Diljá segir hatur og mannfyrirlitningu vella upp úr séra Davíð Jakob Bjarnar skrifar 1. júní 2022 13:45 Diljá Mist spyr hvort ekki sé kominn tími á breytingar þegar upp úr Séra Davíð Þór velli daglega hatur og mannfyrirlitning. vísir/vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, 4. varaforseti Alþingis, vandar séra Davíð Þór Jónssyni sóknarpresti í Laugarneskirkju ekki kveðjurnar í pistli sem birtist í Fréttablaðinu. Pistillinn er ekki langur en þeim mun harðorðari. Hann hefst á hugleiðingum forsetans um að þekkt sé og skiljanlegt að fólk skipti um starfsvettvang yfir ævina í ljósi hækkandi aldurs. Fólk á miðjum aldrei sé orðið „eirðarlaust og gramt, jafnvel þannig að það smitist út í umhverfið, ætti e.t.v. að hugsa sér til hreyfings,“ skrifar Dilja og segir að hún og fleiri hafi orðið áskynja óstöðugrar hegðunar sóknarprests í Reykjavík. Segir prest misnota hempuna Hún segir að til prestsstarfa veljist menn sem búa yfir hæfileikanum að miðla málum en því sé ekki að fagna hvað þennan umrædda prest varðar. „Umræddur prestur nefnir tiltekið fólk fasista og dæmir það til helvítisvistar og réttlætir skrifin með vísan til Biblíunnar. Það er því sannarlega ekki hægt að aðgreina prestinn og persónuna,“ segir Diljá. Liggur þá fyrir, hafi einhver velkst þar í vafa um, að hún er að tala um Séra Davíð Þór en nýlegur pistill sem hann birti á Facebook hefur vakið mikla athygli og leiddi til þess að Agnes M. Sigurðardóttir biskup veitti honum áminningu. Diljá segir Davíð hafa notað hempuna og Guðs hús til að predika „eigin stjórnmálaskoðanir yfir fækkandi sóknarbörnum sínum. Ég er því fegin eins og fleiri að hann er ekki minn sóknarprestur. Þegar hatur og mannfyrirlitning er farin að vella daglega upp úr prestinum undir þeim formerkjum að hann sé kærleiksríkari og betri en aðrir, er þá ekki kominn tími á breytingar?“ Ræðst að forsætisráðherra sem tryggt hefur kirkjunni fjárhagslegt öryggi Fyrir liggur að Séra Davíð Þór er ekki í hávegum hafður meðal stjórnarliða en hann hefur gagnrýnt stjórnvöld harkalega í tengslum við fyrirhugaða brottvikningu hælisleitenda. Pistill þingmannsins tekur af öll tvímæli þar um. Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins birti grein í Morgunblaðinu í gær þar sem hann segir Séra Davíð hafa ráðist gegn forsætisráðherra með illmælgi, sem skjóti skökku við því það hafi verið undir forystu hans sem endurnýjað var kirkjujarðasamkomulag ríkis og kirkju sem hefur skapað kirkjunni fjárhagslegt sjálfstæði og öryggi.Vísir/vilhelm Þá birti Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokks grein í Morgunblaðinu í gær undir fyrirsögninni „Illmælgi klerks“ þar sem hann beinir einnig spjótum sínum að Séra Davíð Þór. Grein sinni lýkur hann á því að segja, eftir að hafa haldið því fram að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi mátt sitja undir „rætinni illmælgi“, að það skjóti skökku við. Því skemmst sé að minnast þess að undir „forystu forsætisráðherra hefur verið endurnýjað kirkjujarðasamkomulag ríkis og kirkju sem reynst hefur kirkjunni traustur bakhjarl og hefur gegnt lykilhlutverki í að skapa henni fjárhagslegt sjálfstæði og öryggi.“ Alþingi Þjóðkirkjan Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Biskup neitar að afhenda bréf sitt til séra Davíðs Þórs Biskupsstofa telur sig undanþegna upplýsingalögum og hefur neitað fyrirspurn Vísis þess efnis að fá að sjá bréf Agnesar M. Sigurðardóttur biskups til Séra Davíðs Þórs Jónssonar í Laugarneskirkju þar sem hún veitir honum formlega áminningu. 30. maí 2022 12:55 Segir einkennilegt að hægt sé að veita prestum tiltal fyrir Facebook-skrif Formaður Prestafélags Íslands segir einkennilegt að hægt sé að veita opinberum starfsmönnum formlegt tiltal fyrir skrif á Facebook. Hann segir að eðlilegra hefði verið að mál Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests hefði farið fyrir opinbera nefnd áður en honum var veitt tiltal. 27. maí 2022 17:00 „Hatursáróður getur aldrei beinst gegn valdhöfum“ Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju hafnar því að ummæli hans um að fyrirhugaður brottflutningur hátt í þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna falli undir fasisma sé haturso. Hann segir áhyggjuefni að flokksmenn VG skilji ekki merkingu hatursorðræðu. 27. maí 2022 12:16 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Pistillinn er ekki langur en þeim mun harðorðari. Hann hefst á hugleiðingum forsetans um að þekkt sé og skiljanlegt að fólk skipti um starfsvettvang yfir ævina í ljósi hækkandi aldurs. Fólk á miðjum aldrei sé orðið „eirðarlaust og gramt, jafnvel þannig að það smitist út í umhverfið, ætti e.t.v. að hugsa sér til hreyfings,“ skrifar Dilja og segir að hún og fleiri hafi orðið áskynja óstöðugrar hegðunar sóknarprests í Reykjavík. Segir prest misnota hempuna Hún segir að til prestsstarfa veljist menn sem búa yfir hæfileikanum að miðla málum en því sé ekki að fagna hvað þennan umrædda prest varðar. „Umræddur prestur nefnir tiltekið fólk fasista og dæmir það til helvítisvistar og réttlætir skrifin með vísan til Biblíunnar. Það er því sannarlega ekki hægt að aðgreina prestinn og persónuna,“ segir Diljá. Liggur þá fyrir, hafi einhver velkst þar í vafa um, að hún er að tala um Séra Davíð Þór en nýlegur pistill sem hann birti á Facebook hefur vakið mikla athygli og leiddi til þess að Agnes M. Sigurðardóttir biskup veitti honum áminningu. Diljá segir Davíð hafa notað hempuna og Guðs hús til að predika „eigin stjórnmálaskoðanir yfir fækkandi sóknarbörnum sínum. Ég er því fegin eins og fleiri að hann er ekki minn sóknarprestur. Þegar hatur og mannfyrirlitning er farin að vella daglega upp úr prestinum undir þeim formerkjum að hann sé kærleiksríkari og betri en aðrir, er þá ekki kominn tími á breytingar?“ Ræðst að forsætisráðherra sem tryggt hefur kirkjunni fjárhagslegt öryggi Fyrir liggur að Séra Davíð Þór er ekki í hávegum hafður meðal stjórnarliða en hann hefur gagnrýnt stjórnvöld harkalega í tengslum við fyrirhugaða brottvikningu hælisleitenda. Pistill þingmannsins tekur af öll tvímæli þar um. Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins birti grein í Morgunblaðinu í gær þar sem hann segir Séra Davíð hafa ráðist gegn forsætisráðherra með illmælgi, sem skjóti skökku við því það hafi verið undir forystu hans sem endurnýjað var kirkjujarðasamkomulag ríkis og kirkju sem hefur skapað kirkjunni fjárhagslegt sjálfstæði og öryggi.Vísir/vilhelm Þá birti Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokks grein í Morgunblaðinu í gær undir fyrirsögninni „Illmælgi klerks“ þar sem hann beinir einnig spjótum sínum að Séra Davíð Þór. Grein sinni lýkur hann á því að segja, eftir að hafa haldið því fram að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi mátt sitja undir „rætinni illmælgi“, að það skjóti skökku við. Því skemmst sé að minnast þess að undir „forystu forsætisráðherra hefur verið endurnýjað kirkjujarðasamkomulag ríkis og kirkju sem reynst hefur kirkjunni traustur bakhjarl og hefur gegnt lykilhlutverki í að skapa henni fjárhagslegt sjálfstæði og öryggi.“
Alþingi Þjóðkirkjan Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Biskup neitar að afhenda bréf sitt til séra Davíðs Þórs Biskupsstofa telur sig undanþegna upplýsingalögum og hefur neitað fyrirspurn Vísis þess efnis að fá að sjá bréf Agnesar M. Sigurðardóttur biskups til Séra Davíðs Þórs Jónssonar í Laugarneskirkju þar sem hún veitir honum formlega áminningu. 30. maí 2022 12:55 Segir einkennilegt að hægt sé að veita prestum tiltal fyrir Facebook-skrif Formaður Prestafélags Íslands segir einkennilegt að hægt sé að veita opinberum starfsmönnum formlegt tiltal fyrir skrif á Facebook. Hann segir að eðlilegra hefði verið að mál Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests hefði farið fyrir opinbera nefnd áður en honum var veitt tiltal. 27. maí 2022 17:00 „Hatursáróður getur aldrei beinst gegn valdhöfum“ Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju hafnar því að ummæli hans um að fyrirhugaður brottflutningur hátt í þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna falli undir fasisma sé haturso. Hann segir áhyggjuefni að flokksmenn VG skilji ekki merkingu hatursorðræðu. 27. maí 2022 12:16 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Biskup neitar að afhenda bréf sitt til séra Davíðs Þórs Biskupsstofa telur sig undanþegna upplýsingalögum og hefur neitað fyrirspurn Vísis þess efnis að fá að sjá bréf Agnesar M. Sigurðardóttur biskups til Séra Davíðs Þórs Jónssonar í Laugarneskirkju þar sem hún veitir honum formlega áminningu. 30. maí 2022 12:55
Segir einkennilegt að hægt sé að veita prestum tiltal fyrir Facebook-skrif Formaður Prestafélags Íslands segir einkennilegt að hægt sé að veita opinberum starfsmönnum formlegt tiltal fyrir skrif á Facebook. Hann segir að eðlilegra hefði verið að mál Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests hefði farið fyrir opinbera nefnd áður en honum var veitt tiltal. 27. maí 2022 17:00
„Hatursáróður getur aldrei beinst gegn valdhöfum“ Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju hafnar því að ummæli hans um að fyrirhugaður brottflutningur hátt í þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna falli undir fasisma sé haturso. Hann segir áhyggjuefni að flokksmenn VG skilji ekki merkingu hatursorðræðu. 27. maí 2022 12:16