stuðningsmaður um styrk og trúverðugleika SÁÁ.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar