Fjölmiðlanefnd úrskurðar Mannlífi í vil í deilu við Róbert Wessman Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2022 20:59 Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hafði betur gegn Róbert Wessman hjá Fjölmiðlanefnd. Vísir Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sólartúni ehf., fjölmiðlaveitu Mannlífs, hafi verið heimilt að synja beiðni Róberts Wessman um andsvör vegna umfjöllunar á vef Mannlífs í maí á þessu ári. Fjölmiðlanefnd barst kvörtun 24. maí síðastliðinn frá Lögmannsstofunni Valdimarsson fyrir hönd umbjóðanda hennar, Róberts Wessman. Í kvörtuninni var Fjölmiðlanefnd krafin íhlutunar á hendur Sólartúni ehf., fjölmiðlaveitu Mannlífs, Reyni Traustasyni, ritstjóra, og Gunnhildi Kjerúlf Birgisdóttur, blaðamanni, vegna synjunar um andsvör við umfjöllun Mannlífs um Róbert sem birtist 17. maí síðastliðinn. Umfjöllunin sem vísað var í birtist á vef Mannlífs undir fyrirsögninni „Lögreglan hefur enn ekki yfirheyrt Róbert Wessman: „Það er ekki búið að því““. Sama umfjöllun var jafnframt birt á ensku. Róbert mat það svo að Mannlíf hafi í umfjölluninni farið með rangt mál og ekki gætt að hlutleysi eða heimildum. „Væri umfjöllunin bæði óvönduð og bersýnilega röng með annarlegan hvata að leiðarljósi að mati kvartanda. Umfjöllunin bæri þess merki að kvartandi hafi haft aðkomu að innbroti á skrifstofur Mannlífs og fullyrt væri að lögreglan ætti eftir að yfirheyra kvartanda vegna málsins,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar. Þar segir að Róbert hafi krafist þess að Mannlíf myndi birta andsvar hans, bæði á íslensku og ensku, vegna umfjöllunarinnar. Honum hafi hins vegar verið synjað. Hann hafi í kjölfarið farið fram á að Fjölmiðlanefnd tryggði rétt hans til andsvara og vísað í 4. mgr. 36. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Að mati Fjölmiðlanefndar fólst andsvar Róberts í öðru en að leiðrétta staðreyndir. Niðurstaða nefndarinnar sé því sú að Sólartúni ehf. hafi verið heimilt að synja Róberti birtingu andsvara. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28 Kristjón játar á sig innbrotið í skrifstofu Mannlífs Kristjón Kormákur Guðjónsson hringdi í Reyni Traustason, ritstjóra Mannlífs, á dögunum og játaði skýlaust að hafa brotist inn í bíl hans og skrifstofu Mannlífs. 4. mars 2022 22:51 Segja játningu liggja fyrir í Mannlífsmálinu Ritstjórn Mannlífs segir þann sem braust inn á skrifstofu miðilsins og eyddi öllu efni af vef hans hafa sett sig í samband við ritstjóra og játað verknaðinn. 4. mars 2022 21:20 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Fjölmiðlanefnd barst kvörtun 24. maí síðastliðinn frá Lögmannsstofunni Valdimarsson fyrir hönd umbjóðanda hennar, Róberts Wessman. Í kvörtuninni var Fjölmiðlanefnd krafin íhlutunar á hendur Sólartúni ehf., fjölmiðlaveitu Mannlífs, Reyni Traustasyni, ritstjóra, og Gunnhildi Kjerúlf Birgisdóttur, blaðamanni, vegna synjunar um andsvör við umfjöllun Mannlífs um Róbert sem birtist 17. maí síðastliðinn. Umfjöllunin sem vísað var í birtist á vef Mannlífs undir fyrirsögninni „Lögreglan hefur enn ekki yfirheyrt Róbert Wessman: „Það er ekki búið að því““. Sama umfjöllun var jafnframt birt á ensku. Róbert mat það svo að Mannlíf hafi í umfjölluninni farið með rangt mál og ekki gætt að hlutleysi eða heimildum. „Væri umfjöllunin bæði óvönduð og bersýnilega röng með annarlegan hvata að leiðarljósi að mati kvartanda. Umfjöllunin bæri þess merki að kvartandi hafi haft aðkomu að innbroti á skrifstofur Mannlífs og fullyrt væri að lögreglan ætti eftir að yfirheyra kvartanda vegna málsins,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar. Þar segir að Róbert hafi krafist þess að Mannlíf myndi birta andsvar hans, bæði á íslensku og ensku, vegna umfjöllunarinnar. Honum hafi hins vegar verið synjað. Hann hafi í kjölfarið farið fram á að Fjölmiðlanefnd tryggði rétt hans til andsvara og vísað í 4. mgr. 36. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Að mati Fjölmiðlanefndar fólst andsvar Róberts í öðru en að leiðrétta staðreyndir. Niðurstaða nefndarinnar sé því sú að Sólartúni ehf. hafi verið heimilt að synja Róberti birtingu andsvara.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28 Kristjón játar á sig innbrotið í skrifstofu Mannlífs Kristjón Kormákur Guðjónsson hringdi í Reyni Traustason, ritstjóra Mannlífs, á dögunum og játaði skýlaust að hafa brotist inn í bíl hans og skrifstofu Mannlífs. 4. mars 2022 22:51 Segja játningu liggja fyrir í Mannlífsmálinu Ritstjórn Mannlífs segir þann sem braust inn á skrifstofu miðilsins og eyddi öllu efni af vef hans hafa sett sig í samband við ritstjóra og játað verknaðinn. 4. mars 2022 21:20 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28
Kristjón játar á sig innbrotið í skrifstofu Mannlífs Kristjón Kormákur Guðjónsson hringdi í Reyni Traustason, ritstjóra Mannlífs, á dögunum og játaði skýlaust að hafa brotist inn í bíl hans og skrifstofu Mannlífs. 4. mars 2022 22:51
Segja játningu liggja fyrir í Mannlífsmálinu Ritstjórn Mannlífs segir þann sem braust inn á skrifstofu miðilsins og eyddi öllu efni af vef hans hafa sett sig í samband við ritstjóra og játað verknaðinn. 4. mars 2022 21:20