Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2022 12:30 Krossar með nöfnum barnanna og kennaranna sem voru myrtir í Uvalde í Texas 24. maí. AP/Jae C. Hong Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. Viðbrögð lögreglunnar í Uvalde við skotárásinni í síðasta mánuði hafa sætt harðri gagnrýni og hafa bæði ríkis- og alríkisyfirvöld þau til rannsóknar. Lögreglumenn biðu frammi á gangi á meðan byssumaðurinn var læstur inni í skólastofu með nemendum í klukkustund áður en sérsveit landamæravarða fékk lykil frá húsverði og felldi morðingjann. Frá Columbine-harmleiknum fyrir meira en tuttugu árum hefur lögreglu verið ráðlagt að mæta byssumanni sem fyrst til þess að koma í veg fyrir að þeir drepi fleiri og til að hægt sé að koma særðum til aðstoðar. Í tilfinningaríku viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina úthúðaði Arnulfo Reyes, sem varð fyrir tveimur byssukúlum í árasinni, lögreglunni fyrir athafnaleysið. „Þið voruð í skotheldum vestum. Ég hafði ekkert. Ég hafði ekkert!“ sagði Reyes grátandi. Ekkert gæti afsakað viðbrögð lögreglunnar. Öll ellefu börnin sem voru í skólastofunni með Reyes létust. EXCLUSIVE: Arnulfo Reyes, teacher wounded in Uvalde shooting, to @arobach: I will not let these children and my coworkers die in vain. I will not. I will go to the end of the world to not let my students die in vain. https://t.co/QVFp3mciRo pic.twitter.com/ZkcioTBQ7W— ABC News (@ABC) June 7, 2022 Barn kallaði á lögreglu en var skotið Reyes lýsti því hvernig hann var einn með hluta bekkjarins eftir verðlaunahátíð fyrr um daginn. Skyndilega hófst skothríð og Reyes skipaði nemendunum að skríða undir borðin sín og látast sofa. Þegar hann smalaði börnunum þangað varð honum litið við og sá byssumanninn. Hann varð fyrir tveimur byssukúlum. Önnur þeirra hæfði handlegg hans og lunga en hin bakið. Þegar kennarinn féll í gólfið ákvað hann að þykjast líka vera sofandi. Bað hann bænir og vonaðist til þess að nemendurnir þegðu. Hann heyrði nemanda í annarri skólastofu kalla á lögreglumann. Byssumaðurinn hafi þá staðið upp og skotið aftur. Byssukúlum hafi svo rignt þegar landamæraverðir réðust loks inn í skólastofuna þar sem byssumaðurinn var. „Þeir eru raggeitur. Þeir sátu þarna og gerðu ekkert fyrir samfélagið okkar. Þeir tóku langan tíma í að ráðast inn. Ég mun aldrei fyrirgefa þeim,“ sagði Reyes. Komið hefur fram að á meðan lögreglumenn biðu fram á gangi hafi börn inni í skólastofunum reynt í örvæntingu hringt í neyðarlínu til að biðja um hjálp. Yfirmaður aðgerðarinnar á vettvangi hafi ekki vitað af þeim símtölum og talið að ekki væri lengur virk hætta af byssumanninum. Lögreglustjórinn hefur ekki tjáð sig um atburðina. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15 Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins er sögð geta varpað ljósi á hvers vegna lögreglumenn biðu í klukkustund áður en þeir létu til skarar skríða gegn byssumanni sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Byrjað var bera fyrstu fórnarlömbin til grafar í gær. 31. maí 2022 09:30 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Viðbrögð lögreglunnar í Uvalde við skotárásinni í síðasta mánuði hafa sætt harðri gagnrýni og hafa bæði ríkis- og alríkisyfirvöld þau til rannsóknar. Lögreglumenn biðu frammi á gangi á meðan byssumaðurinn var læstur inni í skólastofu með nemendum í klukkustund áður en sérsveit landamæravarða fékk lykil frá húsverði og felldi morðingjann. Frá Columbine-harmleiknum fyrir meira en tuttugu árum hefur lögreglu verið ráðlagt að mæta byssumanni sem fyrst til þess að koma í veg fyrir að þeir drepi fleiri og til að hægt sé að koma særðum til aðstoðar. Í tilfinningaríku viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina úthúðaði Arnulfo Reyes, sem varð fyrir tveimur byssukúlum í árasinni, lögreglunni fyrir athafnaleysið. „Þið voruð í skotheldum vestum. Ég hafði ekkert. Ég hafði ekkert!“ sagði Reyes grátandi. Ekkert gæti afsakað viðbrögð lögreglunnar. Öll ellefu börnin sem voru í skólastofunni með Reyes létust. EXCLUSIVE: Arnulfo Reyes, teacher wounded in Uvalde shooting, to @arobach: I will not let these children and my coworkers die in vain. I will not. I will go to the end of the world to not let my students die in vain. https://t.co/QVFp3mciRo pic.twitter.com/ZkcioTBQ7W— ABC News (@ABC) June 7, 2022 Barn kallaði á lögreglu en var skotið Reyes lýsti því hvernig hann var einn með hluta bekkjarins eftir verðlaunahátíð fyrr um daginn. Skyndilega hófst skothríð og Reyes skipaði nemendunum að skríða undir borðin sín og látast sofa. Þegar hann smalaði börnunum þangað varð honum litið við og sá byssumanninn. Hann varð fyrir tveimur byssukúlum. Önnur þeirra hæfði handlegg hans og lunga en hin bakið. Þegar kennarinn féll í gólfið ákvað hann að þykjast líka vera sofandi. Bað hann bænir og vonaðist til þess að nemendurnir þegðu. Hann heyrði nemanda í annarri skólastofu kalla á lögreglumann. Byssumaðurinn hafi þá staðið upp og skotið aftur. Byssukúlum hafi svo rignt þegar landamæraverðir réðust loks inn í skólastofuna þar sem byssumaðurinn var. „Þeir eru raggeitur. Þeir sátu þarna og gerðu ekkert fyrir samfélagið okkar. Þeir tóku langan tíma í að ráðast inn. Ég mun aldrei fyrirgefa þeim,“ sagði Reyes. Komið hefur fram að á meðan lögreglumenn biðu fram á gangi hafi börn inni í skólastofunum reynt í örvæntingu hringt í neyðarlínu til að biðja um hjálp. Yfirmaður aðgerðarinnar á vettvangi hafi ekki vitað af þeim símtölum og talið að ekki væri lengur virk hætta af byssumanninum. Lögreglustjórinn hefur ekki tjáð sig um atburðina.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15 Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins er sögð geta varpað ljósi á hvers vegna lögreglumenn biðu í klukkustund áður en þeir létu til skarar skríða gegn byssumanni sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Byrjað var bera fyrstu fórnarlömbin til grafar í gær. 31. maí 2022 09:30 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15
Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins er sögð geta varpað ljósi á hvers vegna lögreglumenn biðu í klukkustund áður en þeir létu til skarar skríða gegn byssumanni sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Byrjað var bera fyrstu fórnarlömbin til grafar í gær. 31. maí 2022 09:30