Stórleikir í Laugardal og á Selfossi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2022 13:30 Selfoss fær Val í heimsókn á meðan Breiðablik mætir Þrótti Reykjavík. Vísir/Diego Níunda umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta fer fram í kvöld. Tveir stórleikir eru á dagskrá og þá verða herlegheitin gerð upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 22.00 í kvöld. Íslandsmeistarar Vals keyra suður fyrir fjall og mæta Selfyssingum. Heimaliðið tapaði naumlega á Kópavogsvelli í síðustu umferð og þarf að taka stig, eitt eða fleiri, af gestunum í dag ætli liðið sér ekki að missa efstu fjögur lið deildarinnar fram úr sér. Valur hefur átt erfitt með lið utan höfuðborgarsvæðisins til þessa á leiktíðinni en liðið tapaði nokkuð óvænt 2-1 fyrir Þór/KA á Akureyri í annarri umferð og þá gerði liðið nýverið 1-1 jafntefli við ÍBV á Hlíðarenda. Nú er spurning hvort Selfyssingar ætli sér að vera með Þór/KA og ÍBV í flokki eða Keflavík sem steinlá 3-0 gegn Íslandsmeisturunum. Með sigri gæti Selfoss farið alla leið upp í 2. sæti deildarinnar þar sem Þróttur Reykjavík tekur á móti bikarmeisturum Breiðabliks í Laugardalnum. Sem stendur situr Þróttur sæti ofar með stigi meira en liðin eru í 3. og 4. sæti deildarinnar. Blikar flakka á milli þess að geta varla skorað í að raða inn mörkum. Það er framan af sumri allavega en liðið lét eitt mark duga er Selfoss mætti á Kópavogsvöll í síðustu umferð. Hildur Antonsdóttir – sem er óvænt farin að spila fremst – skoraði glæsilegt mark og tryggði Breiðabliki 1-0 sigur í skemmtilegum leik. Breiðablik er með jafnbestu vörn deildarinnar ásamt toppliði Vals og ljóst að ef Blikar vinna sinn leik í kvöld ásamt því að Selfoss taki stig af Val að þá er toppbaráttan í Bestu deild kvenna búin að opnast upp á gátt. Aðeins eru fjórir dagar síðan Breiðablik og Þróttur Reykjavík áttust við síðast en liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þann 10. júní. Líkt og í úrslitaleiknum á síðasta tímabili var það Breiðablik sem hafði betur. Einhverstaðar segir að ómögulegt sé að vinna tvo leiki í röð ef lið nokkuð jöfn að styrkleika mætast í deild og bikar án þess að spila leik þar á milli. Það er nú Blika að afsanna þá kenningu. 9. umferð Bestu deildar kvenna.Bestu mörkin Svona lítur 9. umferð Bestu deildar kvenna út en stórleikurinn á Selfossi er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þar á undan er leikur Aftureldingar og ÍBV sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Allir leikir eru svo sýndir beint á rás Bestu deildarinnar á Stöð2.is. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir „Fyrsta skipti í langan tíma sem þú sérð ekki Val og Breiðablik tróna tvö á toppnum“ Mikil spenna ríkir fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Ásamt því að fara yfir komandi umferð ræddi Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, aðeins íslenska kvenna landsliðið en gestir hennar að þessu sinni eiga samtals að baki 217 A-landsleiki. 13. júní 2022 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals keyra suður fyrir fjall og mæta Selfyssingum. Heimaliðið tapaði naumlega á Kópavogsvelli í síðustu umferð og þarf að taka stig, eitt eða fleiri, af gestunum í dag ætli liðið sér ekki að missa efstu fjögur lið deildarinnar fram úr sér. Valur hefur átt erfitt með lið utan höfuðborgarsvæðisins til þessa á leiktíðinni en liðið tapaði nokkuð óvænt 2-1 fyrir Þór/KA á Akureyri í annarri umferð og þá gerði liðið nýverið 1-1 jafntefli við ÍBV á Hlíðarenda. Nú er spurning hvort Selfyssingar ætli sér að vera með Þór/KA og ÍBV í flokki eða Keflavík sem steinlá 3-0 gegn Íslandsmeisturunum. Með sigri gæti Selfoss farið alla leið upp í 2. sæti deildarinnar þar sem Þróttur Reykjavík tekur á móti bikarmeisturum Breiðabliks í Laugardalnum. Sem stendur situr Þróttur sæti ofar með stigi meira en liðin eru í 3. og 4. sæti deildarinnar. Blikar flakka á milli þess að geta varla skorað í að raða inn mörkum. Það er framan af sumri allavega en liðið lét eitt mark duga er Selfoss mætti á Kópavogsvöll í síðustu umferð. Hildur Antonsdóttir – sem er óvænt farin að spila fremst – skoraði glæsilegt mark og tryggði Breiðabliki 1-0 sigur í skemmtilegum leik. Breiðablik er með jafnbestu vörn deildarinnar ásamt toppliði Vals og ljóst að ef Blikar vinna sinn leik í kvöld ásamt því að Selfoss taki stig af Val að þá er toppbaráttan í Bestu deild kvenna búin að opnast upp á gátt. Aðeins eru fjórir dagar síðan Breiðablik og Þróttur Reykjavík áttust við síðast en liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þann 10. júní. Líkt og í úrslitaleiknum á síðasta tímabili var það Breiðablik sem hafði betur. Einhverstaðar segir að ómögulegt sé að vinna tvo leiki í röð ef lið nokkuð jöfn að styrkleika mætast í deild og bikar án þess að spila leik þar á milli. Það er nú Blika að afsanna þá kenningu. 9. umferð Bestu deildar kvenna.Bestu mörkin Svona lítur 9. umferð Bestu deildar kvenna út en stórleikurinn á Selfossi er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þar á undan er leikur Aftureldingar og ÍBV sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Allir leikir eru svo sýndir beint á rás Bestu deildarinnar á Stöð2.is.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir „Fyrsta skipti í langan tíma sem þú sérð ekki Val og Breiðablik tróna tvö á toppnum“ Mikil spenna ríkir fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Ásamt því að fara yfir komandi umferð ræddi Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, aðeins íslenska kvenna landsliðið en gestir hennar að þessu sinni eiga samtals að baki 217 A-landsleiki. 13. júní 2022 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
„Fyrsta skipti í langan tíma sem þú sérð ekki Val og Breiðablik tróna tvö á toppnum“ Mikil spenna ríkir fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Ásamt því að fara yfir komandi umferð ræddi Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, aðeins íslenska kvenna landsliðið en gestir hennar að þessu sinni eiga samtals að baki 217 A-landsleiki. 13. júní 2022 11:00