Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2022 20:57 Lögreglan í Hong Kong hefur afskipti af konu sem var á göngu nærri Viktoríugarði í dag. Getty/Louise Delmotte Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. Hundruð söfnuðust saman í Taipei í Taívan til þess að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar fyrir 33 árum síðan. Á meginlandi Kína hafa yfirvöld bannað jafnvel hinar minnstu tilvitnanir í mótmælin þann 4. júní 1989 og Taívan því eini staðurinn í hinum kínverskumælandi heimi þar sem þeirra má minnast. Mótmælin 1989 voru kæfð niður eftir að Li Peng, forseti alþýðulýðveldisins, lýsti yfir herlögum en mótmælin höfðu staðið yfir í margar vikur. Talið er að allt að mörg þúsund stúdentar hafilátist í átökunum en sú tala hefur aldrei verið staðfest. Aðgerðasinnar sem komu saman í Taipei til að minnast voðaverkanna höfðu látið endurgera minnisvarðann Pillar of Shame, sem búið var að koma fyrir á Frelsistorgi í Taipei þar sem minningarathöfnin fór fram. Minnisvarðinn er um mótmælin á Torgi hins himneska friðar og hafði í tvo áratugi staðið á skólalóð háskóla í Hong Kong. Minnisvarðinn var hins vegar fjarlægður þaðan í desember, án nokkurra haldbærra skýringar, og fjarlægingin því talin enn ein vísbendingin um að kínversk stjórnvöld séu að ná þar auknum áhrifum. Carrie Lam leiðtogi heimastjórnar Hong Kong sagði í vikunni að litið væri á nokkrar samkomur til að minnast mótmælanna á Torgi hins himneska friðar sem ógn við þjóðaröryggi. Vitnaði hún þá í umdeild öryggislög sem innleidd voru í Hong Kong fyrir nokkrum árum og samin voru af yfirvöldum í Kína. Þá var búið að girða af alla innganga að Viktoríugarði, almenningsgarði í hjarta Hong Kong þar sem minningarathöfn um voðaverkin hefur verið haldin árlega, þar til 2020. Þá var búið að segja upp skilti við inngangana þar sem fólk var varað við því að taka þátt í ólöglegum samkomum. Hundruð lögreglumanna, sumir með leitarhunda sér við hlið, voru á vappi um garðinn í dag og stöðvuðu fólk sem þar var á gangi. Minningarathafnir um atburðinn hafa, eins og áður sagði, ekki farið fram í Hong Kong síðan 2019 þegar 180 þúsund söfnuðust saman í Viktoríugarði. Síðan þá hafa yfirvöld borið fyrir sig kórónuveirufaraldurinn þegar þau hafa bannað slíkar fjöldasamkomur. Hong Kong Kína Taívan Tengdar fréttir Minnisvarði um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar fjarlægður í Hong Kong Minningarstytta í Hong Kong um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar var tekin niður í gærkvöldi. 23. desember 2021 09:34 Skipuleggjendur minningarathafnar ákærðir fyrir að ógna þjóðaröryggi Skipuleggjendur minningarathafnar um ódæðisverkin sem framin voru á Torgi hins himneska friðar hafa verið ákærðir fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi Hong Kong. 10. september 2021 16:03 Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Hundruð söfnuðust saman í Taipei í Taívan til þess að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar fyrir 33 árum síðan. Á meginlandi Kína hafa yfirvöld bannað jafnvel hinar minnstu tilvitnanir í mótmælin þann 4. júní 1989 og Taívan því eini staðurinn í hinum kínverskumælandi heimi þar sem þeirra má minnast. Mótmælin 1989 voru kæfð niður eftir að Li Peng, forseti alþýðulýðveldisins, lýsti yfir herlögum en mótmælin höfðu staðið yfir í margar vikur. Talið er að allt að mörg þúsund stúdentar hafilátist í átökunum en sú tala hefur aldrei verið staðfest. Aðgerðasinnar sem komu saman í Taipei til að minnast voðaverkanna höfðu látið endurgera minnisvarðann Pillar of Shame, sem búið var að koma fyrir á Frelsistorgi í Taipei þar sem minningarathöfnin fór fram. Minnisvarðinn er um mótmælin á Torgi hins himneska friðar og hafði í tvo áratugi staðið á skólalóð háskóla í Hong Kong. Minnisvarðinn var hins vegar fjarlægður þaðan í desember, án nokkurra haldbærra skýringar, og fjarlægingin því talin enn ein vísbendingin um að kínversk stjórnvöld séu að ná þar auknum áhrifum. Carrie Lam leiðtogi heimastjórnar Hong Kong sagði í vikunni að litið væri á nokkrar samkomur til að minnast mótmælanna á Torgi hins himneska friðar sem ógn við þjóðaröryggi. Vitnaði hún þá í umdeild öryggislög sem innleidd voru í Hong Kong fyrir nokkrum árum og samin voru af yfirvöldum í Kína. Þá var búið að girða af alla innganga að Viktoríugarði, almenningsgarði í hjarta Hong Kong þar sem minningarathöfn um voðaverkin hefur verið haldin árlega, þar til 2020. Þá var búið að segja upp skilti við inngangana þar sem fólk var varað við því að taka þátt í ólöglegum samkomum. Hundruð lögreglumanna, sumir með leitarhunda sér við hlið, voru á vappi um garðinn í dag og stöðvuðu fólk sem þar var á gangi. Minningarathafnir um atburðinn hafa, eins og áður sagði, ekki farið fram í Hong Kong síðan 2019 þegar 180 þúsund söfnuðust saman í Viktoríugarði. Síðan þá hafa yfirvöld borið fyrir sig kórónuveirufaraldurinn þegar þau hafa bannað slíkar fjöldasamkomur.
Hong Kong Kína Taívan Tengdar fréttir Minnisvarði um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar fjarlægður í Hong Kong Minningarstytta í Hong Kong um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar var tekin niður í gærkvöldi. 23. desember 2021 09:34 Skipuleggjendur minningarathafnar ákærðir fyrir að ógna þjóðaröryggi Skipuleggjendur minningarathafnar um ódæðisverkin sem framin voru á Torgi hins himneska friðar hafa verið ákærðir fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi Hong Kong. 10. september 2021 16:03 Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Minnisvarði um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar fjarlægður í Hong Kong Minningarstytta í Hong Kong um blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar var tekin niður í gærkvöldi. 23. desember 2021 09:34
Skipuleggjendur minningarathafnar ákærðir fyrir að ógna þjóðaröryggi Skipuleggjendur minningarathafnar um ódæðisverkin sem framin voru á Torgi hins himneska friðar hafa verið ákærðir fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi Hong Kong. 10. september 2021 16:03
Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08