Real Madrid stendur með Liverpool og krefst svara frá UEFA Valur Páll Eiríksson skrifar 3. júní 2022 13:32 Lögregla sprautar táragasi yfir stuðningsmenn Liverpool á laugardagskvöld. Matthias Hangst/Getty Images Meistaradeildarmeistarar Real Madrid hafa farið fram á svör frá Evrópska knattspyrnusambandinu vegna „raða óheppilegra atburða“ þegar úrslit Meistaradeildarinnar milli liðsins og Liverpool fór fram í París síðasta laugardag. Margt hefur verið rætt og ritað um leikinn sem frestaðist um 36 mínútur þar sem aðdáendur Liverpool komust ekki inn á völlinn. Fjölmargar sögur frá stuðningsmönnum Liverpool sem segjast ekkert hafa af sér gert hafa flogið um vefinn. Táragasi var sprautað yfir fólk og mikill troðningur myndaðist er fólk beið klukkustundum saman eftir að komast inn á völlinn. Frönsk yfirvöld hafa kennt stuðningsmönnum um það sem átti sér stað við dræmar undirtektir. Billy Hogan, framkvæmdastjóri Liverpool, sagði umsögn Frakka skammarlega og Liverpool hefur gert kröfu um svör, líkt og Real. Í yfirlýsingu sinni sagði Real „röð óheppilegra atburða“ hafa átt sér stað „í kringum völlinn og við miðahlið á Stade de France, jafnvel innan vallarins sjálfs“ og að stuðningsmenn hafi verið fórnarlömb aðstæðnanna. „Við viljum vita ástæðurnar að baki þeirri ákvörðun að þessi staðsetning var valin til að halda úrslitaleikinn og hvaða viðmið voru viðhöfð í valinu,“ segir í yfirlýsingu Real Madrid. UEFA hefur þegar tilkynnt um óháða rannsókn á atvikum laugardagsins. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Margt hefur verið rætt og ritað um leikinn sem frestaðist um 36 mínútur þar sem aðdáendur Liverpool komust ekki inn á völlinn. Fjölmargar sögur frá stuðningsmönnum Liverpool sem segjast ekkert hafa af sér gert hafa flogið um vefinn. Táragasi var sprautað yfir fólk og mikill troðningur myndaðist er fólk beið klukkustundum saman eftir að komast inn á völlinn. Frönsk yfirvöld hafa kennt stuðningsmönnum um það sem átti sér stað við dræmar undirtektir. Billy Hogan, framkvæmdastjóri Liverpool, sagði umsögn Frakka skammarlega og Liverpool hefur gert kröfu um svör, líkt og Real. Í yfirlýsingu sinni sagði Real „röð óheppilegra atburða“ hafa átt sér stað „í kringum völlinn og við miðahlið á Stade de France, jafnvel innan vallarins sjálfs“ og að stuðningsmenn hafi verið fórnarlömb aðstæðnanna. „Við viljum vita ástæðurnar að baki þeirri ákvörðun að þessi staðsetning var valin til að halda úrslitaleikinn og hvaða viðmið voru viðhöfð í valinu,“ segir í yfirlýsingu Real Madrid. UEFA hefur þegar tilkynnt um óháða rannsókn á atvikum laugardagsins.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira