Klara bað Ólaf afsökunar og málið afgreitt Valur Páll Eiríksson skrifar 11. júní 2022 08:01 Ólafur Kristjánsson fór yfir málin með Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í vikunni. Mynd/Daníel Ólafur H. Kristjánsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki, staðfesti við Vísi að Blikar hefðu verið ósáttir við vinnubrögð KSÍ er leikmenn liðsins voru valdir í A-landslið karla í vikunni. Hann átti samtal við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, og allir skildu sáttir. Þrír Blikar, Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði Svanþórsson, voru kallaðir inn í hóp A-landsliðsins fyrir leikinn gegn San Marínó sem Ísland vann 1-0 á fimmtudagskvöld. Greint var frá því í Þungavigtinni í gær að leikmennirnir sem um ræðir hafi verið kvaddir inn í hópinn nánast um miðja nótt (aðfaranótt þriðjudags), félagið hafi ekki verið látið vita og einum leikmanni hafi verið lofaður meiri spiltími en raun bar vitni. Damir Muminovic, einn þeirra sem kallaður var upp í landsliðshópinn, vísaði þeim fregnum til föðurhúsanna á samfélagsmiðlinum Twitter í gær. Hann sagði fréttaflutning í Þungavigtinni einfaldlega rangan: „Ekki misskilja mig. Þessi frétt er bull.“ Eitthvað var þó til í því sem fram kom, ef marka má Ólaf H. Kristjánsson, yfirmann knattspyrnumála hjá Breiðabliki. Ólafur staðfestir að samskipti KSÍ við félagið hafi verið af skornum skammti. Ekki misskilja mig. Þessi frett er bull.— damir muminovic (@damirmuminovic) June 10, 2022 Ólafur staðfestir ósætti við vinnubrögð KSÍ Samkvæmt Ólafi var vissulega samskiptaleysi milli KSÍ og Breiðabliks en aðeins hafi verið haft samband við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara félagsins, á mánudagskvöldið þar sem, samkvæmt skilningi Ólafs, var Óskari einungis tilkynnt að leikmennirnir þrír væru á meðal þeirra sem væru til skoðunar að taka inn í hópinn. Ekki fylgir sögunni hvaða starfsmaður sambandsins hafði samband við Óskar. „Það var á mánudagskvöldið sem var haft samband við Óskar og hann spurður um stöðuna á Höskuldi, Jasoni og Damir. Spurt var hvort það væri ekki í góðu lagi að taka þá inn í þennan hóp fyrir leikinn við San Marínó,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann segir engan annan hjá Blikum hafa heyrt frá sambandinu og menn í Kópavogi hafi frétt af brottför félaganna þegar KSÍ tilkynnti opinberlega um málið morguninn eftir. „Ég þekki ekki samskiptin þar [milli Óskars og KSÍ], nema bara þetta að þeir væru á meðal kandídata að fara í þann leik. En svo sjáum við bara á þriðjudagsmorgninum að þeir væru að fara. Óskar var svo sem ekkert að hringja í mig á miðnætti að segja mér að þeir væru valdir enda ekki í hans verkahring,“ segir Ólafur sem ýjar þar með að því að Óskar Hrafn hafi hlotið símtalið seint á mánudagskvöldinu. „Ég benti á það [við KSÍ] að mér þætti eðlilegri samskipti að það yrði send einhver tilkynning eða skilaboð á okkur, félagið. Þar sem að leikmennirnir sem eru valdir fara á þriðjudegi og keppa á fimmtudegi, þannig að við gætum gert ráðstafanir með að manna æfingahópinn,“ segir Ólafur. Kallar eftir lágmarkssamskiptum og fékk loforð um betrun Ólafur kveðst hafa haft samband við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, vegna málsins og verið beðinn afsökunar á vinnubrögðunum. „Svo er það líka bara samskipti, að láta vita, þannig að maður mæti þeim ekki á tröppunum hérna þar sem þeir eru að sækja skóna sína og segjast vera farnir í landsliðið,“ segir Ólafur og bætir við: „Klara tók bara vel í það og baðst afsökunar á því og sögðu að þau myndu reyna að bæta úr þessu. Þannig að það er bara búið að klára það mál.“ Ólafur segir eðlilega kröfu að sambandið láti félag vita undir þessum kringumstæðum. Hann fagnar þá viðbrögðum Klöru við kvörtuninni og vonast til að bætur verði á. „Þegar að menn eru valdir í landslið þá er bara alls staðar eðlilegt að senda á félagið. Þeir eru leikmenn félagsins, það er heiður fyrir okkur að þeir séu valdir í landsliðið, þannig að það er ekki flókið að senda einn tölvupóst á hlutaðeigandi og upplýsa um valið og hvenær leikmenn verði í burtu. Það er mín skoðun og dæmi um fagleg vinnubrögð,“ „Klara brást vel við og vonandi verður þetta betra í framtíðinni.“ segir Ólafur. KSÍ Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Þrír Blikar, Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði Svanþórsson, voru kallaðir inn í hóp A-landsliðsins fyrir leikinn gegn San Marínó sem Ísland vann 1-0 á fimmtudagskvöld. Greint var frá því í Þungavigtinni í gær að leikmennirnir sem um ræðir hafi verið kvaddir inn í hópinn nánast um miðja nótt (aðfaranótt þriðjudags), félagið hafi ekki verið látið vita og einum leikmanni hafi verið lofaður meiri spiltími en raun bar vitni. Damir Muminovic, einn þeirra sem kallaður var upp í landsliðshópinn, vísaði þeim fregnum til föðurhúsanna á samfélagsmiðlinum Twitter í gær. Hann sagði fréttaflutning í Þungavigtinni einfaldlega rangan: „Ekki misskilja mig. Þessi frétt er bull.“ Eitthvað var þó til í því sem fram kom, ef marka má Ólaf H. Kristjánsson, yfirmann knattspyrnumála hjá Breiðabliki. Ólafur staðfestir að samskipti KSÍ við félagið hafi verið af skornum skammti. Ekki misskilja mig. Þessi frett er bull.— damir muminovic (@damirmuminovic) June 10, 2022 Ólafur staðfestir ósætti við vinnubrögð KSÍ Samkvæmt Ólafi var vissulega samskiptaleysi milli KSÍ og Breiðabliks en aðeins hafi verið haft samband við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara félagsins, á mánudagskvöldið þar sem, samkvæmt skilningi Ólafs, var Óskari einungis tilkynnt að leikmennirnir þrír væru á meðal þeirra sem væru til skoðunar að taka inn í hópinn. Ekki fylgir sögunni hvaða starfsmaður sambandsins hafði samband við Óskar. „Það var á mánudagskvöldið sem var haft samband við Óskar og hann spurður um stöðuna á Höskuldi, Jasoni og Damir. Spurt var hvort það væri ekki í góðu lagi að taka þá inn í þennan hóp fyrir leikinn við San Marínó,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann segir engan annan hjá Blikum hafa heyrt frá sambandinu og menn í Kópavogi hafi frétt af brottför félaganna þegar KSÍ tilkynnti opinberlega um málið morguninn eftir. „Ég þekki ekki samskiptin þar [milli Óskars og KSÍ], nema bara þetta að þeir væru á meðal kandídata að fara í þann leik. En svo sjáum við bara á þriðjudagsmorgninum að þeir væru að fara. Óskar var svo sem ekkert að hringja í mig á miðnætti að segja mér að þeir væru valdir enda ekki í hans verkahring,“ segir Ólafur sem ýjar þar með að því að Óskar Hrafn hafi hlotið símtalið seint á mánudagskvöldinu. „Ég benti á það [við KSÍ] að mér þætti eðlilegri samskipti að það yrði send einhver tilkynning eða skilaboð á okkur, félagið. Þar sem að leikmennirnir sem eru valdir fara á þriðjudegi og keppa á fimmtudegi, þannig að við gætum gert ráðstafanir með að manna æfingahópinn,“ segir Ólafur. Kallar eftir lágmarkssamskiptum og fékk loforð um betrun Ólafur kveðst hafa haft samband við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, vegna málsins og verið beðinn afsökunar á vinnubrögðunum. „Svo er það líka bara samskipti, að láta vita, þannig að maður mæti þeim ekki á tröppunum hérna þar sem þeir eru að sækja skóna sína og segjast vera farnir í landsliðið,“ segir Ólafur og bætir við: „Klara tók bara vel í það og baðst afsökunar á því og sögðu að þau myndu reyna að bæta úr þessu. Þannig að það er bara búið að klára það mál.“ Ólafur segir eðlilega kröfu að sambandið láti félag vita undir þessum kringumstæðum. Hann fagnar þá viðbrögðum Klöru við kvörtuninni og vonast til að bætur verði á. „Þegar að menn eru valdir í landslið þá er bara alls staðar eðlilegt að senda á félagið. Þeir eru leikmenn félagsins, það er heiður fyrir okkur að þeir séu valdir í landsliðið, þannig að það er ekki flókið að senda einn tölvupóst á hlutaðeigandi og upplýsa um valið og hvenær leikmenn verði í burtu. Það er mín skoðun og dæmi um fagleg vinnubrögð,“ „Klara brást vel við og vonandi verður þetta betra í framtíðinni.“ segir Ólafur.
KSÍ Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira