Að þessu sinni heimsótti Langston Angus sem hefur komið smáhýsi sínu fyrir í Waikato í Nýja-Sjálandi en hann hófst handa við uppsetningu fyrir aðeins níu mánuðum.
Umrætt smáhýsi er á hjólum og er því hægt að flytja það með sér hvenær sem er. Það sem gerir þetta hús einstakt er lofthæðin og er útsýnið magnað frá veröndinni. Húsið er alls 33 fermetrar að stærð.
Hæð hússins er 4,3 metrar og því er hægt að standa uppréttur á báðum hæðum. Hér að neðan má sjá yfirferð Bryce Langston um eignina.