Þú ert númer eitt í röðinni Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 1. júní 2022 14:00 Þegar rætt er um geðheilbrigðisþjónustu koma biðlistar fyrst upp í hugann. Samkvæmt nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er meðalbiðtími í heilsugæslu eftir sálfræðiþjónustu 16,4 vikur fyrir börn og 23,4 vikur hjá fullorðnum. Biðtími er frá einu ári til þriggja í öll teymi LSH sem sérhæfa sig í geðröskunum. Ég hvet áhugasama um þessi mál að lesa skýrsluna sem í raun segir að biðlistar og skortur á samhæfingu og samfellu í þjónustu sé meginvandi þessa kerfis. Margir hafa bent á að við þurfum nýja hugsun og aðferðir þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu, sérstaklega við börn og ungmenni þar sem áhersla á snemmtæka íhlutun ætti að vera forgangsmál. En er hægt að reka geðheilbrigðisþjónustu án biðlista? Bergið headspace veitir ungu fólki 12-25 ára ókeypis ráðgjöf og stuðning án skilyrða. Ráðgjöf Bergsins er veitt af fagaðilum með mikla þekkingu og reynslu úr klínísku starfi. Við hittum um og yfir 50 ungmenni í hverri viku og fer þeim hratt fjölgandi. Samtals hafa um 1.050 ungmenni sótt um þjónustu hjá okkur, þar af 230 á þessu ári. Hjá Berginu er meðalbiðtími eftir fyrsta viðtali frá umsókn um 8 dagar og enginn biðlisti. Ef erindið er brýnt fæst nær alltaf viðtal fyrr. Hvernig má það vera gæti einhver spurt? Þarf ekki að takmarka og búa til reglur og kassa til að veita svona þjónustu? Stutta svarið er nei. Við leggjum upp úr því að geta tekið á móti öllum. Fagfólk Bergsins headspace hlustar fyrst, metur svo og getur veitt bæði beina þjónustu en einnig aðstoðað ef viðkomandi þarf sérhæfðari þjónustu annars staðar í kerfunum. Það er samt sjaldnar en hitt. Í yfir 80% tilfella er nóg fyrir ungmenni að hitta okkar fagfólk, fá hlustun og hlýju, ráðgjöf og bjargráð og finna hvernig það sjálft getur unnið að því að líða betur. Í flestum tilfellum nægja 3-5 viðtöl. Þetta unga fólk er oft á biðlistum annars staðar og fer af þeim. Eða er á leiðinni að lenda á öðrum biðlistum, jafnvel inn á spítölum sem hvorki þau né kerfið vilja. Ungmennin koma oftast af eigin frumkvæði en eru líka send til okkar alls staðar að úr kerfunum okkar. Frá heilsugæslu, félagsþjónustu og barnavernd, Landsspítala og fleira. Bergið er að sýna sig sem mjög mikilvægur hlekkur í allri þjónustukeðjunni. Gögn um árangur Bergsins sýna að ungmennum líður marktækt betur við það að koma í viðtöl til ráðgjafa. Við erum að sinna mikilvægu starfi í snemmtækri íhlutun án tafa, sem skv. rannsóknum ætti að spara gríðarlega fjármuni seinna meir. Sambærilegar þjónustur fá umtalsverðan stuðning frá hinu opinbera í mörgum löndum sem við berum okkur saman við. Eins og Headspace í Ástralíu og í Danmörku, Jigsaw á Írlandi og Foundry í Kanada. Þessi úrræði eru á undan okkur í árum en eru að sýna sig sem gríðarlega mikilvæg í að efla geðheilsu ungs fólks á sínum svæðum. Við erum að sýna fram á árangur, við erum til staðar fyrir ungt fólk á Íslandi og við viljum halda því áfram. Eins og staðan er núna höfum við enga tryggingu fyrir stuðningi frá hinu opinbera og höfum rekið okkur á fjármagni sem inn kemur frá ári til árs, mest frá einstaklingum en einnig frá opinberum aðilum. Til þess að Bergið geti dafnað og aukið enn á þjónustu þurfum við skuldbindingu frá ríkisstjórn um meiri stuðning og til lengri tíma í senn. Að öðrum kosti er hætta á að okkar góða starf geti ekki haldið áfram. Með samstarfi við hið opinbera getum við stækkað og eflst og tryggt ráðgjöf og stuðning til ungmenna um allt land. Þannig getur Bergið orðið enn sterkari hlekkur í því að stuðla að betri geðheilsu og líðan ungs fólks á Íslandi, okkur öllum til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri Bergsins Headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Sigurþóra Bergsdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Þegar rætt er um geðheilbrigðisþjónustu koma biðlistar fyrst upp í hugann. Samkvæmt nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er meðalbiðtími í heilsugæslu eftir sálfræðiþjónustu 16,4 vikur fyrir börn og 23,4 vikur hjá fullorðnum. Biðtími er frá einu ári til þriggja í öll teymi LSH sem sérhæfa sig í geðröskunum. Ég hvet áhugasama um þessi mál að lesa skýrsluna sem í raun segir að biðlistar og skortur á samhæfingu og samfellu í þjónustu sé meginvandi þessa kerfis. Margir hafa bent á að við þurfum nýja hugsun og aðferðir þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu, sérstaklega við börn og ungmenni þar sem áhersla á snemmtæka íhlutun ætti að vera forgangsmál. En er hægt að reka geðheilbrigðisþjónustu án biðlista? Bergið headspace veitir ungu fólki 12-25 ára ókeypis ráðgjöf og stuðning án skilyrða. Ráðgjöf Bergsins er veitt af fagaðilum með mikla þekkingu og reynslu úr klínísku starfi. Við hittum um og yfir 50 ungmenni í hverri viku og fer þeim hratt fjölgandi. Samtals hafa um 1.050 ungmenni sótt um þjónustu hjá okkur, þar af 230 á þessu ári. Hjá Berginu er meðalbiðtími eftir fyrsta viðtali frá umsókn um 8 dagar og enginn biðlisti. Ef erindið er brýnt fæst nær alltaf viðtal fyrr. Hvernig má það vera gæti einhver spurt? Þarf ekki að takmarka og búa til reglur og kassa til að veita svona þjónustu? Stutta svarið er nei. Við leggjum upp úr því að geta tekið á móti öllum. Fagfólk Bergsins headspace hlustar fyrst, metur svo og getur veitt bæði beina þjónustu en einnig aðstoðað ef viðkomandi þarf sérhæfðari þjónustu annars staðar í kerfunum. Það er samt sjaldnar en hitt. Í yfir 80% tilfella er nóg fyrir ungmenni að hitta okkar fagfólk, fá hlustun og hlýju, ráðgjöf og bjargráð og finna hvernig það sjálft getur unnið að því að líða betur. Í flestum tilfellum nægja 3-5 viðtöl. Þetta unga fólk er oft á biðlistum annars staðar og fer af þeim. Eða er á leiðinni að lenda á öðrum biðlistum, jafnvel inn á spítölum sem hvorki þau né kerfið vilja. Ungmennin koma oftast af eigin frumkvæði en eru líka send til okkar alls staðar að úr kerfunum okkar. Frá heilsugæslu, félagsþjónustu og barnavernd, Landsspítala og fleira. Bergið er að sýna sig sem mjög mikilvægur hlekkur í allri þjónustukeðjunni. Gögn um árangur Bergsins sýna að ungmennum líður marktækt betur við það að koma í viðtöl til ráðgjafa. Við erum að sinna mikilvægu starfi í snemmtækri íhlutun án tafa, sem skv. rannsóknum ætti að spara gríðarlega fjármuni seinna meir. Sambærilegar þjónustur fá umtalsverðan stuðning frá hinu opinbera í mörgum löndum sem við berum okkur saman við. Eins og Headspace í Ástralíu og í Danmörku, Jigsaw á Írlandi og Foundry í Kanada. Þessi úrræði eru á undan okkur í árum en eru að sýna sig sem gríðarlega mikilvæg í að efla geðheilsu ungs fólks á sínum svæðum. Við erum að sýna fram á árangur, við erum til staðar fyrir ungt fólk á Íslandi og við viljum halda því áfram. Eins og staðan er núna höfum við enga tryggingu fyrir stuðningi frá hinu opinbera og höfum rekið okkur á fjármagni sem inn kemur frá ári til árs, mest frá einstaklingum en einnig frá opinberum aðilum. Til þess að Bergið geti dafnað og aukið enn á þjónustu þurfum við skuldbindingu frá ríkisstjórn um meiri stuðning og til lengri tíma í senn. Að öðrum kosti er hætta á að okkar góða starf geti ekki haldið áfram. Með samstarfi við hið opinbera getum við stækkað og eflst og tryggt ráðgjöf og stuðning til ungmenna um allt land. Þannig getur Bergið orðið enn sterkari hlekkur í því að stuðla að betri geðheilsu og líðan ungs fólks á Íslandi, okkur öllum til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri Bergsins Headspace.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar