„Hélt að þetta væri leyndarmál sem ég færi með í gröfina“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. júní 2022 10:29 Eva Dís var í sjö mánuði í vændi í Danmörku. Hvernig enda konur og menn í vændi? er þetta val eða gert í neyð? Eva Dís Þórðardóttir er ein þeirra sem stundað hefur vændi, gerði það ekki í langan tíma og vill hún opna umræðuna. Hún er alfarið á móti afglæpavæðingu þess. Sindri Sindrason ræddi við Evu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Eva er fædd á Húsavík 1978. Þar gekk hún í barnaskóla ásamt systur sinni en fyrir áttu foreldrar hennar sitt hvort barnið. „Síðan skilja mamma og pabbi 1993. Pabbi flytur til Reykjavíkur og mamma flytur á Eyrarbakka 1995 og þá flyt ég til Reykjavíkur til pabba. Hann var þá kominn með nýja konu. Þeirra sambúð gekk vel en ekki mín við þau,“ segir Eva sem fluttu því út og bjó ein í borginni aðeins 17 ára. Hún byrjaði að leigja með skóla og segist líklega hafa verið duglegri við það að djamma en að sinna náminu. Byrjaði á símanum „Ég hætti og byrjaði aftur endurtekið í framhaldsskóla. Svo var mamma flutt á Hvolsvöll og ég flutti til hennar,“ segir Eva sem kláraði stúdentinn á Selfossi. Hún nær ekki að fóta sig almennilega í vinnu og flytur því næst til Danmerkur eftir að hafa kynnst manni á netinu. Það samband gekk þó ekki og þá kynntist Eva öðrum manni sem hafði tengingar við vændisheiminn eins og hún orðar það og hún fékk vinnu í gegnum hann. „Ég var að vinna við að taka símann, raða upp herbergjum á vændishúsi og þegar við hættum saman tók ég þetta skref að stíga inn í heim vændis. Ég var misnotuð í kringum tíu ára aldurinn og vil ekki fara út í það af hverjum. Ég byrjaði með kærustum fjórtán ára og miklu eldri en ég og var frekar markalaus þegar kom að kynlífi. Ég hafði svolítið skakkar hugmyndir um það hvernig ástarsambönd eiga að vera þegar ég byrja í þeim fjórtán ára.“ Eva segir að mögulega hafi þessi lífsreynsla eitthvað með það að gera að henni hafi ekki þótt vændi hryllileg tilhugsun. Mörk hennar höfðu verið færð. „Ef ég lít í baksýnisspegilinn þá hef ég líklega hugsað, að það væri nú ekki langt stökk frá því að vera lauslát, vera misnotuð og hugsa að það væri kannski bara best að taka pening fyrir þetta. Ég geri þetta hvort sem er. Ég er semsagt að vinna á símanum og það eru nokkrar stelpur sem spyrja hvort ég væri ekki til í að fá meiri pening, ég sé svo sæt og ég geti grætt fullt af pening. Það var sett upp uppboð í kringum mitt fyrsta skipti, ég man þetta ekki alveg nægilega vel, þetta er allt svolítið í móðu. Ég man eftir fyrsta gerandanum. Hann var bara frekar flottur maður, vel klæddur og í flottum fötum. Ég man að hann var með svona vasaúr og þetta var ekkert mál,“ segir Eva. Evu fannst þetta bara fínt og peningurinn góður. Hún segir að mögulega hafi þetta gefið henni ranga mynd og hélt hún að þetta yrði alltaf bara svona. Ofbeldið átti þó eftir að harðna. Hún var lamin og mörk hennar áttu eftir að færast enn frekar til þrátt fyrir að hún hafi aðeins stundað vændi í sjö mánuði. Hún segir að vegna þess að hún hafi lent í kynferðisofbeldi sem barn hafi hún lært að splitta sér í tvennt eins og hún orðar það. Þegar aðstæður urðu erfiðar þá segir Eva Dís að hún hafi getað sónað út eins og hún orðar þar og gleymt stund og stað. Eva Dís á góðri stundu. „Þetta situr samt í taugakerfinu. Jú ég gat grafið þetta niður í vissan tíma en ég var kannski í partí og einhver segir óviðeigandi brandara og ég var þá allt í einu komin í aðstæðurnar og það er verið að meiða mig, lyktin allt í einu til staðar. Samt er hluti af mér í teitinu að hlægja að brandaranum,“ segir Eva og bætir hún við að erfitt sé að útskýra þetta almennilega. Eva var þarna í sambandi, aftur með fyrrverandi og vildi hætta í vændinu því þau langaði að eignast barn. Hún segir hann hafa viljað hafa hana í vændi vegna peningana, en á sama tíma var hann afbrýðisamur. Barneignir gengu ekki vegna þess að Eva Dís er með endómetríósu og þau hættu saman árið 2008. Enginn vissi í raun að hún væri í vændi. Skömm og fordómar „Ég hélt að þetta væri leyndarmál sem ég færi með í gröfina. Ég vissi ekki að þetta væri eitthvað sem væri hægt að tala um,“ segir Eva og bætir við að fordómarnir séu miklir. Skömmin sé líka mikil en hún ákveður að segja móður sinni og systur frá, en bara eftir að faðir hennar hafði fallið frá. Honum hefði hún aldrei getað sagt frá. En varðandi fyrra samband segir hún: „Ég hélt að hann væri svona mitt síðasta tækifæri til að vera í heiðarlegu ástarsambandi. Ef ég hætti með honum og myndi byrja með öðrum þá yrði þetta eitthvað sem yrði alltaf leyndarmál og ég gæti aldrei deilt með mínum félaga. Þess vegna var ég í þessu óholla ástarsambandi miklu lengur en var gott fyrir mig. Ég byrja í sjálfsvinnu hjá presti sumarið eftir að pabbi deyr. Hann tekur líf sitt vorið 2011 og ég fæ hálfgert taugáfall við það og fæ sálgæslu hjá presti. Svo stuttu seinna fer ég í endajaxlatöku sem endar illa og ég fæ tak í hálsinn. Tannlæknirinn minn sendir mig til stjörnunuddara og hann misnotar stöðu sína með mig á bekknum, hann nauðgar mér á bekknum hjá sér. Ég fæ taugaáfall við það, labba út af stofunni hjá honum og lendi strax í kjölfarið í bílslysi og þremur vikum seinna lendi ég aftur í bílslysi. Ég fer í hópameðferð í kjölfarið á Skálholti í hugleiðslu öll í klessu eftir tvö bílslys og þar byrjar eitthvað að opnast hjá mér, þetta kynferðisofbeldi úr barnæsku og þau senda mig í Stígamót.“ Hún segir langan veg hafa verið að bata. Hann sé enn í gangi og allt sé á réttri leið. Hún stýrir í dag hópstarfi hjá Stígamótum þar sem hún aðstoðar konur í þessari stöðu. Þarf sterkan mann „Núna held ég að ég sé komin á svona punkt að ég gæti hugsað mér að fara í samband. En ég held að ég sé ekkert á leiðinni í samband með einhverjum venjulegum manni, ég held að það þurfi frekar sterkan aðila í manneskju eins og mig, með mína fortíð.“ Hún vill fræða fólk og þess vegna hefur verið gefin út bókin Venjulegar konur – Vændi á Íslandi. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að það er fullt af fólki sem vill ekkert lesa þessa bók og aðrir eru forvitnir. En við erum komin að þeim punkti að við þurfum eiginlega samstöðu í samfélaginu. Það eru langir biðlistar hjá Stígamótum og við viljum vera í Stígamótum því þá getum við fallið í fjöldann hjá hinum þolendum kynferðisofbeldis. Við þurfum meiri fjárveitingu og helst myndi ég vilja að það væri einn ráðgjafi sem væri bara í þessu.“ Ísland í dag Vændi Kynferðisofbeldi Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Hún er alfarið á móti afglæpavæðingu þess. Sindri Sindrason ræddi við Evu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Eva er fædd á Húsavík 1978. Þar gekk hún í barnaskóla ásamt systur sinni en fyrir áttu foreldrar hennar sitt hvort barnið. „Síðan skilja mamma og pabbi 1993. Pabbi flytur til Reykjavíkur og mamma flytur á Eyrarbakka 1995 og þá flyt ég til Reykjavíkur til pabba. Hann var þá kominn með nýja konu. Þeirra sambúð gekk vel en ekki mín við þau,“ segir Eva sem fluttu því út og bjó ein í borginni aðeins 17 ára. Hún byrjaði að leigja með skóla og segist líklega hafa verið duglegri við það að djamma en að sinna náminu. Byrjaði á símanum „Ég hætti og byrjaði aftur endurtekið í framhaldsskóla. Svo var mamma flutt á Hvolsvöll og ég flutti til hennar,“ segir Eva sem kláraði stúdentinn á Selfossi. Hún nær ekki að fóta sig almennilega í vinnu og flytur því næst til Danmerkur eftir að hafa kynnst manni á netinu. Það samband gekk þó ekki og þá kynntist Eva öðrum manni sem hafði tengingar við vændisheiminn eins og hún orðar það og hún fékk vinnu í gegnum hann. „Ég var að vinna við að taka símann, raða upp herbergjum á vændishúsi og þegar við hættum saman tók ég þetta skref að stíga inn í heim vændis. Ég var misnotuð í kringum tíu ára aldurinn og vil ekki fara út í það af hverjum. Ég byrjaði með kærustum fjórtán ára og miklu eldri en ég og var frekar markalaus þegar kom að kynlífi. Ég hafði svolítið skakkar hugmyndir um það hvernig ástarsambönd eiga að vera þegar ég byrja í þeim fjórtán ára.“ Eva segir að mögulega hafi þessi lífsreynsla eitthvað með það að gera að henni hafi ekki þótt vændi hryllileg tilhugsun. Mörk hennar höfðu verið færð. „Ef ég lít í baksýnisspegilinn þá hef ég líklega hugsað, að það væri nú ekki langt stökk frá því að vera lauslát, vera misnotuð og hugsa að það væri kannski bara best að taka pening fyrir þetta. Ég geri þetta hvort sem er. Ég er semsagt að vinna á símanum og það eru nokkrar stelpur sem spyrja hvort ég væri ekki til í að fá meiri pening, ég sé svo sæt og ég geti grætt fullt af pening. Það var sett upp uppboð í kringum mitt fyrsta skipti, ég man þetta ekki alveg nægilega vel, þetta er allt svolítið í móðu. Ég man eftir fyrsta gerandanum. Hann var bara frekar flottur maður, vel klæddur og í flottum fötum. Ég man að hann var með svona vasaúr og þetta var ekkert mál,“ segir Eva. Evu fannst þetta bara fínt og peningurinn góður. Hún segir að mögulega hafi þetta gefið henni ranga mynd og hélt hún að þetta yrði alltaf bara svona. Ofbeldið átti þó eftir að harðna. Hún var lamin og mörk hennar áttu eftir að færast enn frekar til þrátt fyrir að hún hafi aðeins stundað vændi í sjö mánuði. Hún segir að vegna þess að hún hafi lent í kynferðisofbeldi sem barn hafi hún lært að splitta sér í tvennt eins og hún orðar það. Þegar aðstæður urðu erfiðar þá segir Eva Dís að hún hafi getað sónað út eins og hún orðar þar og gleymt stund og stað. Eva Dís á góðri stundu. „Þetta situr samt í taugakerfinu. Jú ég gat grafið þetta niður í vissan tíma en ég var kannski í partí og einhver segir óviðeigandi brandara og ég var þá allt í einu komin í aðstæðurnar og það er verið að meiða mig, lyktin allt í einu til staðar. Samt er hluti af mér í teitinu að hlægja að brandaranum,“ segir Eva og bætir hún við að erfitt sé að útskýra þetta almennilega. Eva var þarna í sambandi, aftur með fyrrverandi og vildi hætta í vændinu því þau langaði að eignast barn. Hún segir hann hafa viljað hafa hana í vændi vegna peningana, en á sama tíma var hann afbrýðisamur. Barneignir gengu ekki vegna þess að Eva Dís er með endómetríósu og þau hættu saman árið 2008. Enginn vissi í raun að hún væri í vændi. Skömm og fordómar „Ég hélt að þetta væri leyndarmál sem ég færi með í gröfina. Ég vissi ekki að þetta væri eitthvað sem væri hægt að tala um,“ segir Eva og bætir við að fordómarnir séu miklir. Skömmin sé líka mikil en hún ákveður að segja móður sinni og systur frá, en bara eftir að faðir hennar hafði fallið frá. Honum hefði hún aldrei getað sagt frá. En varðandi fyrra samband segir hún: „Ég hélt að hann væri svona mitt síðasta tækifæri til að vera í heiðarlegu ástarsambandi. Ef ég hætti með honum og myndi byrja með öðrum þá yrði þetta eitthvað sem yrði alltaf leyndarmál og ég gæti aldrei deilt með mínum félaga. Þess vegna var ég í þessu óholla ástarsambandi miklu lengur en var gott fyrir mig. Ég byrja í sjálfsvinnu hjá presti sumarið eftir að pabbi deyr. Hann tekur líf sitt vorið 2011 og ég fæ hálfgert taugáfall við það og fæ sálgæslu hjá presti. Svo stuttu seinna fer ég í endajaxlatöku sem endar illa og ég fæ tak í hálsinn. Tannlæknirinn minn sendir mig til stjörnunuddara og hann misnotar stöðu sína með mig á bekknum, hann nauðgar mér á bekknum hjá sér. Ég fæ taugaáfall við það, labba út af stofunni hjá honum og lendi strax í kjölfarið í bílslysi og þremur vikum seinna lendi ég aftur í bílslysi. Ég fer í hópameðferð í kjölfarið á Skálholti í hugleiðslu öll í klessu eftir tvö bílslys og þar byrjar eitthvað að opnast hjá mér, þetta kynferðisofbeldi úr barnæsku og þau senda mig í Stígamót.“ Hún segir langan veg hafa verið að bata. Hann sé enn í gangi og allt sé á réttri leið. Hún stýrir í dag hópstarfi hjá Stígamótum þar sem hún aðstoðar konur í þessari stöðu. Þarf sterkan mann „Núna held ég að ég sé komin á svona punkt að ég gæti hugsað mér að fara í samband. En ég held að ég sé ekkert á leiðinni í samband með einhverjum venjulegum manni, ég held að það þurfi frekar sterkan aðila í manneskju eins og mig, með mína fortíð.“ Hún vill fræða fólk og þess vegna hefur verið gefin út bókin Venjulegar konur – Vændi á Íslandi. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að það er fullt af fólki sem vill ekkert lesa þessa bók og aðrir eru forvitnir. En við erum komin að þeim punkti að við þurfum eiginlega samstöðu í samfélaginu. Það eru langir biðlistar hjá Stígamótum og við viljum vera í Stígamótum því þá getum við fallið í fjöldann hjá hinum þolendum kynferðisofbeldis. Við þurfum meiri fjárveitingu og helst myndi ég vilja að það væri einn ráðgjafi sem væri bara í þessu.“
Ísland í dag Vændi Kynferðisofbeldi Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira