„Skítsama þó að einhver afskrifi mig“ Sindri Sverrisson skrifar 4. júní 2022 08:00 Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar þeirra í Magdeburg fögnuðu vel eftir að meistaratitillinn var í höfn, sá fyrsti sem Magdeburg vinnur frá árinu 2001. Getty/Ronny Hartmann „Það var trallað og sungið og dansað með stuðningsmönnunum. Þetta var geðveikt kvöld og alveg ógleymanleg stund að verða þýskur meistari. Ólýsanlegt augnablik,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, nýkrýndur Þýskalandsmeistari í handbolta. Gísli er 22 ára gamall FH-ingur en hefur þegar verið fjögur ár í atvinnumennsku. Tímabilið í ár var þó það fyrsta í Þýskalandi þar sem að meiðsli héldu honum ekki frá keppni drjúgan hluta vetrar og þeirri staðreynd fagnar hann ekki síður en langþráðum meistaratitli Magdeburg. „Maður er búinn að vera í bullandi veseni síðustu ár, með axlirnar og allt það, og fyrir mér er stærsti sigurinn að vera að komast í gegnum heilt tímabil,“ segir Gísli sem fagnaði titlinum með félaga sínum úr landsliðinu, Ómari Inga Magnússyni, pabba sínum Kristjáni Arasyni, kærustu sinni Rannveigu Bjarnadóttur og bæjarbúum í Madgeburg. „Það er sturlað að vinna titilinn en ég er hrikalega ánægður með að hafa haldist þannig séð heill allt tímabilið. Þetta er fyrsta tímabilið síðan ég var á Íslandi þar sem ég næ að spila heilt handboltatímabil – bara frá því að ég var 17 eða 18 ára. Það er svakalega stórt skref fyrir mig og að þetta skuli svo hafa farið svona, að við vinnum titilinn, er enn stærri bónus,“ segir Gísli. Hann fór frá FH til Kiel sumarið 2018 en Kiel leyfði honum að fara í janúar 2020. Gísli tekur undir að það sé alls ekki leiðinlegt að enda núna fyrir ofan Kiel og hafa átt þátt í að breyta Magdeburg í besta lið Þýskalands, á kostnað Kiel. Markvörðurinn Jannick Green beindi kampavíninu að Gísla Þorgeiri Kristjánssyni í meistarafögnuðinum en Gísli hefur átt frábæran vetur og skorað 78 mörk í þýsku deildinni og er fjórði markahæstur hjá Magdeburg. Ómar Ingi er markahæstur í deildinni með 218 mörk.Getty/Ronny Hartmann „Ómetanlegt að fá þetta traust“ Hann hefur væntanlega einnig orðið var við raddir manna sem höfðu afskrifað hann vegna sinna meiðsla, eða hvað? „Menn máttu alveg afskrifa mig en það fór bara inn um annað eyrað og út um hitt. Það var ekki annað í stöðunni hjá mér en að standa aftur upp og koma mér aftur á beinu brautina. Mér er skítsama þó að einhver afskrifi mig og ég skráði mig alla vega rækilega inn aftur núna. Það er ómetanlegt að fá þetta traust hjá Magdeburg frá þjálfaranum til að spila svona mikið og það hefur allt verið á réttri leið hvað handboltann varðar. Þegar maður fær svona stöðugt mikinn spiltíma þá þokast allt í rétta átt,“ segir Gísli. View this post on Instagram A post shared by SC Magdeburg (@scmagdeburg) Magdeburg á enn tvo leiki eftir en tryggði sér þýska meistaratitilinn með heimasigri gegn Balingen sem gaf liðinu átta stiga forskot á næsta lið, Kiel. Gísli og félagar hafa farið á kostum alla leiktíðina og aðdragandinn að sigurstundinni í fyrrakvöld var því langur: „Það voru allir búnir að óska manni til hamingju með titilinn um áramótin sem er auðvitað mjög steikt því það er aldrei neitt klárt í þessu. Það var eins og verið væri að spila með hausinn á manni og að menn vonuðust til að á endanum myndi allt fokkast upp hjá okkur. En við náðum alltaf að halda einbeitingu og gera okkar,“ segir Gísli og tekur undir að menn megi vera stoltir. Ætla sér stóra hluti í Meistaradeild Evrópu „Við erum hrikalega stoltir. Þetta eru bara tveir tapaðir leikir eftir 32 umferðir. Þetta hefur verið svakalegur stöðugleiki hjá okkur og það snýst allt um það – að halda alltaf dampi. Það geta allir tapað gegn öllum í þessari deild og þetta snýst ekki bara um að vinna leikina við Berlín og Kiel, heldur öll þessi lið. Lübbecke vann til dæmis Kiel og Balingen tók stig gegn Berlín og Flensburg, þannig að botnliðin hafa alveg tekið stig gegn stóru liðunum. Í fyrra brenndum við okkur á þessu – töpuðum til dæmis gegn Balingen á heimavelli – og þetta eru leikirnir sem vinna titilinn. Og Gísli er hungraður í meira: „Við ætlum að taka titilinn aftur á næsta tímabili og svo er það Meistaradeild Evrópu sem ég er helvíti spenntur fyrir. Það verður geðveikt að spila þar og láta til sín taka þar í alvöru leikjum. Við ætlum að fara sem lengst í Meistaradeildinni.“ Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Gísli er 22 ára gamall FH-ingur en hefur þegar verið fjögur ár í atvinnumennsku. Tímabilið í ár var þó það fyrsta í Þýskalandi þar sem að meiðsli héldu honum ekki frá keppni drjúgan hluta vetrar og þeirri staðreynd fagnar hann ekki síður en langþráðum meistaratitli Magdeburg. „Maður er búinn að vera í bullandi veseni síðustu ár, með axlirnar og allt það, og fyrir mér er stærsti sigurinn að vera að komast í gegnum heilt tímabil,“ segir Gísli sem fagnaði titlinum með félaga sínum úr landsliðinu, Ómari Inga Magnússyni, pabba sínum Kristjáni Arasyni, kærustu sinni Rannveigu Bjarnadóttur og bæjarbúum í Madgeburg. „Það er sturlað að vinna titilinn en ég er hrikalega ánægður með að hafa haldist þannig séð heill allt tímabilið. Þetta er fyrsta tímabilið síðan ég var á Íslandi þar sem ég næ að spila heilt handboltatímabil – bara frá því að ég var 17 eða 18 ára. Það er svakalega stórt skref fyrir mig og að þetta skuli svo hafa farið svona, að við vinnum titilinn, er enn stærri bónus,“ segir Gísli. Hann fór frá FH til Kiel sumarið 2018 en Kiel leyfði honum að fara í janúar 2020. Gísli tekur undir að það sé alls ekki leiðinlegt að enda núna fyrir ofan Kiel og hafa átt þátt í að breyta Magdeburg í besta lið Þýskalands, á kostnað Kiel. Markvörðurinn Jannick Green beindi kampavíninu að Gísla Þorgeiri Kristjánssyni í meistarafögnuðinum en Gísli hefur átt frábæran vetur og skorað 78 mörk í þýsku deildinni og er fjórði markahæstur hjá Magdeburg. Ómar Ingi er markahæstur í deildinni með 218 mörk.Getty/Ronny Hartmann „Ómetanlegt að fá þetta traust“ Hann hefur væntanlega einnig orðið var við raddir manna sem höfðu afskrifað hann vegna sinna meiðsla, eða hvað? „Menn máttu alveg afskrifa mig en það fór bara inn um annað eyrað og út um hitt. Það var ekki annað í stöðunni hjá mér en að standa aftur upp og koma mér aftur á beinu brautina. Mér er skítsama þó að einhver afskrifi mig og ég skráði mig alla vega rækilega inn aftur núna. Það er ómetanlegt að fá þetta traust hjá Magdeburg frá þjálfaranum til að spila svona mikið og það hefur allt verið á réttri leið hvað handboltann varðar. Þegar maður fær svona stöðugt mikinn spiltíma þá þokast allt í rétta átt,“ segir Gísli. View this post on Instagram A post shared by SC Magdeburg (@scmagdeburg) Magdeburg á enn tvo leiki eftir en tryggði sér þýska meistaratitilinn með heimasigri gegn Balingen sem gaf liðinu átta stiga forskot á næsta lið, Kiel. Gísli og félagar hafa farið á kostum alla leiktíðina og aðdragandinn að sigurstundinni í fyrrakvöld var því langur: „Það voru allir búnir að óska manni til hamingju með titilinn um áramótin sem er auðvitað mjög steikt því það er aldrei neitt klárt í þessu. Það var eins og verið væri að spila með hausinn á manni og að menn vonuðust til að á endanum myndi allt fokkast upp hjá okkur. En við náðum alltaf að halda einbeitingu og gera okkar,“ segir Gísli og tekur undir að menn megi vera stoltir. Ætla sér stóra hluti í Meistaradeild Evrópu „Við erum hrikalega stoltir. Þetta eru bara tveir tapaðir leikir eftir 32 umferðir. Þetta hefur verið svakalegur stöðugleiki hjá okkur og það snýst allt um það – að halda alltaf dampi. Það geta allir tapað gegn öllum í þessari deild og þetta snýst ekki bara um að vinna leikina við Berlín og Kiel, heldur öll þessi lið. Lübbecke vann til dæmis Kiel og Balingen tók stig gegn Berlín og Flensburg, þannig að botnliðin hafa alveg tekið stig gegn stóru liðunum. Í fyrra brenndum við okkur á þessu – töpuðum til dæmis gegn Balingen á heimavelli – og þetta eru leikirnir sem vinna titilinn. Og Gísli er hungraður í meira: „Við ætlum að taka titilinn aftur á næsta tímabili og svo er það Meistaradeild Evrópu sem ég er helvíti spenntur fyrir. Það verður geðveikt að spila þar og láta til sín taka þar í alvöru leikjum. Við ætlum að fara sem lengst í Meistaradeildinni.“
Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira