Magnús Hlynur mætti óvænt í Stykkishólm Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júní 2022 12:15 Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður, sem er á ferð um landið í sumar í þeim tilgangi að sækja jákvæðar og skemmtilegar fréttir, sem sýndar verða á Stöð 2 og fara svo líka inn á Vísi. Einkasafn Hvar er Magnús Hlynur? Já, það var spurning gærkvöldsins í fréttum Stöðvar 2, því hann er á hringferð um landið í þeim tilgangi að sækja jákvæðar og skemmtilegar fréttir, sem við fáum að sjá öll laugardagskvöld í júní og júlí í fréttatímum Stöðvar 2 og á Vísi. Það er svo ótrúlega gaman að koma í Stykkishólm því þar er allt svo snyrtilegt og fínt, enda mikil metnaður hjá íbúunum að viðhalda húsum og görðum sínum vel. Bæjarfélagið lætur heldur ekki sitt eftir liggja. Gömlu húsin í Stykkishólmi eru sér kapítuli út af fyrir sig því þau eru svo glæsileg og heilla alla, sem þangað koma. Stykkishólmsbær og Helgafellssveit voru að sameinast og nýtt sveitarfélag tók formlega til starfa 29. maí. Íbúarnir eru þá tæplega 1300. Stykkishólmur er fallegt og vinsælt bæjarfélag.Mats Wibe Lund „Stykkishólmur er ferðamannabær, gamall fiskistaður og verslunarstaður. Við erum með ríka hefð fyrir verndun gamalla húsa, við hófum þá vegferð 1978. bæjarmyndin er mjög sterk og falleg og einkennist af þessum gömlu húsum,“ segir Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi Íbúðarhúsum fjölgað „Við höfum verið að fjölga íbúðarhúsum í Stykkishólmi, þeim hefur fjölgað um 20 til 30 á síðustu fjórum til fimm árum. Við erum að stækka leikskólann, vorum að klára það núna á þessu ári, þannig að hér er bara framtíðin björt,“ bætir bæjarstjórinn við. En hvernig er með íbúðaverðið? „Við erum með töluvert hátt fasteignaverð hér í Stykkishólmi samanborið við marga aðra staði á landsbyggðinni, þannig að það sýnir það hversu eftirsóknarvert er að búa hér í Stykkishólmi meðal annars,“ segir Jakob Björgvin. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nunnurnar í Stykkishólmi hafa allt sett skemmtilegan brag á bæjarfélagið. „Já, nunnurnar eru búnar að vera hérna með okkur í langan tíma og var náttúrulega grunnur þess að hér var byggður spítali 1936. Þær hafa búið með okkur hérna síðan,“ segir bæjarstjórinn. Húsin í Stykkishólmi eru mjög falleg og vel viðhaldið, alveg til fyrirmyndar.Magnús Hlynur Hreiðarsson íbúar virðast almennt vera mjög ánægðir með bæjarfélagið sitt. „Það er bara fallegasti bær í heimi, það er bara svoleiðis, lang flottastur. Okkur líður öllum vel hér, sérstaklega mér, aðal Hólmarinn. Ég er númer eitt, það er alveg pottþétt,“ segir Jón Beck Agnarsson, bæjarverkstjóri kátur í bragði. „Þetta er mjög gott samfélag, það er samheldið. Það er stutt að fara í náttúruna, út að ganga, fuglalífið hérna er alveg dásamlegt. Þjónusta er líka mjög góð, það er allt hérna, sem við þurfum,“ segir Sigrún Þórsteinsdóttir, leikskólastjóri í Stykkishólmi. „Það besta við Stykkishólminn er nálægðin við sjóinn hérna og eyjarnar. Það er bara hvergi betra að eyða deginum heldur en akkúrat í siglingu um eyjarnar hérna á Breiðafirði, það er ekkert betra,“ segir Kristján Lár Gunnarsson, íbúi í Stykkishólmi. En hvað segja krakkarnir í Stykkishólmi, hvernig er að búa á staðnum? „Þetta er skemmtilegur bær og oft dálítið gott veður,“ segir Sigurrós Arna Thoroddsen, 9 ára. „Náttúran er fallegust og það er gaman að eiga heima hérna, fullt af krökkum, tónlistarskólinn og íþróttahúsið,“ segir Valdís Helga Alexandersdóttir, 11 ára. „Sundlaugin er best og svo er þetta rosalega skemmtilegur bær og góðir krakkar,“ segir Hugrún María Hólmgeirsdóttir, 11 ára. Krakkarnir í Stykkishólmi eru mjög ánægðir með bæjarfélagið sitt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Stykkishólmsbæjar Stykkishólmur Hvar er Magnús Hlynur? Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Það er svo ótrúlega gaman að koma í Stykkishólm því þar er allt svo snyrtilegt og fínt, enda mikil metnaður hjá íbúunum að viðhalda húsum og görðum sínum vel. Bæjarfélagið lætur heldur ekki sitt eftir liggja. Gömlu húsin í Stykkishólmi eru sér kapítuli út af fyrir sig því þau eru svo glæsileg og heilla alla, sem þangað koma. Stykkishólmsbær og Helgafellssveit voru að sameinast og nýtt sveitarfélag tók formlega til starfa 29. maí. Íbúarnir eru þá tæplega 1300. Stykkishólmur er fallegt og vinsælt bæjarfélag.Mats Wibe Lund „Stykkishólmur er ferðamannabær, gamall fiskistaður og verslunarstaður. Við erum með ríka hefð fyrir verndun gamalla húsa, við hófum þá vegferð 1978. bæjarmyndin er mjög sterk og falleg og einkennist af þessum gömlu húsum,“ segir Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi Íbúðarhúsum fjölgað „Við höfum verið að fjölga íbúðarhúsum í Stykkishólmi, þeim hefur fjölgað um 20 til 30 á síðustu fjórum til fimm árum. Við erum að stækka leikskólann, vorum að klára það núna á þessu ári, þannig að hér er bara framtíðin björt,“ bætir bæjarstjórinn við. En hvernig er með íbúðaverðið? „Við erum með töluvert hátt fasteignaverð hér í Stykkishólmi samanborið við marga aðra staði á landsbyggðinni, þannig að það sýnir það hversu eftirsóknarvert er að búa hér í Stykkishólmi meðal annars,“ segir Jakob Björgvin. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nunnurnar í Stykkishólmi hafa allt sett skemmtilegan brag á bæjarfélagið. „Já, nunnurnar eru búnar að vera hérna með okkur í langan tíma og var náttúrulega grunnur þess að hér var byggður spítali 1936. Þær hafa búið með okkur hérna síðan,“ segir bæjarstjórinn. Húsin í Stykkishólmi eru mjög falleg og vel viðhaldið, alveg til fyrirmyndar.Magnús Hlynur Hreiðarsson íbúar virðast almennt vera mjög ánægðir með bæjarfélagið sitt. „Það er bara fallegasti bær í heimi, það er bara svoleiðis, lang flottastur. Okkur líður öllum vel hér, sérstaklega mér, aðal Hólmarinn. Ég er númer eitt, það er alveg pottþétt,“ segir Jón Beck Agnarsson, bæjarverkstjóri kátur í bragði. „Þetta er mjög gott samfélag, það er samheldið. Það er stutt að fara í náttúruna, út að ganga, fuglalífið hérna er alveg dásamlegt. Þjónusta er líka mjög góð, það er allt hérna, sem við þurfum,“ segir Sigrún Þórsteinsdóttir, leikskólastjóri í Stykkishólmi. „Það besta við Stykkishólminn er nálægðin við sjóinn hérna og eyjarnar. Það er bara hvergi betra að eyða deginum heldur en akkúrat í siglingu um eyjarnar hérna á Breiðafirði, það er ekkert betra,“ segir Kristján Lár Gunnarsson, íbúi í Stykkishólmi. En hvað segja krakkarnir í Stykkishólmi, hvernig er að búa á staðnum? „Þetta er skemmtilegur bær og oft dálítið gott veður,“ segir Sigurrós Arna Thoroddsen, 9 ára. „Náttúran er fallegust og það er gaman að eiga heima hérna, fullt af krökkum, tónlistarskólinn og íþróttahúsið,“ segir Valdís Helga Alexandersdóttir, 11 ára. „Sundlaugin er best og svo er þetta rosalega skemmtilegur bær og góðir krakkar,“ segir Hugrún María Hólmgeirsdóttir, 11 ára. Krakkarnir í Stykkishólmi eru mjög ánægðir með bæjarfélagið sitt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Stykkishólmsbæjar
Stykkishólmur Hvar er Magnús Hlynur? Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira