Fjöldamorðinginn í Buffalo ákærður fyrir hatursglæpi Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2022 17:54 Byssumaðurinn skaut þrettán manns í og við stórverslunina Tops í Buffalo í New York 16. maí. Tíu létust. AP/Matt Rourke Bandarískri alríkissaksóknarar ákærðu átján ára gamlan karlmann sem myrti tíu manns í stórverslun í Buffalo í síðasta mánuði fyrir hatursglæpi í dag. Yfirvöld telja að kynþáttahatur hafi verið tilefni fjöldamorðsins. Nær allir þeir sem fjöldamorðinginn skaut með hríðskotariffli voru svartir. Hann ók langan veg til úthverfis Buffalo gagngert vegna þess að þar er mikill meirihluti íbúa svartur. Hann er nú ákærður fyrir hatursglæpi og brot á skotvopnalögum í 26 liðum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrir byssumanninum er sagt hafa vakað að koma í veg fyrir að svartir „kæmu í staðinn“ fyrir hvítt fólk. Hann hafi ennfremur viljað verða öðrum hvatning til að fremja sambærileg ódæði. Byssumaðurinn neitar sök í morðákærum ríkisyfirvalda í New York. Þar er hann einnig ákærður fyrir hryðjuverk en það er í fyrsta skipti sem ákærur eru gefnar út á grundvelli nýrra laga um innanlandshryðjuverkastarfsemi sem ríkisþing New York samþykkti fyrir tveimur árum. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar að heimsækja Buffalo og ræða við aðstandendur fórnarlamba árásarinnar í dag. Í kjölfar skotárásarinnar í Buffalo og í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas aðeins nokkrum dögum síðar virðast andstæðar fylkingar á Bandaríkjaþingi nálægt því að ná samkomulagi um takmarkaðar aðgerðir til þess að reyna að draga úr byssuofbeldi. Þær tillögur ganga þó mun skemur en þær sem Joe Biden forseti hefur kallað eftir. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Hryðjuverkamaðurinn í Buffalo lýsir yfir sakleysi Átján ára karlmaður sem skaut tíu blökkumenn til bana í stórmarkaði í Buffalo í síðasta mánuði lýsti yfir sakleysi sínu þegar ákæra á hendur honum fyrir haturshryðjuverk var tekin fyrir. Saksóknarinn lýsir sönnunargögnunum gegn honum sem yfirgnæfandi. 3. júní 2022 08:41 Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Hvít þjóðernishyggja er eitur í bandarískum stjórnmálum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann heimsótti borgina Buffalo þar sem ungur hvítur maður skaut tíu blökkumenn til bana um helgina. 17. maí 2022 22:09 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Nær allir þeir sem fjöldamorðinginn skaut með hríðskotariffli voru svartir. Hann ók langan veg til úthverfis Buffalo gagngert vegna þess að þar er mikill meirihluti íbúa svartur. Hann er nú ákærður fyrir hatursglæpi og brot á skotvopnalögum í 26 liðum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrir byssumanninum er sagt hafa vakað að koma í veg fyrir að svartir „kæmu í staðinn“ fyrir hvítt fólk. Hann hafi ennfremur viljað verða öðrum hvatning til að fremja sambærileg ódæði. Byssumaðurinn neitar sök í morðákærum ríkisyfirvalda í New York. Þar er hann einnig ákærður fyrir hryðjuverk en það er í fyrsta skipti sem ákærur eru gefnar út á grundvelli nýrra laga um innanlandshryðjuverkastarfsemi sem ríkisþing New York samþykkti fyrir tveimur árum. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar að heimsækja Buffalo og ræða við aðstandendur fórnarlamba árásarinnar í dag. Í kjölfar skotárásarinnar í Buffalo og í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas aðeins nokkrum dögum síðar virðast andstæðar fylkingar á Bandaríkjaþingi nálægt því að ná samkomulagi um takmarkaðar aðgerðir til þess að reyna að draga úr byssuofbeldi. Þær tillögur ganga þó mun skemur en þær sem Joe Biden forseti hefur kallað eftir.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Hryðjuverkamaðurinn í Buffalo lýsir yfir sakleysi Átján ára karlmaður sem skaut tíu blökkumenn til bana í stórmarkaði í Buffalo í síðasta mánuði lýsti yfir sakleysi sínu þegar ákæra á hendur honum fyrir haturshryðjuverk var tekin fyrir. Saksóknarinn lýsir sönnunargögnunum gegn honum sem yfirgnæfandi. 3. júní 2022 08:41 Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Hvít þjóðernishyggja er eitur í bandarískum stjórnmálum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann heimsótti borgina Buffalo þar sem ungur hvítur maður skaut tíu blökkumenn til bana um helgina. 17. maí 2022 22:09 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Hryðjuverkamaðurinn í Buffalo lýsir yfir sakleysi Átján ára karlmaður sem skaut tíu blökkumenn til bana í stórmarkaði í Buffalo í síðasta mánuði lýsti yfir sakleysi sínu þegar ákæra á hendur honum fyrir haturshryðjuverk var tekin fyrir. Saksóknarinn lýsir sönnunargögnunum gegn honum sem yfirgnæfandi. 3. júní 2022 08:41
Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30
Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Hvít þjóðernishyggja er eitur í bandarískum stjórnmálum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann heimsótti borgina Buffalo þar sem ungur hvítur maður skaut tíu blökkumenn til bana um helgina. 17. maí 2022 22:09