„Mjög erfitt að gíra sig upp í landsleik á móti lélegustu þjóð í heimi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. júní 2022 07:01 Þorkell Máni Pétursson fór yfir stöðu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Stöð 2 „Það er allavega jákvætt að við erum lélegasta landslið í heimi,“ sagði Þorkell Máni Pétursson um frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn San Marínó síðastliðinn fimmtudag. Íslensku strákarnir unnu þá 0-1 útisigur í vináttulandsleik gegn liðinu sem situr í neðsta sæti styrkleikalista FIFA, en 145 sæti skilja San Marínó og Ísland að á listanum. „Við unnum þennan leik, en það er náttúrulega margt sem þarf að skoða í þessu,“ sagði Þorkell í samtali við Stöð 2. „Það er mjög erfitt að vera að gíra sig upp í landsleik á móti lélegustu þjóð í heimi. Þetta er æfingaleikur og ef maður bara fer í hausinn á strákunum sem eru að spila þennan landsleik og allir eru að segja að þeir hafi verið ömurlegir, þá ætla ég bara að segja það að það er bara erfitt fyrir fótboltamenn í efstu deild á Íslandi að gíra sig upp í æfingaleiki.“ „Auðvitað var þetta ekkert góð frammistaða. En það sem maður samt kannski saknaði mest var að fyrst að við vorum að taka þennan æfingaleik, þá hefði maður kannski viljað sjá skýrt plan og hvert við erum að stefna með landsliðið. Það var ekki þarna í gær og kannski var það af því að það var verið að leyfa öllum að spila leik og horfa á þetta eins og æfingaleik. En ég hefði viljað sjá einhverjar pælingar um það hvað er verið að gera.“ Staða íslenskrar knattspyrnu er kannski ekki betri en þetta Þorkell spurði sig líka að því hvort að staða íslenskar karlaknattspyrnu væri kannski ekkert betri en þetta. Hann benti á að smáríkið San Marínó er á sama stað og Ísland þegar kemur að Evrópukeppnum. „Ég veit ekki hvað við eigum að vera hrokafull í afstöðu okkar um að þetta hafi allt verið ömurlegt. Menn eru mikið að kenna landsliðsþjálfaranum um þetta. En menn verða líka bara að spyrja sig hvort að íslenskur fótbolti sé á betri stað en þetta.“ „Við skulum ekkert gleyma því að þetta 35 þúsund manna Kópavogshverfi sem er San Marínó, þeir eru á sama stað og við í Evrópukeppni. Víkingur er sæti neðar eða sæti ofar en San Marínó-liðið. Það er staðan á íslenskum fótbolta í dag og menn þurfa kannski að sætta sig við það.“ „Auðvitað er þetta ótrúlega erfið staða sem Arnar [Þór Viðarsson] er í. Það fer þarna heil kynslóð út og það virðist ekki bara vera ein, heldur er næsta kynslóð á milli ekki þarna. Ég held að áhyggjuefnið sé bara hver staða íslensks karlafótbolta er.“ Klippa: Þorkell Máni um landsliðið Staðan betri kvennamegin „Við erum ekki að sjá þessa stöðu kvennamegin. Þar erum við með tvö lið í Evrópukeppni, bæði í Meistaradeildinni. Við erum að fara með landsliðið þar í lokakeppni EM og við ættum kannski að setja smá fókus á það, hvað það gengur gríðarlega vel hjá þeim. Í staðinn fyrir að vera að eyða tímanum í að svekkja okkur endalaust yfir þessu karlaliði og gefa þeim kannski bara einhvern tíma til að ná árangri.“ „Ég skil alveg pirringinn yfir þessu. En ég var svo sem alveg rólegur yfir þessum leik. Þetta var bara einhver San Marínó leikur og ég vissi að hann skipti ekki neinu. Við munum sjá allt aðra stemningu þegar við mætum Ísraelunum.“ Getum unnið Ísrael en þurfum að taka tillit til reynsluleysis Ísland tekur á móti Ísrael á mánudaginn í seinasta leik þessa landsleikjaglugga. Liðin skildu jöfn úti í Ísrael fyrir rúmri viku, í leik þar sem mátti sjá greinileg batamerki á leik íslenska liðsins. „Við getum alveg unnið þá á heimavelli. En við megum samt alveg búast við því að við getum alveg tapað. Það er miklu meiri reynsla í þessi Ísraelsliði. Við verðum að átta okkur á því að held ég næstum helmingurinn af strákunum sem voru að spila á móti San Marínó eru gjaldgengið í U-21 árs landsliðið sem er á mörkunum að komast í lokakeppnina.“ „Maður veltir alveg fyrir sér spurningunni hvort að við hefðum ekki bara átta að búa til þessa sigurreynslu. Það að við höfum komist á lokamót EM og HM á sínum tíma, það var búið til með liði sem fór á lokamót í U-17 og lokamót í U21-árs liðinu. Hvort við hefðum átt að búa sigurviljan þar til að einhverju leyti og kannski fórna einhverjum árum. En ég treysti því alveg að Arnar Þór Viðarsson sé kannski meiri fræðimaður í því en ég,“ sagði Þorkell að lokum. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Íslensku strákarnir unnu þá 0-1 útisigur í vináttulandsleik gegn liðinu sem situr í neðsta sæti styrkleikalista FIFA, en 145 sæti skilja San Marínó og Ísland að á listanum. „Við unnum þennan leik, en það er náttúrulega margt sem þarf að skoða í þessu,“ sagði Þorkell í samtali við Stöð 2. „Það er mjög erfitt að vera að gíra sig upp í landsleik á móti lélegustu þjóð í heimi. Þetta er æfingaleikur og ef maður bara fer í hausinn á strákunum sem eru að spila þennan landsleik og allir eru að segja að þeir hafi verið ömurlegir, þá ætla ég bara að segja það að það er bara erfitt fyrir fótboltamenn í efstu deild á Íslandi að gíra sig upp í æfingaleiki.“ „Auðvitað var þetta ekkert góð frammistaða. En það sem maður samt kannski saknaði mest var að fyrst að við vorum að taka þennan æfingaleik, þá hefði maður kannski viljað sjá skýrt plan og hvert við erum að stefna með landsliðið. Það var ekki þarna í gær og kannski var það af því að það var verið að leyfa öllum að spila leik og horfa á þetta eins og æfingaleik. En ég hefði viljað sjá einhverjar pælingar um það hvað er verið að gera.“ Staða íslenskrar knattspyrnu er kannski ekki betri en þetta Þorkell spurði sig líka að því hvort að staða íslenskar karlaknattspyrnu væri kannski ekkert betri en þetta. Hann benti á að smáríkið San Marínó er á sama stað og Ísland þegar kemur að Evrópukeppnum. „Ég veit ekki hvað við eigum að vera hrokafull í afstöðu okkar um að þetta hafi allt verið ömurlegt. Menn eru mikið að kenna landsliðsþjálfaranum um þetta. En menn verða líka bara að spyrja sig hvort að íslenskur fótbolti sé á betri stað en þetta.“ „Við skulum ekkert gleyma því að þetta 35 þúsund manna Kópavogshverfi sem er San Marínó, þeir eru á sama stað og við í Evrópukeppni. Víkingur er sæti neðar eða sæti ofar en San Marínó-liðið. Það er staðan á íslenskum fótbolta í dag og menn þurfa kannski að sætta sig við það.“ „Auðvitað er þetta ótrúlega erfið staða sem Arnar [Þór Viðarsson] er í. Það fer þarna heil kynslóð út og það virðist ekki bara vera ein, heldur er næsta kynslóð á milli ekki þarna. Ég held að áhyggjuefnið sé bara hver staða íslensks karlafótbolta er.“ Klippa: Þorkell Máni um landsliðið Staðan betri kvennamegin „Við erum ekki að sjá þessa stöðu kvennamegin. Þar erum við með tvö lið í Evrópukeppni, bæði í Meistaradeildinni. Við erum að fara með landsliðið þar í lokakeppni EM og við ættum kannski að setja smá fókus á það, hvað það gengur gríðarlega vel hjá þeim. Í staðinn fyrir að vera að eyða tímanum í að svekkja okkur endalaust yfir þessu karlaliði og gefa þeim kannski bara einhvern tíma til að ná árangri.“ „Ég skil alveg pirringinn yfir þessu. En ég var svo sem alveg rólegur yfir þessum leik. Þetta var bara einhver San Marínó leikur og ég vissi að hann skipti ekki neinu. Við munum sjá allt aðra stemningu þegar við mætum Ísraelunum.“ Getum unnið Ísrael en þurfum að taka tillit til reynsluleysis Ísland tekur á móti Ísrael á mánudaginn í seinasta leik þessa landsleikjaglugga. Liðin skildu jöfn úti í Ísrael fyrir rúmri viku, í leik þar sem mátti sjá greinileg batamerki á leik íslenska liðsins. „Við getum alveg unnið þá á heimavelli. En við megum samt alveg búast við því að við getum alveg tapað. Það er miklu meiri reynsla í þessi Ísraelsliði. Við verðum að átta okkur á því að held ég næstum helmingurinn af strákunum sem voru að spila á móti San Marínó eru gjaldgengið í U-21 árs landsliðið sem er á mörkunum að komast í lokakeppnina.“ „Maður veltir alveg fyrir sér spurningunni hvort að við hefðum ekki bara átta að búa til þessa sigurreynslu. Það að við höfum komist á lokamót EM og HM á sínum tíma, það var búið til með liði sem fór á lokamót í U-17 og lokamót í U21-árs liðinu. Hvort við hefðum átt að búa sigurviljan þar til að einhverju leyti og kannski fórna einhverjum árum. En ég treysti því alveg að Arnar Þór Viðarsson sé kannski meiri fræðimaður í því en ég,“ sagði Þorkell að lokum. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira