Tilkynnt var um það fyrr á árinu að framleiðslufyrirtæki þáttanna sæi sér ekki fært að halda framleiðslu þeirra áfram.
Ekki náðust samningur um áframhaldandi sýningu þáttanna í Bretlandi, þaðan sem meirihluti þess fjármagns sem þarf til að framleiða þáttana kemur.
Leikararnir deildu hópmynd sem tekin var eftir að síðasta atriðið hafði verið tekið upp. Myndin er tekin í settinu sem er heimili hjónanna Karl og Susan Kennedy, sem hafa verið miðpunktur þáttanna síðan á tíunda áratug síðustu aldar.
Á myndinni má sjá nokkra góðkunningja þáttanna, þar á meðal Harold Bishop, sem leikinn er af Ian Smith. Hann er einn margra leikara sem leikið hafa stórt hlutverk í þáttunum og munu birtast í þáttunum er þeir renna sitt skeið á enda.
Síðasti þátturinn verður sýndur í Ástralíu í ágúst. Þættirnir hafa verið sýndir á Íslandi á Stöð 2 og eru þeir sýndir hér fjórum til sex mánuðum á eftir frumsýningu þáttanna í Ástralíu.
Stjórstjörnurnar Jason Donovan og Kylie Minogue, sem stigu sýn fyrstu skref í þáttunum, munu snúa aftur í lokaþáttunum, sem munu snúast um að heiðra sögu þáttanna.
Jason Herbison, framleiðandi þáttanna, segir að síðustu skrefin hafi verið erfið.
So lovely to be back with the gang! And to get to work with my lovely friend Henrietta Graham too. @NeighboursTV pic.twitter.com/XlXSbXBA4P
— Guy Pearce (@TheGuyPearce) June 3, 2022
„Við vissum öll að þessi dagur myndi koma. Það var hins vegar ekki fyrr en að við tókum upp síðasta atriði þegar við áttuðum okkur á tilfinningunum,“ sagði Herbison.
„Auðvitað er þetta erfitt og tárin féllu. En við erum líka gríðarlega stolt. Að framleiða þátt í 37 ár er magnað afrek og eitthvað sem við ættum að fagna.“
Today @neighbours wrapped up their final moments of filming on set, gathering to sing the famous theme song one final time together.
— 10 News First Melbourne (@10NewsFirstMelb) June 10, 2022
Many of Australia's most notable stars once called Ramsay Street home, but after 37 years it's finally time to say goodbye to Neighbours. pic.twitter.com/TgqNfVIsGm