Mætir Ólympíumeistaranum á morgun: „Á eftir að græða mjög mikið á þessum bardaga“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júní 2022 23:32 Valgerður Guðsteinsdóttir mætir í hringinn gegn hinni bresku Lauren Price á morgun. Christian Hestnæs/mmafrettir.is Hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir mætir í hringinn á morgun þegar hún berst við bresku hnefaleikakonuna Lauren Price í OVO Arena Wembley. Lauren Price vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó, en þetta verður hennar fyrsti atvinnumannabardagi. „Hún var með andstæðing sem datt út af því að hann náði ekki að uppfylla læknisskoðun og allt þetta,“ sagði Valgerður í samtali við Vísi, aðspurð að því hvað varð til þess að hún fékk bardaga á móti Ólympíumeistaranum. „Þannig að á föstudagskvöld fékk ég þetta boð frá umboðsmanninum sem var svo samþykkt á laugardaginn var.“ Flestir hefðu líklega kosið lengri tíma til æfinga fyrir bardaga gegn ríkjandi Ólympíumeistara, en Valgerður segir æfingarnar í vikunni þó hafa gengið vel. „Þær æfingar sem ég náði hafa gengið mjög vel. Ég er með góða æfingafélaga og ég leitaði náttúrulega bara þangað strax á föstudagskvöldið þannig að ég byrjaði strax að undirbúa mig. Ég var alveg í fínu formi fyrir en það var bara spurning um að koma sér í boxform eins og maður segir. Það er ekkert það sama að vera í formi og boxformi.“ „Hún [Lauren Price] er reyndar alveg töluvert þyngri en ég er vön. Hún er að koma úr 69-75 kg flokki og kemur niður í 66,6 kg. Ég er vön að keppa í 59-61 kg þannig að það er líka stökk upp fyrir mig. Þetta eru allskonar áskoranir fyrir mig.“ Vissi ekki hver andstæðingurinn var í seinustu viku Lauren Price með Ólympíugullið.Buda Mendes/Getty Images Lauren Price er 27 ára boxari frá Wales og Bretarnir binda miklar vonir við hana. Eins og áður segir er þetta hennar fyrsti atvinnumannabardagi, en bresku miðlarnir segja þetta upphafið á ferli sem er ætlað að enda með margföldum heimsmeistaratitli. „Ég hafði svo sem ekki fylgst með henni áður. Ég vissi bara ekki hver hún var fyrr en ég tók þessum bardaga. Líklega af því að hún er ekkert nálægt mínum þyngdarflokki þannig að ég var kannski bara ekkert að spá í þessu,“ sagði Valgerður aðspurð að því hvort hún hafi fylgst með ferli andstæðingsins. „Þetta verður mjög krefjandi og ég veit að ég á eftir að græða mjög mikið á þessum bardaga, sama hvað gerist. Líka bara að fá að keppa á svona stóru korti og vera „Co-main event“. Við erum bara næst síðasti bardaginn og svo titilbardaginn. Þannig að það er bara geggjað.“ Getur verið stökk fyrir íslenskt bardagafólk Vísir ræddi einnig við Oscar Luis Juto, en hann þjálfaði Valgerði á sínum tíma. Oscar og Valgerður eru enn í miklu sambandi og Valgerður leitar til hans fyrir bardaga sem þennan. Oscar segir að bardagi af þessari stærðargráðu geti verið stökkpallur bæði fyrir Valgerði og annað íslenskt bardagafólk og Valgerður er sammála því. „Já, klárlega. Við erum sterk íþróttaþjóð eins og við vitum og í bardagaíþróttum líka. Þó að það fari ekki hátt þá erum við að gera góða hluti í áhugamannaboxi og MMA,“ sagði Valgerður að lokum. Valgerður og Lauren Price mætast í hringnum á morgun.Instagram/@valgerdurgud Box Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
„Hún var með andstæðing sem datt út af því að hann náði ekki að uppfylla læknisskoðun og allt þetta,“ sagði Valgerður í samtali við Vísi, aðspurð að því hvað varð til þess að hún fékk bardaga á móti Ólympíumeistaranum. „Þannig að á föstudagskvöld fékk ég þetta boð frá umboðsmanninum sem var svo samþykkt á laugardaginn var.“ Flestir hefðu líklega kosið lengri tíma til æfinga fyrir bardaga gegn ríkjandi Ólympíumeistara, en Valgerður segir æfingarnar í vikunni þó hafa gengið vel. „Þær æfingar sem ég náði hafa gengið mjög vel. Ég er með góða æfingafélaga og ég leitaði náttúrulega bara þangað strax á föstudagskvöldið þannig að ég byrjaði strax að undirbúa mig. Ég var alveg í fínu formi fyrir en það var bara spurning um að koma sér í boxform eins og maður segir. Það er ekkert það sama að vera í formi og boxformi.“ „Hún [Lauren Price] er reyndar alveg töluvert þyngri en ég er vön. Hún er að koma úr 69-75 kg flokki og kemur niður í 66,6 kg. Ég er vön að keppa í 59-61 kg þannig að það er líka stökk upp fyrir mig. Þetta eru allskonar áskoranir fyrir mig.“ Vissi ekki hver andstæðingurinn var í seinustu viku Lauren Price með Ólympíugullið.Buda Mendes/Getty Images Lauren Price er 27 ára boxari frá Wales og Bretarnir binda miklar vonir við hana. Eins og áður segir er þetta hennar fyrsti atvinnumannabardagi, en bresku miðlarnir segja þetta upphafið á ferli sem er ætlað að enda með margföldum heimsmeistaratitli. „Ég hafði svo sem ekki fylgst með henni áður. Ég vissi bara ekki hver hún var fyrr en ég tók þessum bardaga. Líklega af því að hún er ekkert nálægt mínum þyngdarflokki þannig að ég var kannski bara ekkert að spá í þessu,“ sagði Valgerður aðspurð að því hvort hún hafi fylgst með ferli andstæðingsins. „Þetta verður mjög krefjandi og ég veit að ég á eftir að græða mjög mikið á þessum bardaga, sama hvað gerist. Líka bara að fá að keppa á svona stóru korti og vera „Co-main event“. Við erum bara næst síðasti bardaginn og svo titilbardaginn. Þannig að það er bara geggjað.“ Getur verið stökk fyrir íslenskt bardagafólk Vísir ræddi einnig við Oscar Luis Juto, en hann þjálfaði Valgerði á sínum tíma. Oscar og Valgerður eru enn í miklu sambandi og Valgerður leitar til hans fyrir bardaga sem þennan. Oscar segir að bardagi af þessari stærðargráðu geti verið stökkpallur bæði fyrir Valgerði og annað íslenskt bardagafólk og Valgerður er sammála því. „Já, klárlega. Við erum sterk íþróttaþjóð eins og við vitum og í bardagaíþróttum líka. Þó að það fari ekki hátt þá erum við að gera góða hluti í áhugamannaboxi og MMA,“ sagði Valgerður að lokum. Valgerður og Lauren Price mætast í hringnum á morgun.Instagram/@valgerdurgud
Box Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti