Fjögur lið voru í drættinum sem fram fór í morgun. Levadia Tallinn frá Eistlandi og La Fiorita frá San Marínó voru í efri styrkleikaflokki en Inter d'Escaldes frá Andorra og Víkingur Reykjavík í þeim neðri.
Ljóst var því að Víkingur myndi mæta annað hvort Levadia eða La Fiorita en allir þrír leikirnir fara fram í Víkinni.

Nú er liggur fyrir að Víkingur mætir Levadia í undanúrslitum þriðjudaginn 21. júní á Víkingsvelli.
Vinni Víkingur þann leik mun liðið mæta annað hvort La Fiorita eða Inter d'Escaldes í úrslitum sem fram fara í Víkinni föstudaginn 24. júní.
Þriðjudagur 21. júní - undanúrslit
Víkingur R. - Levadia Tallinn
La Fiorita - Inter d'Escaldes
Föstudagur 24. júní - úrslit
Víkingur/Levadia - La Fiorita/Inter