Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2022 20:57 Lögreglan í Hong Kong hefur afskipti af konu sem var á göngu nærri Viktoríugarði í dag. Getty/Louise Delmotte Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. Hundruð söfnuðust saman í Taipei í Taívan til þess að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar fyrir 33 árum síðan. Á meginlandi Kína hafa yfirvöld bannað jafnvel hinar minnstu tilvitnanir í mótmælin þann 4. júní 1989 og Taívan því eini staðurinn í hinum kínverskumælandi heimi þar sem þeirra má minnast. Mótmælin 1989 voru kæfð niður eftir að Li Peng, forseti alþýðulýðveldisins, lýsti yfir herlögum en mótmælin höfðu staðið yfir í margar vikur. Talið er að allt að mörg þúsund stúdentar hafilátist í átökunum en sú tala hefur aldrei verið staðfest. Aðgerðasinnar sem komu saman í Taipei til að minnast voðaverkanna höfðu látið endurgera minnisvarðann Pillar of Shame, sem búið var að koma fyrir á Frelsistorgi í Taipei þar sem minningarathöfnin fór fram. Minnisvarðinn er um mótmælin á Torgi hins himneska friðar og hafði í tvo áratugi staðið á skólalóð háskóla í Hong Kong. Minnisvarðinn var hins vegar fjarlægður þaðan í desember, án nokkurra haldbærra skýringar, og fjarlægingin því talin enn ein vísbendingin um að kínversk stjórnvöld séu að ná þar auknum áhrifum. Carrie Lam leiðtogi heimastjórnar Hong Kong sagði í vikunni að litið væri á nokkrar samkomur til að minnast mótmælanna á Torgi hins himneska friðar sem ógn við þjóðaröryggi. Vitnaði hún þá í umdeild öryggislög sem innleidd voru í Hong Kong fyrir nokkrum árum og samin voru af yfirvöldum í Kína. Þá var búið að girða af alla innganga að Viktoríugarði, almenningsgarði í hjarta Hong Kong þar sem minningarathöfn um voðaverkin hefur verið haldin árlega, þar til 2020. Þá var búið að segja upp skilti við inngangana þar sem fólk var varað við því að taka þátt í ólöglegum samkomum. Hundruð lögreglumanna, sumir með leitarhunda sér við hlið, voru á vappi um garðinn í dag og stöðvuðu fólk sem þar var á gangi. Minningarathafnir um atburðinn hafa, eins og áður sagði, ekki farið fram í Hong Kong síðan 2019 þegar 180 þúsund söfnuðust saman í Viktoríugarði. Síðan þá hafa yfirvöld borið fyrir sig kórónuveirufaraldurinn þegar þau hafa bannað slíkar fjöldasamkomur. Hong Kong Kína Taívan Tengdar fréttir Minnisvarði um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar fjarlægður í Hong Kong Minningarstytta í Hong Kong um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar var tekin niður í gærkvöldi. 23. desember 2021 09:34 Skipuleggjendur minningarathafnar ákærðir fyrir að ógna þjóðaröryggi Skipuleggjendur minningarathafnar um ódæðisverkin sem framin voru á Torgi hins himneska friðar hafa verið ákærðir fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi Hong Kong. 10. september 2021 16:03 Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Sjá meira
Hundruð söfnuðust saman í Taipei í Taívan til þess að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar fyrir 33 árum síðan. Á meginlandi Kína hafa yfirvöld bannað jafnvel hinar minnstu tilvitnanir í mótmælin þann 4. júní 1989 og Taívan því eini staðurinn í hinum kínverskumælandi heimi þar sem þeirra má minnast. Mótmælin 1989 voru kæfð niður eftir að Li Peng, forseti alþýðulýðveldisins, lýsti yfir herlögum en mótmælin höfðu staðið yfir í margar vikur. Talið er að allt að mörg þúsund stúdentar hafilátist í átökunum en sú tala hefur aldrei verið staðfest. Aðgerðasinnar sem komu saman í Taipei til að minnast voðaverkanna höfðu látið endurgera minnisvarðann Pillar of Shame, sem búið var að koma fyrir á Frelsistorgi í Taipei þar sem minningarathöfnin fór fram. Minnisvarðinn er um mótmælin á Torgi hins himneska friðar og hafði í tvo áratugi staðið á skólalóð háskóla í Hong Kong. Minnisvarðinn var hins vegar fjarlægður þaðan í desember, án nokkurra haldbærra skýringar, og fjarlægingin því talin enn ein vísbendingin um að kínversk stjórnvöld séu að ná þar auknum áhrifum. Carrie Lam leiðtogi heimastjórnar Hong Kong sagði í vikunni að litið væri á nokkrar samkomur til að minnast mótmælanna á Torgi hins himneska friðar sem ógn við þjóðaröryggi. Vitnaði hún þá í umdeild öryggislög sem innleidd voru í Hong Kong fyrir nokkrum árum og samin voru af yfirvöldum í Kína. Þá var búið að girða af alla innganga að Viktoríugarði, almenningsgarði í hjarta Hong Kong þar sem minningarathöfn um voðaverkin hefur verið haldin árlega, þar til 2020. Þá var búið að segja upp skilti við inngangana þar sem fólk var varað við því að taka þátt í ólöglegum samkomum. Hundruð lögreglumanna, sumir með leitarhunda sér við hlið, voru á vappi um garðinn í dag og stöðvuðu fólk sem þar var á gangi. Minningarathafnir um atburðinn hafa, eins og áður sagði, ekki farið fram í Hong Kong síðan 2019 þegar 180 þúsund söfnuðust saman í Viktoríugarði. Síðan þá hafa yfirvöld borið fyrir sig kórónuveirufaraldurinn þegar þau hafa bannað slíkar fjöldasamkomur.
Hong Kong Kína Taívan Tengdar fréttir Minnisvarði um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar fjarlægður í Hong Kong Minningarstytta í Hong Kong um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar var tekin niður í gærkvöldi. 23. desember 2021 09:34 Skipuleggjendur minningarathafnar ákærðir fyrir að ógna þjóðaröryggi Skipuleggjendur minningarathafnar um ódæðisverkin sem framin voru á Torgi hins himneska friðar hafa verið ákærðir fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi Hong Kong. 10. september 2021 16:03 Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Sjá meira
Minnisvarði um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar fjarlægður í Hong Kong Minningarstytta í Hong Kong um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar var tekin niður í gærkvöldi. 23. desember 2021 09:34
Skipuleggjendur minningarathafnar ákærðir fyrir að ógna þjóðaröryggi Skipuleggjendur minningarathafnar um ódæðisverkin sem framin voru á Torgi hins himneska friðar hafa verið ákærðir fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi Hong Kong. 10. september 2021 16:03
Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08