Tiger King stjarnan Doc Antle handtekin fyrir peningaþvætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2022 23:12 Doc Antle hefur ítrekað verið sakaður um að fara illa með dýrin sín. Getty/AP Tiger King stjarnan Bhagavan „Doc“ Antle hefur verið handtekinn af bandarísku alríkislögreglunni, FBI, og verður færður fyrir dómara á mánudag þar sem hann verður ákærður fyrir peningaþvætti. Þetta hefur fréttastofa AP eftir heimildum en fram kemur í fréttinni að ákæran verði á alríkisstigi, sem getur leitt til mun harðari refsingar en annars. Lögreglumenn FBI handtóku Antle á föstudag og honum verður haldið í gæsluvarðhaldi í J. Reuben Long gæsluvarðhaldsfangelsinu í Conway í Suður-Karólínu yfir helgina. Antle er eigandi vinsæla Myrtle Beach dýragarðsins í Suður-Karólínu. Hann vakti mikla athygli þegar honum brá fyrir í Netflix-þáttunum Tiger King: Murder, Mayhem and Madenss, sem voru gefnir út á streymisveitunni árið 2020. Þættirnir eru heimildaþættir og fjölluðu um þá sem rækta tígrisdýr og reka dýragarða fyrir stóra ketti í Bandaríkjunum. Áhersla var lögð á Joe Exotic, sem rak einn slíkan dýragarð í Oklahoma, og hefur verið skotspónn dýravelferðarsinna fyrir meint dýraníð og var svo sakfelldur og dæmdur í fangelsi fyrir að hafa skipulagt morð á óvini sínum Carole Baskin. Talið er líklegt að ákærurnar, sem gefnar verða út á hendur Antle, tengist ásökunum um peningaþvætti. Þetta hefur AP eftir heimildamanni. Doc Antle hefur verið handtekinn fyrir peningaþvætti.AP/Fógetaembætti Horry Sýslu Dýravelferðarsinnar hafa sakað Antle um að hlúa illa að dýrunum sínum, ljónum og fleiri dýrum. Hann var árið 2020 ákærður fyrir dýraníð í Virginíu og fyrir smygl á dýrum. Í maí á þessu ári óskuðu samtökin People for the Ethical Treatment of Animals eftir því við skattyfirvöld í Bandaríkjunum að rannsaka Rare Species Fund, sjóð í eigu Antler sem átti að stuðla að verndun dýralífs. Dýraverndunarsamtökin PETA hafa haldið því fram að hluti sjóðspeninganna hafi farið í dýragarðinn hans í Myrtle Beach, sem er brot á lögum um peningaþvætti. Aðalmeðferð í máli hans í Virginíu mun fara fram í næsta mánuði en hann er ákærður fyrir brot á lögum um smygl á dýrum og fyrir að hafa brotið slík lög af yfirlögðu ráði. Þau brot eru á alríkisstigi. Þá er hann einnig ákærður fyrir þrettán minniháttar brot á lögum um dýr í útrýmingarhættu og fyrir slæma meðferð á dýrum í tengslum við flutning hans á ljónshvolpum. Antle á langan sakaferil, sem rekja má allt aftur til ársins 1989 þegar hann var sektaður fyrir að hafa yfirgefið dádýr og páfugla í dýragarðinum sínum í Virginíu. Síðan þá hefur hann brotið lög um dýravelferð oftar en 35 sinnum. Bandaríkin Dýraheilbrigði Netflix Tengdar fréttir Joe Exotic sækir um skilnað Joe Exotic, betur þekktur sem „tígrisdýrakonungurinn“, hefur sagt skilið við hjónaband sitt við Dillon Passage og sótt um skilnað. Passage, sem er 34 árum yngri en eiginmaður hans, er nú þegar fluttur inn með nýjum kærasta. 31. mars 2022 22:02 Dómur Joe Exotic styttur í dag Bandarískur dómari í Oklahoma-borg mun í dag ákveða nýja refsingu fyrir Joseph Maldonado -Passage, sem er betur þekktur sem Joe Exotic eða „Tígrisdýrakonungurinn“. Það er eftir að áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að stytta ætti dóm sem hann hlaut fyrir að reyna að ráða leigumorðingja til að myrða óvin sinn. 28. janúar 2022 13:19 Baskin-hjónin stefna Netflix vegna Tiger King 2 Carole Baskin, erkióvinur tígrisdýraræktandans Joe Exotic, hefur kært streymisveituna Netflix vegna þess sem hún vill meina að sé stórfellt brot á samningum sem varða notkun á myndefni af henni og eiginmanni hennar í stiklu annarrar þáttaraðar Tiger King sem frumsýnd verður síðar í mánuðinum. 2. nóvember 2021 07:48 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Þetta hefur fréttastofa AP eftir heimildum en fram kemur í fréttinni að ákæran verði á alríkisstigi, sem getur leitt til mun harðari refsingar en annars. Lögreglumenn FBI handtóku Antle á föstudag og honum verður haldið í gæsluvarðhaldi í J. Reuben Long gæsluvarðhaldsfangelsinu í Conway í Suður-Karólínu yfir helgina. Antle er eigandi vinsæla Myrtle Beach dýragarðsins í Suður-Karólínu. Hann vakti mikla athygli þegar honum brá fyrir í Netflix-þáttunum Tiger King: Murder, Mayhem and Madenss, sem voru gefnir út á streymisveitunni árið 2020. Þættirnir eru heimildaþættir og fjölluðu um þá sem rækta tígrisdýr og reka dýragarða fyrir stóra ketti í Bandaríkjunum. Áhersla var lögð á Joe Exotic, sem rak einn slíkan dýragarð í Oklahoma, og hefur verið skotspónn dýravelferðarsinna fyrir meint dýraníð og var svo sakfelldur og dæmdur í fangelsi fyrir að hafa skipulagt morð á óvini sínum Carole Baskin. Talið er líklegt að ákærurnar, sem gefnar verða út á hendur Antle, tengist ásökunum um peningaþvætti. Þetta hefur AP eftir heimildamanni. Doc Antle hefur verið handtekinn fyrir peningaþvætti.AP/Fógetaembætti Horry Sýslu Dýravelferðarsinnar hafa sakað Antle um að hlúa illa að dýrunum sínum, ljónum og fleiri dýrum. Hann var árið 2020 ákærður fyrir dýraníð í Virginíu og fyrir smygl á dýrum. Í maí á þessu ári óskuðu samtökin People for the Ethical Treatment of Animals eftir því við skattyfirvöld í Bandaríkjunum að rannsaka Rare Species Fund, sjóð í eigu Antler sem átti að stuðla að verndun dýralífs. Dýraverndunarsamtökin PETA hafa haldið því fram að hluti sjóðspeninganna hafi farið í dýragarðinn hans í Myrtle Beach, sem er brot á lögum um peningaþvætti. Aðalmeðferð í máli hans í Virginíu mun fara fram í næsta mánuði en hann er ákærður fyrir brot á lögum um smygl á dýrum og fyrir að hafa brotið slík lög af yfirlögðu ráði. Þau brot eru á alríkisstigi. Þá er hann einnig ákærður fyrir þrettán minniháttar brot á lögum um dýr í útrýmingarhættu og fyrir slæma meðferð á dýrum í tengslum við flutning hans á ljónshvolpum. Antle á langan sakaferil, sem rekja má allt aftur til ársins 1989 þegar hann var sektaður fyrir að hafa yfirgefið dádýr og páfugla í dýragarðinum sínum í Virginíu. Síðan þá hefur hann brotið lög um dýravelferð oftar en 35 sinnum.
Bandaríkin Dýraheilbrigði Netflix Tengdar fréttir Joe Exotic sækir um skilnað Joe Exotic, betur þekktur sem „tígrisdýrakonungurinn“, hefur sagt skilið við hjónaband sitt við Dillon Passage og sótt um skilnað. Passage, sem er 34 árum yngri en eiginmaður hans, er nú þegar fluttur inn með nýjum kærasta. 31. mars 2022 22:02 Dómur Joe Exotic styttur í dag Bandarískur dómari í Oklahoma-borg mun í dag ákveða nýja refsingu fyrir Joseph Maldonado -Passage, sem er betur þekktur sem Joe Exotic eða „Tígrisdýrakonungurinn“. Það er eftir að áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að stytta ætti dóm sem hann hlaut fyrir að reyna að ráða leigumorðingja til að myrða óvin sinn. 28. janúar 2022 13:19 Baskin-hjónin stefna Netflix vegna Tiger King 2 Carole Baskin, erkióvinur tígrisdýraræktandans Joe Exotic, hefur kært streymisveituna Netflix vegna þess sem hún vill meina að sé stórfellt brot á samningum sem varða notkun á myndefni af henni og eiginmanni hennar í stiklu annarrar þáttaraðar Tiger King sem frumsýnd verður síðar í mánuðinum. 2. nóvember 2021 07:48 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Joe Exotic sækir um skilnað Joe Exotic, betur þekktur sem „tígrisdýrakonungurinn“, hefur sagt skilið við hjónaband sitt við Dillon Passage og sótt um skilnað. Passage, sem er 34 árum yngri en eiginmaður hans, er nú þegar fluttur inn með nýjum kærasta. 31. mars 2022 22:02
Dómur Joe Exotic styttur í dag Bandarískur dómari í Oklahoma-borg mun í dag ákveða nýja refsingu fyrir Joseph Maldonado -Passage, sem er betur þekktur sem Joe Exotic eða „Tígrisdýrakonungurinn“. Það er eftir að áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að stytta ætti dóm sem hann hlaut fyrir að reyna að ráða leigumorðingja til að myrða óvin sinn. 28. janúar 2022 13:19
Baskin-hjónin stefna Netflix vegna Tiger King 2 Carole Baskin, erkióvinur tígrisdýraræktandans Joe Exotic, hefur kært streymisveituna Netflix vegna þess sem hún vill meina að sé stórfellt brot á samningum sem varða notkun á myndefni af henni og eiginmanni hennar í stiklu annarrar þáttaraðar Tiger King sem frumsýnd verður síðar í mánuðinum. 2. nóvember 2021 07:48
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent