Telja sig nær því en áður að ná saman um viðbrögð við skotárásum Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2022 12:16 Lögreglumenn á vettvangi skotbardaga í Fíladelfíu á laugardag. Talið er að bardaginn hafi upphafist eftir átök nokkurra manna. Tveir þeirra þriggja sem létust eru taldir hafa verið saklausir vegfarendur. AP/Michael Perez Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi sem vinnur að tillögum til að bregðast við mannskæðum skotárásum síðustu vikna telur sig nú hafa meiri meðbyr en eftir fyrri slíka harmleiki. Hugmyndirnar sem eru til umræðu gagna mun skemur en Joe Biden forseti kallaði eftir á dögunum. Tvö fjöldamorð með skotvopnum skóku bandarískt samfélag með skömmu millibili í síðasta mánuði. Fyrst skaut ungur hvítur karlmaður tíu manns til bana í stórverslun í Buffalo, knúinn áfram af kynþáttahyggju. Innan við viku síðar skaut annar ungur maður nítján börn og tvo kennara til bana í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas. Lítill hópur öldungadeildarþingmanna hóf í kjölfarið þreifingar til þess að miðla málum á milli flokkanna tveggja á Bandaríkjaþingi. Repúblikanar eru nær alfarið á móti hvers kyns aðgerðum sem þrengja rétt fólks til að kaupa og eiga byssur en demókratar hafa talað fyrir strangari skotvopnalöggjöf. Hugmyndirnar sem nú eru ræddar eru meðal annars að hvetja ríki til að setja sér svokölluð lög um „rauð flögg“ sem eiga að gera yfirvöldum kleift að koma í veg fyrir að einstaklingar sem eru taldir hættulegir sjálfum sér eða öðrum geti keypt sér skotvopn. Einnig er til umræðu að auka öryggi skóla og bæta geðheilsu. Chris Murphy, leiðtogi demókrata í hópnum, segir viðræðurnar snúnar en að hann hafi aldrei átt þátt í eins alvörugefnum og vel ígrunduðum umræðum um málefnið áður. Hann sé sannfærður um að þingmenn beggja flokka reyni í einlægni að ná samkomulagi um aðgerðir sem hægt sé að ná samstöðu um. Í svipaðan streng tekur Pat Toomey, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Pennsylvaníu. Þó að niðurstaða sé ekki í hendi sé samkomulag nær seilingar en nokkru sinni á þingferli hans. Toomey átti þátt í frumvarpi um að herða bakgrunnseftirlit með þeim sem kaupa skotvopn sem var fellt eftir fjöldamorðið á grunnskólabörnum í Sandy Hook árið 2013. Lögregluborði á vettvangi skotárásar við næturklúbb í Chattanooga í Tennessee.AP/Tierra Hayes/Chattanooga Times Tíu skotnir til bana yfir hvítasunnuhelgina Biden forseti vildi ganga mun lengra í að herða skotvopnalöggjöfina í ávarpi sem hann hélt á fimmtudag. Þar talaði hann um að endurnýja bann við árásarrifflum sem þingið lét renna út árið 2004, að auka verulega eftirlit alríkisyfirvalda með byssukaupendum og að svipta vopnaframleiðendur friðhelgi fyrir málsóknum. Washington Post segir að búist sé við að viðræður þingmannahópsins haldi áfram næstu daga á meðan þingmennirnir reyni að sannfæra nógu marga repúblikana um að styðja frumvarp. Einfaldan meirihluta þarf í öldungadeildinni til að samþykkja frumvörp nema þingmaður lýsi því yfir að hann ætli að stöðva það með málþófi. Þá þarf atkvæði sextíu þingmanna af hundrað til þess að hægt sé að taka frumvarp til efnislegrar umræðu. Repúblikanar beita þeim málþófsrétti til að stöðva nær öll frumvörp demókrata sem fara formlega með meirihluta í öldungadeildinni þrátt fyrir að flokkarnir hafi jafnmarga þingmenn. Í millitíðinni halda mannskæðar skotárásir áfram. Tíu voru skotnir til bana í skotárásum í Fíladelfíu, Tennessee, Suður-Karólínu og Michigan yfir hvítasunnuhelgina. Þar af voru þrír skotnir til bana og ellefu særðir þegar nokkrir vopnaðir menn hófu skothríð á fjölfarinni götu í Fíladelfíu seint á laugardagskvöld, að sögn AP-fréttastofunnar. Í bænum Chattanooga í Tennesse létust þrír og fjórtán særðust eftir að skothríð hófst við næturklúbb aðfaranótt sunnudags. Lögregla segir að tveir þeirra látnu hafi fallið fyrir byssukúlu en að ekið hafi verið á þann þriðja. Borgarstjórinn þar, sem er óháður, kalaði eftir því að Bandaríkjaþing kæmi sér saman um skynsamlegar aðgerðir til að taka á byssuofbeldi. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Byrja að ræða „hóflegar“ aðgerðir eftir fjöldamorðið Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi ætlar að skoða hvernig þingið geti brugðist við skotárásinni í Uvalde í Texas þar sem byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara. Slíkar viðræður hafa ítrekað farið út um þúfur í kjölfar fyrri fjöldamorða. 27. maí 2022 15:13 Leitaði uppi lækni vegna bakverkja og skaut hann Maður sem skaut skurðlækni sinn og þrjá aðra til bana í Tulsa í Bandaríkjunum í gærkvöldi, kenndi lækninum um sársauka sem hann fann fyrir eftir aðgerð á baki. Maðurinn keypti sér hálfsjálfvirkan riffil af gerðinni AR-15 nokkrum klukkustundum fyrir ódæðið. 2. júní 2022 23:31 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Tvö fjöldamorð með skotvopnum skóku bandarískt samfélag með skömmu millibili í síðasta mánuði. Fyrst skaut ungur hvítur karlmaður tíu manns til bana í stórverslun í Buffalo, knúinn áfram af kynþáttahyggju. Innan við viku síðar skaut annar ungur maður nítján börn og tvo kennara til bana í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas. Lítill hópur öldungadeildarþingmanna hóf í kjölfarið þreifingar til þess að miðla málum á milli flokkanna tveggja á Bandaríkjaþingi. Repúblikanar eru nær alfarið á móti hvers kyns aðgerðum sem þrengja rétt fólks til að kaupa og eiga byssur en demókratar hafa talað fyrir strangari skotvopnalöggjöf. Hugmyndirnar sem nú eru ræddar eru meðal annars að hvetja ríki til að setja sér svokölluð lög um „rauð flögg“ sem eiga að gera yfirvöldum kleift að koma í veg fyrir að einstaklingar sem eru taldir hættulegir sjálfum sér eða öðrum geti keypt sér skotvopn. Einnig er til umræðu að auka öryggi skóla og bæta geðheilsu. Chris Murphy, leiðtogi demókrata í hópnum, segir viðræðurnar snúnar en að hann hafi aldrei átt þátt í eins alvörugefnum og vel ígrunduðum umræðum um málefnið áður. Hann sé sannfærður um að þingmenn beggja flokka reyni í einlægni að ná samkomulagi um aðgerðir sem hægt sé að ná samstöðu um. Í svipaðan streng tekur Pat Toomey, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Pennsylvaníu. Þó að niðurstaða sé ekki í hendi sé samkomulag nær seilingar en nokkru sinni á þingferli hans. Toomey átti þátt í frumvarpi um að herða bakgrunnseftirlit með þeim sem kaupa skotvopn sem var fellt eftir fjöldamorðið á grunnskólabörnum í Sandy Hook árið 2013. Lögregluborði á vettvangi skotárásar við næturklúbb í Chattanooga í Tennessee.AP/Tierra Hayes/Chattanooga Times Tíu skotnir til bana yfir hvítasunnuhelgina Biden forseti vildi ganga mun lengra í að herða skotvopnalöggjöfina í ávarpi sem hann hélt á fimmtudag. Þar talaði hann um að endurnýja bann við árásarrifflum sem þingið lét renna út árið 2004, að auka verulega eftirlit alríkisyfirvalda með byssukaupendum og að svipta vopnaframleiðendur friðhelgi fyrir málsóknum. Washington Post segir að búist sé við að viðræður þingmannahópsins haldi áfram næstu daga á meðan þingmennirnir reyni að sannfæra nógu marga repúblikana um að styðja frumvarp. Einfaldan meirihluta þarf í öldungadeildinni til að samþykkja frumvörp nema þingmaður lýsi því yfir að hann ætli að stöðva það með málþófi. Þá þarf atkvæði sextíu þingmanna af hundrað til þess að hægt sé að taka frumvarp til efnislegrar umræðu. Repúblikanar beita þeim málþófsrétti til að stöðva nær öll frumvörp demókrata sem fara formlega með meirihluta í öldungadeildinni þrátt fyrir að flokkarnir hafi jafnmarga þingmenn. Í millitíðinni halda mannskæðar skotárásir áfram. Tíu voru skotnir til bana í skotárásum í Fíladelfíu, Tennessee, Suður-Karólínu og Michigan yfir hvítasunnuhelgina. Þar af voru þrír skotnir til bana og ellefu særðir þegar nokkrir vopnaðir menn hófu skothríð á fjölfarinni götu í Fíladelfíu seint á laugardagskvöld, að sögn AP-fréttastofunnar. Í bænum Chattanooga í Tennesse létust þrír og fjórtán særðust eftir að skothríð hófst við næturklúbb aðfaranótt sunnudags. Lögregla segir að tveir þeirra látnu hafi fallið fyrir byssukúlu en að ekið hafi verið á þann þriðja. Borgarstjórinn þar, sem er óháður, kalaði eftir því að Bandaríkjaþing kæmi sér saman um skynsamlegar aðgerðir til að taka á byssuofbeldi.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Byrja að ræða „hóflegar“ aðgerðir eftir fjöldamorðið Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi ætlar að skoða hvernig þingið geti brugðist við skotárásinni í Uvalde í Texas þar sem byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara. Slíkar viðræður hafa ítrekað farið út um þúfur í kjölfar fyrri fjöldamorða. 27. maí 2022 15:13 Leitaði uppi lækni vegna bakverkja og skaut hann Maður sem skaut skurðlækni sinn og þrjá aðra til bana í Tulsa í Bandaríkjunum í gærkvöldi, kenndi lækninum um sársauka sem hann fann fyrir eftir aðgerð á baki. Maðurinn keypti sér hálfsjálfvirkan riffil af gerðinni AR-15 nokkrum klukkustundum fyrir ódæðið. 2. júní 2022 23:31 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Byrja að ræða „hóflegar“ aðgerðir eftir fjöldamorðið Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi ætlar að skoða hvernig þingið geti brugðist við skotárásinni í Uvalde í Texas þar sem byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara. Slíkar viðræður hafa ítrekað farið út um þúfur í kjölfar fyrri fjöldamorða. 27. maí 2022 15:13
Leitaði uppi lækni vegna bakverkja og skaut hann Maður sem skaut skurðlækni sinn og þrjá aðra til bana í Tulsa í Bandaríkjunum í gærkvöldi, kenndi lækninum um sársauka sem hann fann fyrir eftir aðgerð á baki. Maðurinn keypti sér hálfsjálfvirkan riffil af gerðinni AR-15 nokkrum klukkustundum fyrir ódæðið. 2. júní 2022 23:31