Ekki nema nokkrir áratugir þar til jöklarnir hverfa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. maí 2022 11:34 Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir sagði í viðtalinu í Bítinu að ekki væru nema nokkrir áratugir þar til Snæfellsjökull muni hverfa, hann sé þó ekki einn jökla um þau örlög. samsett Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, jöklafræðingur, telur að ef fram haldi sem horfir muni Snæfellsjökull hverfa að fullu á næstu nokkrum áratugum. Að óbreyttum útblæstri munu í raun allir jöklar hverfa á næstu áratugum en þó sé hægt að hægja verulega á þróuninni með minni hlýnun, að sögn Guðfinnu. Uggvænleg þróun hefur átt sér stað á jöklum landsins síðustu áratugi en tæp þrjú ár eru síðan haldin var minningarathöfn um jökulinn Ok sem hvarf. Guðfinna vildi ekki spá fyrir um hvaða jökull yrði næstur til að hverfa en telur ljóst að ekki séu nema nokkrir áratugir þar til flestir þeirra helstu verði horfnir. Jöklarnir eins og bankareikningur Guðfinna segir Helga Björnsson, jöklafræðing, hafa komið með ágætis líkingu um samspil veturhörku og sumarblíðu á bráðnun jöklanna. „Jöklarnir eru eins og bankareikningur, þú leggur inn á veturna og tekur út á sumrin og ef þú tekur meira út á sumrin þá minnka þeir. Við höfum mælt snjókomu á helstu jöklana í vetur og það snjóaði meira í vetur en vanalega, þannig nú bíðum við spennt að fylgjast með þróuninni í sumar.“ sagði Guðfinna en hlusta má á viðtalið við Guðfinnu í Bítínu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Guðfinna segir að við upphaf mælinga á öndverðum tíunda áratug afkoma jökla verið jákvæð, þannig að meiri snjór bættist við þá á veturna en bráðnaði á sumrin. Þessu hafi hins vegar öfugt farið frá árinu 1994 og jöklarnir bráðnað stöðugt síðan þá. Hitastig hafsins hefur mikil áhrif á þróun jöklanna. Í viðtalinu lýsti Guðfinna einkennilegum köldum polli í hafinu suðvestan við Ísland, sem hafi hægt á bráðnun jöklanna frá árinu 2010. Hún tekur að auki fram að takist að hægja á hlýnun jarðar munu jöklarnir vera fljótir að bregðast við því. Vísindamenn hafi tekið eftir því hve mikil áhrif hitastig hafsins í kringum Ísland hafi á bráðnun jöklanna. Að lokum áréttaði Guðfinna að útblástur koltvísýrings af mannavöldum leiði til aukinnar hlýnunar, og þar með bráðnunar jökla, en hitastig á jörðinni vegna þessa hefur nú þegar aukist um rúma eina gráðu. Náttúruhamfarir Vísindi Bítið Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Uggvænleg þróun hefur átt sér stað á jöklum landsins síðustu áratugi en tæp þrjú ár eru síðan haldin var minningarathöfn um jökulinn Ok sem hvarf. Guðfinna vildi ekki spá fyrir um hvaða jökull yrði næstur til að hverfa en telur ljóst að ekki séu nema nokkrir áratugir þar til flestir þeirra helstu verði horfnir. Jöklarnir eins og bankareikningur Guðfinna segir Helga Björnsson, jöklafræðing, hafa komið með ágætis líkingu um samspil veturhörku og sumarblíðu á bráðnun jöklanna. „Jöklarnir eru eins og bankareikningur, þú leggur inn á veturna og tekur út á sumrin og ef þú tekur meira út á sumrin þá minnka þeir. Við höfum mælt snjókomu á helstu jöklana í vetur og það snjóaði meira í vetur en vanalega, þannig nú bíðum við spennt að fylgjast með þróuninni í sumar.“ sagði Guðfinna en hlusta má á viðtalið við Guðfinnu í Bítínu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Guðfinna segir að við upphaf mælinga á öndverðum tíunda áratug afkoma jökla verið jákvæð, þannig að meiri snjór bættist við þá á veturna en bráðnaði á sumrin. Þessu hafi hins vegar öfugt farið frá árinu 1994 og jöklarnir bráðnað stöðugt síðan þá. Hitastig hafsins hefur mikil áhrif á þróun jöklanna. Í viðtalinu lýsti Guðfinna einkennilegum köldum polli í hafinu suðvestan við Ísland, sem hafi hægt á bráðnun jöklanna frá árinu 2010. Hún tekur að auki fram að takist að hægja á hlýnun jarðar munu jöklarnir vera fljótir að bregðast við því. Vísindamenn hafi tekið eftir því hve mikil áhrif hitastig hafsins í kringum Ísland hafi á bráðnun jöklanna. Að lokum áréttaði Guðfinna að útblástur koltvísýrings af mannavöldum leiði til aukinnar hlýnunar, og þar með bráðnunar jökla, en hitastig á jörðinni vegna þessa hefur nú þegar aukist um rúma eina gráðu.
Náttúruhamfarir Vísindi Bítið Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira