Fyrstu gæludýr úkraínskra flóttamanna koma til landsins í dag Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. júní 2022 15:08 Úkraínskur maður klappar hundinum sínum í útjaðri Kænugarðs. Mynd tengist frétt ekki beint. Natacha Pisarenko/AP Tekið verður á móti tveimur hundum á nýrri einangrunarstöð Matvælastofnunar á Kjalarnesi í dag. Hundarnir tveir eru fyrstu gæludýrin í eigu flóttafólks frá Úkraínu sem tekið er á móti en von er á fleiri dýrum á komandi vikum. Þetta kemur fram í tilkynningu Matvælastofnunar í dag. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, veitti undanþágu í mars til að flóttafólk frá Úkraínu gæti tekið á móti gæludýrum sínum að lokinni nauðsynlegri einangrun, bólusetningum og meðhöndlun. Eftir framkvæmdir uppfyllir einangrunarstöðin á Kjalarnesi nú nauðsynleg skilyrði og getur tekið á móti fjórum köttum og 22 hundum. Þegar er búið að gefa út innflutningsleyfi og munu flest dýranna þurfa a.m.k. þriggja mánaða einangrun. Fólk beðið eftir opnun stöðvarinnar Í viðtali Stöðvar 2 við Hrund Hólm, deildarstjóra hjá inn- og útflutningsdeild Matvælastofnunar þann 2. júní síðastliðin kom fram að hátt í 70 einstaklingar höfðu áður haft samband við Matvælastofnun vegna málsins. „Sumt fólk hefur í rauninni bara verið að bíða eftir að þetta opni svo þau geti komið hingað,“ sagði Hrund um opnun einangrunarstöðvarinnar. Þó að fallið hafi verið frá ákveðnum skilyrðum verði ítrustu varúðar áfram gætt, meðal annars með tilliti til hundaæðis sem er víða í Úkraínu. Þá sagði hún það vera gríðarlega mikilvægt að fyrirbyggja að hingað berist smitsjúkdómar og því væri enginn afsláttur gefinn af heilbrigðisskilyrðum. Gæludýraeigendur geti loks átt endurfundi við dýrin sín Í tilkynningunni kemur fram að eftir komu dýranna fari fram ítarleg læknisskoðun innan þriggja daga, sýnatökur og bólusetningar eins og kveðið er á um í reglugerð. Auk þess að sinna fóðrun, þrifum, smitvörnum og eftirliti með heilsufari er einnig mikil áhersla lögð á að starfsfólk stöðvarinnar verji tíma með hverju dýri. „Það er góð tilhugsun að gæludýraeigendur frá Úkraínu geti nú átt endurfundi við dýrin sín eftir þær miklu raunir sem bæði menn og dýr hafa þurft að þola,“ sagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Flóttafólk á Íslandi Gæludýr Úkraína Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, veitti undanþágu í mars til að flóttafólk frá Úkraínu gæti tekið á móti gæludýrum sínum að lokinni nauðsynlegri einangrun, bólusetningum og meðhöndlun. Eftir framkvæmdir uppfyllir einangrunarstöðin á Kjalarnesi nú nauðsynleg skilyrði og getur tekið á móti fjórum köttum og 22 hundum. Þegar er búið að gefa út innflutningsleyfi og munu flest dýranna þurfa a.m.k. þriggja mánaða einangrun. Fólk beðið eftir opnun stöðvarinnar Í viðtali Stöðvar 2 við Hrund Hólm, deildarstjóra hjá inn- og útflutningsdeild Matvælastofnunar þann 2. júní síðastliðin kom fram að hátt í 70 einstaklingar höfðu áður haft samband við Matvælastofnun vegna málsins. „Sumt fólk hefur í rauninni bara verið að bíða eftir að þetta opni svo þau geti komið hingað,“ sagði Hrund um opnun einangrunarstöðvarinnar. Þó að fallið hafi verið frá ákveðnum skilyrðum verði ítrustu varúðar áfram gætt, meðal annars með tilliti til hundaæðis sem er víða í Úkraínu. Þá sagði hún það vera gríðarlega mikilvægt að fyrirbyggja að hingað berist smitsjúkdómar og því væri enginn afsláttur gefinn af heilbrigðisskilyrðum. Gæludýraeigendur geti loks átt endurfundi við dýrin sín Í tilkynningunni kemur fram að eftir komu dýranna fari fram ítarleg læknisskoðun innan þriggja daga, sýnatökur og bólusetningar eins og kveðið er á um í reglugerð. Auk þess að sinna fóðrun, þrifum, smitvörnum og eftirliti með heilsufari er einnig mikil áhersla lögð á að starfsfólk stöðvarinnar verji tíma með hverju dýri. „Það er góð tilhugsun að gæludýraeigendur frá Úkraínu geti nú átt endurfundi við dýrin sín eftir þær miklu raunir sem bæði menn og dýr hafa þurft að þola,“ sagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Flóttafólk á Íslandi Gæludýr Úkraína Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira