Íslenski boltinn

Flug KR frestast sem og leikurinn fyrir norðan

Valur Páll Eiríksson skrifar
Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR.
Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR. Vísir/Vilhelm

Leikur Þórs/KA og KR í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld frestast um klukkustund og hefst klukkan 19:00. Breyting verður á sýningarrás leiksins og verður hann sýndur beint á Vísi.is.

Leikur Þórs/KA og KR átti að hefjast klukkan 18:00 en vegna frestunar á flugi KR-kvenna norður verður ekki flautað til leiks fyrr en 19:00.

Leikurinn átti að vera sýndur á Stöð 2 Besta deildin en þar sem hann skarast á við leik Þróttar R. og Breiðabliks sem er á sömu rás klukkan 20:15 verður Þór/KA - KR sýndur á Stöð 2 Vísir og einnig verður hægt að nálgast leikinn á Vísi.is.

KR er á botni deildarinnar með þrjú stig en Þór/KA er með níu stig í sjöunda sæti.

Heil umferð er á dagskrá í kvöld. 

Leikir kvöldsins:

18:00 Afturelding - ÍBV (Stöð 2 Sport 4)

19:00 Þór/KA - KR (Stöð 2 Sport Vísir og Vísir.is)

19:15 Selfoss - Valur (Stöð 2 Sport)

19:15 Keflavík - Stjarnan (Stöð 2 Besta deildin 2)

20:15 Þróttur R. - Breiðablik (Stöð 2 Besta deildin)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×