Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2022 19:20 Mikið ósætti hefur ríkt um útlendingamál innan og utan þings undanfarin ár. Ítrekaðar tilraunir innanríkis- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins til að breyta lögum um útlendinga hafa runnið út í sandinn á Alþingi undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. Þetta er fjórða útlendingafrumvarp innanríkis- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sem deyr drottni sínum á Alþingi. Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og aðrir andstæðingar frumvarpsins bentu á að það hefði falið í sér, eftir aðendanleg niðurstaða með höfnun um vernd eða hæli hér álandi lægi fyrir, missti fólk rétt á öllum bótum, heilbrigðisþjónustu og húsaskjóli eftir 30 daga. Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar fagnar því að dómsmálaráðherra hafi fallið frá frumvarpi sínu um útlendinga. Engu að síður þurfi að gera bætur á lögunum.Stöð 2/Sigurjón „Það átti að skerða friðhelgi þeirra. Stjórnvöld áttu að fá að sækja heilbrigðisupplýsingar án samþykkis. Algerlega opið. Það er hvergi þannig og hvergi í kerfinu okkar þannig. Það var auðvitað algerlega óásættanlegt,“ segir Helga Vala. Þá hefði verið þrengt að möguleikum til fjölskyldusameininga. Eftir að dómsmálaráðherra lagði frumvarpið fram lögðu þingmenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins til breytingar á frumvarpinu. „Til mikils batnaðar og erum mjög stolt af þeim. En Jón gat ekki fallist á þær allar. Kom með hugmyndir á móti sem voru þess eðlis að þær hefðu skert grundvallarréttindi fólks og þar með sofnaði málið,“ segir Helga Vala. Stjórnarflokkarnir ná samkomulagi um rammáætlun Annað umdeilt mál á borði ríkisstjórnarinnar er þingályktun um rammaáætlun eða nýtingu og vernd orkuauðlinda. Ný heildstæð rammaáætlun hefur ekki litið dagsins ljós í níu ár vegna deilna um virkjanakosti en Hvammsvirkjun var þó bætt í nýtingarflokk árið2015. Nú er reiknað með að málið komi út úr nefnd eftir hádegi á morgun. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar segir sæta tíðindum að ríkisstjórnarflokkarnir hafi náð saman um rammáætlun.Stöð 2/Sigurjón „Stærstu tíðindin eru þau sýnist manni að ríkisstjórnarflokkarnir þrír virðast hafa komist að samkomulagi,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar sem fjallað hefur um málið. Þótt nefndin hafi unnið vel í málinu væri niðurstaðan eingöngu stjórnarflokkanna. Eftir margar misheppnaðar tilraunir undanfarin ár til að afgreiða þessa þriðju rammaáætlun hefðu stjórnarflokkarnir loks náð lendingu. „Það hefur ekki unnið með þeim í þessu máli að vera á þessum ásum. En hérna virðist það vera að gerast að Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokki sé að takast að ganga hönd í hönd í þessum málaflokki. Sem eru auðvitað tíðindi í sjálfu sér,“ segir Þorbjörg Sigríður. Hún reikni með töluverðri umræðu um málið eftir að það kemur út úr nefnd, enda málið umdeilt. Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Útlendingafrumvarpi Jóns frestað fram á haust Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur frestað afgreiðslu útlendingafrumvarps síns fram á haust. Jón segir þetta gert til að liðka fyrir þinglokum. Það er því ljóst að málamiðlanir ríkisstjórnarinnar báru ekki árangur. 9. júní 2022 15:50 Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku. 31. maí 2022 20:40 Sakaði ráðherra um rangfærslur og útúrsnúning Þingmaður Pírata sakar dómsmálaráðherra um rangfærslur og útúrsnúning um mál hælisleitenda á Íslandi. Ráðherrann segir grundvallarmisskilning ríkja um þau en segist vilja auka möguleika útlendinga alls staðar að á að koma til landsins og vinna. 29. maí 2022 13:56 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Þetta er fjórða útlendingafrumvarp innanríkis- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sem deyr drottni sínum á Alþingi. Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og aðrir andstæðingar frumvarpsins bentu á að það hefði falið í sér, eftir aðendanleg niðurstaða með höfnun um vernd eða hæli hér álandi lægi fyrir, missti fólk rétt á öllum bótum, heilbrigðisþjónustu og húsaskjóli eftir 30 daga. Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar fagnar því að dómsmálaráðherra hafi fallið frá frumvarpi sínu um útlendinga. Engu að síður þurfi að gera bætur á lögunum.Stöð 2/Sigurjón „Það átti að skerða friðhelgi þeirra. Stjórnvöld áttu að fá að sækja heilbrigðisupplýsingar án samþykkis. Algerlega opið. Það er hvergi þannig og hvergi í kerfinu okkar þannig. Það var auðvitað algerlega óásættanlegt,“ segir Helga Vala. Þá hefði verið þrengt að möguleikum til fjölskyldusameininga. Eftir að dómsmálaráðherra lagði frumvarpið fram lögðu þingmenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins til breytingar á frumvarpinu. „Til mikils batnaðar og erum mjög stolt af þeim. En Jón gat ekki fallist á þær allar. Kom með hugmyndir á móti sem voru þess eðlis að þær hefðu skert grundvallarréttindi fólks og þar með sofnaði málið,“ segir Helga Vala. Stjórnarflokkarnir ná samkomulagi um rammáætlun Annað umdeilt mál á borði ríkisstjórnarinnar er þingályktun um rammaáætlun eða nýtingu og vernd orkuauðlinda. Ný heildstæð rammaáætlun hefur ekki litið dagsins ljós í níu ár vegna deilna um virkjanakosti en Hvammsvirkjun var þó bætt í nýtingarflokk árið2015. Nú er reiknað með að málið komi út úr nefnd eftir hádegi á morgun. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar segir sæta tíðindum að ríkisstjórnarflokkarnir hafi náð saman um rammáætlun.Stöð 2/Sigurjón „Stærstu tíðindin eru þau sýnist manni að ríkisstjórnarflokkarnir þrír virðast hafa komist að samkomulagi,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar sem fjallað hefur um málið. Þótt nefndin hafi unnið vel í málinu væri niðurstaðan eingöngu stjórnarflokkanna. Eftir margar misheppnaðar tilraunir undanfarin ár til að afgreiða þessa þriðju rammaáætlun hefðu stjórnarflokkarnir loks náð lendingu. „Það hefur ekki unnið með þeim í þessu máli að vera á þessum ásum. En hérna virðist það vera að gerast að Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokki sé að takast að ganga hönd í hönd í þessum málaflokki. Sem eru auðvitað tíðindi í sjálfu sér,“ segir Þorbjörg Sigríður. Hún reikni með töluverðri umræðu um málið eftir að það kemur út úr nefnd, enda málið umdeilt.
Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Útlendingafrumvarpi Jóns frestað fram á haust Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur frestað afgreiðslu útlendingafrumvarps síns fram á haust. Jón segir þetta gert til að liðka fyrir þinglokum. Það er því ljóst að málamiðlanir ríkisstjórnarinnar báru ekki árangur. 9. júní 2022 15:50 Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku. 31. maí 2022 20:40 Sakaði ráðherra um rangfærslur og útúrsnúning Þingmaður Pírata sakar dómsmálaráðherra um rangfærslur og útúrsnúning um mál hælisleitenda á Íslandi. Ráðherrann segir grundvallarmisskilning ríkja um þau en segist vilja auka möguleika útlendinga alls staðar að á að koma til landsins og vinna. 29. maí 2022 13:56 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Útlendingafrumvarpi Jóns frestað fram á haust Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur frestað afgreiðslu útlendingafrumvarps síns fram á haust. Jón segir þetta gert til að liðka fyrir þinglokum. Það er því ljóst að málamiðlanir ríkisstjórnarinnar báru ekki árangur. 9. júní 2022 15:50
Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku. 31. maí 2022 20:40
Sakaði ráðherra um rangfærslur og útúrsnúning Þingmaður Pírata sakar dómsmálaráðherra um rangfærslur og útúrsnúning um mál hælisleitenda á Íslandi. Ráðherrann segir grundvallarmisskilning ríkja um þau en segist vilja auka möguleika útlendinga alls staðar að á að koma til landsins og vinna. 29. maí 2022 13:56