One thing about Lynne spears she will ALWAYS have the audacity pic.twitter.com/jgUsocKABN
— kari spears (@karispears07) June 12, 2022
Í ummælunum undir færslu Britney fer Lynne Spears fögrum orðum um dóttur sína, segir hana geislandi og virðast hamingjusama. Þá lýsir hún brúðkaupi Britney og Sam Asghari sem draumabrúðkaupi og að halda það í heimahúsi geri það svo tilfinningasamt og sérstakt. Undir lok færslunnar segist hún elska Britney.
Móðir Britney var ekki eini fjölskyldumeðlimur Britney sem var ekki boðið í brúðkaupið en hvorki Jamie Spears, föður hennar, né Jamie Lynn Spears, systur hennar, var boðið.
Gagnrýnd fyrir holan hljóm og skort á stuðningi
Margir aðdáenda Britney hafa gagnrýnt móður Britney og segja holan hljóm í ummælum hennar. Þá var hún harðlega gagnrýnd á sínum tímum fyrir að hafa ekki stutt við Britney í baráttu hennar fyrir því að endurheimta forræði yfir sjálfri sér frá föður sínum, Jamie Spears.
Faðir hennar hafði haft forræði yfir Britney og fjármálum hennar frá 2008 fram til september á síðasta ári þegar hann missti það. Dómari skipaði í kjölfarið sérfræðing yfir fjármálum Britney og tveimur mánuðum síðar endurheimti Britney loks forræði yfir sjálfri sér.
Þá ber að geta að áður en Britney endurheimti forræðið lagði móðir hennar fram beiðni þess efnis að Britney borgaði allan hennar kostnað, meira en 600.000 dollara, sem hafði safnast upp í dómsmáli Britney gegn föður sínum. Lynne var ekki beinn hlutaðili að málinu en tók virkan þátt og lýsti yfir áhuga á að fá að deila forræði yfir Britney með Jamie.
Britney brást við beiðni móður sinnar á sínum tíma með því að birta instagram-færslu (sem hún eyddi síðan) þar sem hún sakaði móður sína um að hafa verið hugmyndasmiðinn að baki forræði föðurs Britney yfir henni og sagði hana hafa eyðilagt líf sitt leynilega.