Nadal áfram drottnari leirsins eftir sigur á Djokovic | Byrjuðu í maí en luku leik í júní Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2022 11:01 Rafael Nadal felldi tár er sigurinn var í höfn. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Rafael Nadal og Novak Djokovic mættust í uppgjöri tveggja af bestu tennisspilara allra tíma í átta manna úrslitum á Opna franska meistaramótinu sem fram fer á hinum fornfræga Roland Garros-velli í París. Áður en mennirnir stigu á völlinn á þriðjudagskvöld var talið að Djokovic væri sigurstranglegri. Nadal var en að jafna sig eftir að hafa brákað rifbein og þá hafði hann ekki spilað vel á mótinu til þessa. Hinn 35 ára gamli Nadal er hins vegar enginn venjulegur maður, enginn venjulegur tennisspilari. Hann er kóngur leirsins. Í leik sem hófst í lok maímánaðar og endaði í byrjun júnímánaðar þá var Nadal með svo gott sem fullkomna stjórn. Started in May.Ended in June. pic.twitter.com/3wsFUEriOi— Roland-Garros (@rolandgarros) June 1, 2022 Fór það svo að Nadal vann 3-1 í settum. Fyrsta settið tók hann örugglega 6-2, annað settið vann Djokovic 6-4 eftir hörkubaráttu en Nadal lét það ekki á sig fá. Hann vann þriðja sett leiksins 6-2 og að lokum fjórða settið – þar sem Djokovic ætlaði ekki að gefast upp – eftir upphækkun, 7-6 og leikinn þar með 3-1. Alls tók leikurinn fjóra klukkutíma og 11 mínútur. „Þetta var mjög erfiður leikur. Novak er án alls efa einn besti leikmaður sögunnar. Það er ávallt ótrúlega krefjandi að keppa á móti honum,“ sagði sigurreifur Nadal að leik loknum. Check out the best moments of @RafaelNadal 's thrilling four-set win over No.1 Novak Djokovic with Highlights by @emirates#RolandGarros | #EmiratesFlyBetterMoments pic.twitter.com/3F2oFCSD00— Roland-Garros (@rolandgarros) June 1, 2022 Um var að ræða 59 leikinn þeirra á milli. Nadal hefur nú unnið 29 á meðan Djokovic hefur unnið 30. Þessi sigur mun þó litlu máli skipta ef Nadal fer ekki alla leið á Roland Garros og vinnur Opna franska. Tennis Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira
Áður en mennirnir stigu á völlinn á þriðjudagskvöld var talið að Djokovic væri sigurstranglegri. Nadal var en að jafna sig eftir að hafa brákað rifbein og þá hafði hann ekki spilað vel á mótinu til þessa. Hinn 35 ára gamli Nadal er hins vegar enginn venjulegur maður, enginn venjulegur tennisspilari. Hann er kóngur leirsins. Í leik sem hófst í lok maímánaðar og endaði í byrjun júnímánaðar þá var Nadal með svo gott sem fullkomna stjórn. Started in May.Ended in June. pic.twitter.com/3wsFUEriOi— Roland-Garros (@rolandgarros) June 1, 2022 Fór það svo að Nadal vann 3-1 í settum. Fyrsta settið tók hann örugglega 6-2, annað settið vann Djokovic 6-4 eftir hörkubaráttu en Nadal lét það ekki á sig fá. Hann vann þriðja sett leiksins 6-2 og að lokum fjórða settið – þar sem Djokovic ætlaði ekki að gefast upp – eftir upphækkun, 7-6 og leikinn þar með 3-1. Alls tók leikurinn fjóra klukkutíma og 11 mínútur. „Þetta var mjög erfiður leikur. Novak er án alls efa einn besti leikmaður sögunnar. Það er ávallt ótrúlega krefjandi að keppa á móti honum,“ sagði sigurreifur Nadal að leik loknum. Check out the best moments of @RafaelNadal 's thrilling four-set win over No.1 Novak Djokovic with Highlights by @emirates#RolandGarros | #EmiratesFlyBetterMoments pic.twitter.com/3F2oFCSD00— Roland-Garros (@rolandgarros) June 1, 2022 Um var að ræða 59 leikinn þeirra á milli. Nadal hefur nú unnið 29 á meðan Djokovic hefur unnið 30. Þessi sigur mun þó litlu máli skipta ef Nadal fer ekki alla leið á Roland Garros og vinnur Opna franska.
Tennis Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira