Afnemum tryggðarskatta Friðrik Þór Snorrason skrifar 10. júní 2022 11:30 Í viðskiptum tíðkast almennt að tryggð viðskiptavina skili sér í betri kjörum til lengri tíma. Einn þeirra geira sem sterkar vísbendingar eru um að sé undanskilinn þessu lögmáli eru tryggingar. Algengt er að nýjum viðskiptavinum tryggingafélaga á Íslandi séu boðin sérkjör, til að mynda á ökutækjatryggingum. Að ári liðnu falla þau kjör jafnan úr gildi og versna enn frekar með tímanum, eftir því sem viðskiptasamband við tryggingafélag lengist. Breska fjármálaeftirlitið (FCA) hefur á síðastliðnum árum rannsakað skort á gagnsæi í verðskrám breskra tryggingafélaga og mögulegar samkeppnishindranir sem verðstefna einstakra tryggingafélaga getur skapað. Rannsóknir FCA leiddu í ljós að tryggir viðskiptavinir, sem ekki höfðu skipt um tryggingafélag í fimm ár, voru að jafnaði að greiða 70% hærri iðgjöld en nýir viðskiptavinir. Með öðrum orðum eru tryggir viðskiptavinir að greiða háa „ tryggðarskatta” með því að óska ekki árlega eftir tilboðum í sínar tryggingar. Önnur niðurstaða rannsókna FCA er að tilboðsverðin sem viðskiptavinir greiddu fyrsta árið væru ekki sjálfbær. Það er að segja, upphafleg tilboðsverð á tryggingum standa ekki undir væntum tjón- og rekstrarkostnaði til lengri tíma. Félögin veðja hins vegar á að geta teymt viðskiptavinina upp í hærri verð, þegar kæmi að endurnýjun trygginga í gegnum árlegar hækkanir iðgjalda. Án þess að þeir hverfi annað. Skipulag markaðar með ökutækjatryggingar er að mörguleiti sambærilegt hér á landi, þótt tölurnar séu ekki jafn ýktar og í Bretlandi. Þannig eru dæmi þess að tryggingafélag hafi boðið nýjum viðskiptavinum tugþúsunda afslátt á fyrsta árinu af ökutækjatryggingum. Einnig hafa sést dæmi þess að viðskiptavinir, sem hafa verið tryggir til fjölda ára hafi lækkað iðgjöldin sín um 25–30% með því að færa sig til annars félags. Varfærnislega má áætla að tryggir viðskiptavinir íslensku félaganna séu að greiða að jafnaði 15% hærra verð en nýir viðskiptavinir, þó að fjölmörg dæmi megi finna um miklu meiri verðmun en svo. Nánast öruggt að tilboðsverðin sem nýjum viðskiptavinum bjóðast séu ekki sjálfbær, því að grunnrekstur ökutækjatrygginga flestra íslensku félaganna er nær alltaf neikvæður. Þetta veldur því að snúnara er fyrir nýja leikendur að hasla sér völl á íslenskum tryggingamarkaði og fyrir vikið er samkeppnin um viðskiptavini minni, vegna áðurnefndra viðskiptahátta stóru tryggingafélaganna. Höfundur er forstjóri Verna, fjártæknifélags á ökutækjamarkaði. Lengri útgáfu þessarar greinar má lesa hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í viðskiptum tíðkast almennt að tryggð viðskiptavina skili sér í betri kjörum til lengri tíma. Einn þeirra geira sem sterkar vísbendingar eru um að sé undanskilinn þessu lögmáli eru tryggingar. Algengt er að nýjum viðskiptavinum tryggingafélaga á Íslandi séu boðin sérkjör, til að mynda á ökutækjatryggingum. Að ári liðnu falla þau kjör jafnan úr gildi og versna enn frekar með tímanum, eftir því sem viðskiptasamband við tryggingafélag lengist. Breska fjármálaeftirlitið (FCA) hefur á síðastliðnum árum rannsakað skort á gagnsæi í verðskrám breskra tryggingafélaga og mögulegar samkeppnishindranir sem verðstefna einstakra tryggingafélaga getur skapað. Rannsóknir FCA leiddu í ljós að tryggir viðskiptavinir, sem ekki höfðu skipt um tryggingafélag í fimm ár, voru að jafnaði að greiða 70% hærri iðgjöld en nýir viðskiptavinir. Með öðrum orðum eru tryggir viðskiptavinir að greiða háa „ tryggðarskatta” með því að óska ekki árlega eftir tilboðum í sínar tryggingar. Önnur niðurstaða rannsókna FCA er að tilboðsverðin sem viðskiptavinir greiddu fyrsta árið væru ekki sjálfbær. Það er að segja, upphafleg tilboðsverð á tryggingum standa ekki undir væntum tjón- og rekstrarkostnaði til lengri tíma. Félögin veðja hins vegar á að geta teymt viðskiptavinina upp í hærri verð, þegar kæmi að endurnýjun trygginga í gegnum árlegar hækkanir iðgjalda. Án þess að þeir hverfi annað. Skipulag markaðar með ökutækjatryggingar er að mörguleiti sambærilegt hér á landi, þótt tölurnar séu ekki jafn ýktar og í Bretlandi. Þannig eru dæmi þess að tryggingafélag hafi boðið nýjum viðskiptavinum tugþúsunda afslátt á fyrsta árinu af ökutækjatryggingum. Einnig hafa sést dæmi þess að viðskiptavinir, sem hafa verið tryggir til fjölda ára hafi lækkað iðgjöldin sín um 25–30% með því að færa sig til annars félags. Varfærnislega má áætla að tryggir viðskiptavinir íslensku félaganna séu að greiða að jafnaði 15% hærra verð en nýir viðskiptavinir, þó að fjölmörg dæmi megi finna um miklu meiri verðmun en svo. Nánast öruggt að tilboðsverðin sem nýjum viðskiptavinum bjóðast séu ekki sjálfbær, því að grunnrekstur ökutækjatrygginga flestra íslensku félaganna er nær alltaf neikvæður. Þetta veldur því að snúnara er fyrir nýja leikendur að hasla sér völl á íslenskum tryggingamarkaði og fyrir vikið er samkeppnin um viðskiptavini minni, vegna áðurnefndra viðskiptahátta stóru tryggingafélaganna. Höfundur er forstjóri Verna, fjártæknifélags á ökutækjamarkaði. Lengri útgáfu þessarar greinar má lesa hér.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun