Í lífstíðarfangelsi eftir að hún lét skáldsögu sína verða að veruleika Eiður Þór Árnason skrifar 14. júní 2022 09:24 Nancy Crampton Brophy í dómssal í apríl. Hún hefur verið fundin sek um annarrar gráðu morð. AP/The Oregonian/Dave Killen Höfundur sögu sem titluð er Hvernig á að myrða eiginmann þinn var í gær dæmd í lífstíðarfangelsi með möguleika á reynslulausn fyrir að drepa eiginmann sinn í Portland í Bandaríkjunum fyrir fjórum árum. Hin 71 árs gamla Nancy Crampton Brophy hafði birt sögu sína á netinu nokkrum árum fyrr. Saksóknari segir að hún hafi skotið 63 ára Dan Brophy til bana á vinnustað hans árið 2018 vegna þess að hún hafi vonast til að fá greiddar 1,5 milljónir bandaríkjadala út úr líftryggingunni eiginmannsins. Hún var sakfelld fyrir annarar gráðu morð í seinasta mánuði. Málið hefur vakið nokkra athygli í Bandaríkjunum í ljósi skrifa hennar en hjónin höfðu verið gift í 26 ár. Dómari heimilaði ekki að horft væri til sögunnar sem sönnunargagns við réttarhöldin Crampton Brophy hefur sömuleiðis skrifað og gefið út erotískar ástarsögur með titlum á borð við Rangi eiginmaðurinn og Rangi elskuhuginn, af því er fram kemur í frétt BBC. Í Hvernig á að myrða eiginmann þinn útlistaði hún nokkrar ólíkar leiðir til að fremja verknaðinn þar sem meðal annars var notast við skotvopn, hnífa, eitur og leigumorðingja. Hafi átt náið og ástríkt samband Saksóknari sagði kviðdómi að hjónin hafi átt í fjárhagslegum erfiðleikum þegar Crampton Brophy myrti eiginmann sinn og í aðdraganda þess hafi hún fest kaup á búnaði til að útbúa órekjanlegt skotvopn og síðar keypt Glock 17 handbyssu á skotfærasýningu. Að sögn AP-fréttaveitunnar hafnaði verjandi Crampton Brophy málflutningi ákæruvaldsins, þar á meðal að hjónin hafi átt í miklum fjárhagslegum erfiðleikum. Þá bar fólk vitni um sterkt og ástríkt samband þeirra. Crampton Brophy sagði sjálf að bæði hún og eiginmaður hennar hafi keypt líftryggingu til að búa í haginn fyrir eftirlaunaárin og verið búin að útbúa áætlun til að draga úr skuldum sínum. Þá hafi rannsókn hennar á órekjanlegum vopnum verið hluti af undirbúningi fyrir framtíðar skáldsögu. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Hin 71 árs gamla Nancy Crampton Brophy hafði birt sögu sína á netinu nokkrum árum fyrr. Saksóknari segir að hún hafi skotið 63 ára Dan Brophy til bana á vinnustað hans árið 2018 vegna þess að hún hafi vonast til að fá greiddar 1,5 milljónir bandaríkjadala út úr líftryggingunni eiginmannsins. Hún var sakfelld fyrir annarar gráðu morð í seinasta mánuði. Málið hefur vakið nokkra athygli í Bandaríkjunum í ljósi skrifa hennar en hjónin höfðu verið gift í 26 ár. Dómari heimilaði ekki að horft væri til sögunnar sem sönnunargagns við réttarhöldin Crampton Brophy hefur sömuleiðis skrifað og gefið út erotískar ástarsögur með titlum á borð við Rangi eiginmaðurinn og Rangi elskuhuginn, af því er fram kemur í frétt BBC. Í Hvernig á að myrða eiginmann þinn útlistaði hún nokkrar ólíkar leiðir til að fremja verknaðinn þar sem meðal annars var notast við skotvopn, hnífa, eitur og leigumorðingja. Hafi átt náið og ástríkt samband Saksóknari sagði kviðdómi að hjónin hafi átt í fjárhagslegum erfiðleikum þegar Crampton Brophy myrti eiginmann sinn og í aðdraganda þess hafi hún fest kaup á búnaði til að útbúa órekjanlegt skotvopn og síðar keypt Glock 17 handbyssu á skotfærasýningu. Að sögn AP-fréttaveitunnar hafnaði verjandi Crampton Brophy málflutningi ákæruvaldsins, þar á meðal að hjónin hafi átt í miklum fjárhagslegum erfiðleikum. Þá bar fólk vitni um sterkt og ástríkt samband þeirra. Crampton Brophy sagði sjálf að bæði hún og eiginmaður hennar hafi keypt líftryggingu til að búa í haginn fyrir eftirlaunaárin og verið búin að útbúa áætlun til að draga úr skuldum sínum. Þá hafi rannsókn hennar á órekjanlegum vopnum verið hluti af undirbúningi fyrir framtíðar skáldsögu.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira