Fjögur ráðin í lykilstöður hjá Controlant Atli Ísleifsson skrifar 1. júní 2022 12:01 Ragnhildur Ágústsdóttir, Jens Bjarnason, Sæunn Björk Þorkelsdóttir og Áslaug S. Hafsteinsdóttir. Aðsend Áslaug S. Hafsteinsdóttir, Jens Bjarnason, Ragnhildur Ágústsdóttir og Sæunn Björk Þorkelsdóttir hafa öll verið ráðin í lykilstöður hjá hátæknifyrirtækinu Controlant. Í tilkynningu segir að Áslaug hafi verið ráðin í stöðu forstöðumanns innleiðingasviðs, Jens í stöðu forstöðumanns vöruþróunar, Ragnhildur í stöðu forsetöðumanns markaðssviðs og Sæunn í stöðu forstöðumanns innkaupastýringar. „Áslaug S. Hafsteinsdóttir – forstöðumaður innleiðingasviðs (Vice President of Implementation) Áslaug mun byggja upp og leiða nýtt svið innan Controlant sem heldur utan um innleiðingar á lausnum hjá viðskiptavinum Controlant. Áður en Áslaug gekk til liðs við Controlant starfaði hún hjá Meniga í tíu ár við innleiðingu á hugbúnaði hjá alþjóðlegum fjármálastofnunum. Nú síðast starfaði hún sem forstöðumaður fjártækniþjónustu og leiddi þar áður verkefnastýringu Meniga. Þá starfaði Áslaug í hátt í 7 ár hjá Landsbankanum, meðal annars sem forstöðumaður áhættugreiningar. Áslaug er með MBA og B.Sc. gráðu í verkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Jens Bjarnason – forstöðumaður vöruþróunar (Chief Engineer) Jens er nýr yfirverkfræðingur hjá Controlant og leiðir hóp sérfræðinga sem spila lykilhlutverk í þróun á vöru- og lausnaframboði félagsins. Jens er kemur með mikla reynslu í farteskinu m.a. frá Marel þar sem hann starfaði í 26 ár. Jens hóf feril sinn hjá Marel sem forritari í hugbúnaðarþróun og varð síðar sölustjóri hugbúnaðar og loks yfirmaður Innova, hugbúnaðar Marel. sem er Marel.. Jens hóf feril sinn hjá Marel Jens er með MBA gráðu og B.Sc. í tölvunarfræði og iðnrekstrarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ragnhildur Ágústsdóttir – forstöðumaður markaðssviðs (Vice President of Marketing) Ragnhildur mun byggja upp og leiða markaðsmál Controlant. Ragnhildur er reyndur frumkvöðull og stjórnandi. Hún er annar stofnanda Lava Show í Vík í Mýrdal sem hlaut nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar 2021. Síðastliðin sex ár starfaði hún sem sölustjóri skrifstofu- og öryggislausna hjá Microsoft í Danmörku og á Íslandi og þar áður sem forstöðumaður Hýsingar og Reksturs hjá Advania. Þá var Ragnhildur stjórnandi á fjarskiptamarkaði um 5 ára skeið áður en hún starfaði sem stjórnendaráðgjafi hjá Expectus. Ragnhildur er með meistaragráðu í stefnumótun og stjórnun frá Copenhagen Business School og B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Sæunn Björk Þorkelsdóttir – forstöðumaður innkaupastýringar (Vice President of Procurement) Sæunn tók við stjórnendastöðu í innkaupum hjá Controlant í upphafi árs 2021 og leiðir nú nýtt innkaupasvið félagsins. Áður starfaði Sæunn sem forstöðumaður innkaupastýringar og kostnaðareftirlits hjá Eimskip í fjögur ár ásamt því að sinna ýmsum öðrum ábyrgðarverkefnum, m.a. að leiða þróun nýrrar einingar á alþjóðavísu, stýra innflutningadeild félagsins í Hamborg og gegna stöðu ferlastjóra á Íslandi. Um árabil kenndi Sæunn flutningafræði og vörustjórnun við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Ásamt þessu er Sæunn einnig formaður Innkaupa- og vörustýringarhóps Stjórnvísi. Sæunn er með meistaragráðu í alþjóðastjórnun frá Stratchclyde University í Glasgow og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.“ Controlant er leiðandi í þróun á vöktunarlausnum á sviði aðfangakeðjunnar (e. Supply Chain). Segir að lausnir félagsins stuðli að öruggum, skilvirkum og rekjanlegum flutningi viðkvæmra lyfja og matvæla með sjálfbærni og lágmörkun sóunar að leiðarljósi. Vistaskipti Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Í tilkynningu segir að Áslaug hafi verið ráðin í stöðu forstöðumanns innleiðingasviðs, Jens í stöðu forstöðumanns vöruþróunar, Ragnhildur í stöðu forsetöðumanns markaðssviðs og Sæunn í stöðu forstöðumanns innkaupastýringar. „Áslaug S. Hafsteinsdóttir – forstöðumaður innleiðingasviðs (Vice President of Implementation) Áslaug mun byggja upp og leiða nýtt svið innan Controlant sem heldur utan um innleiðingar á lausnum hjá viðskiptavinum Controlant. Áður en Áslaug gekk til liðs við Controlant starfaði hún hjá Meniga í tíu ár við innleiðingu á hugbúnaði hjá alþjóðlegum fjármálastofnunum. Nú síðast starfaði hún sem forstöðumaður fjártækniþjónustu og leiddi þar áður verkefnastýringu Meniga. Þá starfaði Áslaug í hátt í 7 ár hjá Landsbankanum, meðal annars sem forstöðumaður áhættugreiningar. Áslaug er með MBA og B.Sc. gráðu í verkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Jens Bjarnason – forstöðumaður vöruþróunar (Chief Engineer) Jens er nýr yfirverkfræðingur hjá Controlant og leiðir hóp sérfræðinga sem spila lykilhlutverk í þróun á vöru- og lausnaframboði félagsins. Jens er kemur með mikla reynslu í farteskinu m.a. frá Marel þar sem hann starfaði í 26 ár. Jens hóf feril sinn hjá Marel sem forritari í hugbúnaðarþróun og varð síðar sölustjóri hugbúnaðar og loks yfirmaður Innova, hugbúnaðar Marel. sem er Marel.. Jens hóf feril sinn hjá Marel Jens er með MBA gráðu og B.Sc. í tölvunarfræði og iðnrekstrarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ragnhildur Ágústsdóttir – forstöðumaður markaðssviðs (Vice President of Marketing) Ragnhildur mun byggja upp og leiða markaðsmál Controlant. Ragnhildur er reyndur frumkvöðull og stjórnandi. Hún er annar stofnanda Lava Show í Vík í Mýrdal sem hlaut nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar 2021. Síðastliðin sex ár starfaði hún sem sölustjóri skrifstofu- og öryggislausna hjá Microsoft í Danmörku og á Íslandi og þar áður sem forstöðumaður Hýsingar og Reksturs hjá Advania. Þá var Ragnhildur stjórnandi á fjarskiptamarkaði um 5 ára skeið áður en hún starfaði sem stjórnendaráðgjafi hjá Expectus. Ragnhildur er með meistaragráðu í stefnumótun og stjórnun frá Copenhagen Business School og B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Sæunn Björk Þorkelsdóttir – forstöðumaður innkaupastýringar (Vice President of Procurement) Sæunn tók við stjórnendastöðu í innkaupum hjá Controlant í upphafi árs 2021 og leiðir nú nýtt innkaupasvið félagsins. Áður starfaði Sæunn sem forstöðumaður innkaupastýringar og kostnaðareftirlits hjá Eimskip í fjögur ár ásamt því að sinna ýmsum öðrum ábyrgðarverkefnum, m.a. að leiða þróun nýrrar einingar á alþjóðavísu, stýra innflutningadeild félagsins í Hamborg og gegna stöðu ferlastjóra á Íslandi. Um árabil kenndi Sæunn flutningafræði og vörustjórnun við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Ásamt þessu er Sæunn einnig formaður Innkaupa- og vörustýringarhóps Stjórnvísi. Sæunn er með meistaragráðu í alþjóðastjórnun frá Stratchclyde University í Glasgow og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.“ Controlant er leiðandi í þróun á vöktunarlausnum á sviði aðfangakeðjunnar (e. Supply Chain). Segir að lausnir félagsins stuðli að öruggum, skilvirkum og rekjanlegum flutningi viðkvæmra lyfja og matvæla með sjálfbærni og lágmörkun sóunar að leiðarljósi.
Vistaskipti Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira