Körfubolti

Barcelona jafnaði einvígið

Atli Arason skrifar
Nikola Mirotic, leikmaður Barcelona, var með flest stig í leiknum í kvöld.
Nikola Mirotic, leikmaður Barcelona, var með flest stig í leiknum í kvöld. Getty Images

Barcelona vann leik tvö gegn Real Madrid í kvöld, 71-69, og jafnaði þar með úrslitaeinvígið í spænska ACB körfuboltanum

Leikurinn var kaflaskiptur en Real byrjaði betur. Gestirnir frá Madríd skoruðu fyrstu átta stiginn og leiddu allan fyrsta leikhluta sem þeir unnu 13-17. Í upphafi stefndi í svipaðan leik og sá fyrsti var milli liðanna, leik sem Real vann þægilega.

Heimamenn söxuðu þó á forskot gestanna og komust yfir í fyrsta skipti í leiknum í stöðunni 26-24 en Real Madrid kom til baka og jafnaði leikinn áður en kom til hálfleiks, 32-32.

Real hóf síðari hálfleik betur og leiddu nánast allan þriðja leikhluta en Barcelona gerði síðustu sjö stig þriðja leikhluta sem þeir unnu 24-22 og leiddu því leikinn fyrir lokaleikhlutan, 56-54.

Heimamenn náðu svo afgerandi átta stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta sem þeir töpuðu þó jafn óðum og allt var jafnt þegar skammt var eftir. Með síðustu tveimur stigum leiksins tókst heimamönnum þó að knýja fram tveggja stiga sigur, 71-69.

Staðan er því 1-1 fyrir leik þrjú sem fer fram í Madríd á föstudag.

Nikola Mirotic, leikmaður Barcelona, var lang stigahæstur í leiknum með 26 stig ásamt því að taka 7 fráköst og gefa eina stoðsendingu.

Upplýsingar um stigaskor og gang leiks kemur í samstarfi við Flashscore.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×