Lífleg eða róleg viðskipti Baldur Thorlacius skrifar 16. júní 2022 14:24 Nýverið lauk Ölgerðin við frumútboð og skráningu á Aðalmarkað Nasdaq Iceland (Kauphöllina). Útboðið heppnaðist vel, þreföld umframeftirspurn og áskriftir frá um 6.600 aðilum við krefjandi markaðsaðstæður. Félagið var skráð í Kauphöllina 9. júní. Þann dag urðu 471 viðskipti upp á samtals tæplega 300 milljónir króna. Í fréttum af fyrstu viðskiptum með hlutabréf félagsins var í einhverjum miðlum greint frá því að þessi frumraun hefði verið nokkuð róleg. Til samanburðar voru nýleg dæmi um skráningar Síldarvinnslunnar og Íslandsbanka. Í tilviki Síldarvinnslunnar var velta upp á um milljarð króna á fyrsta degi félagsins í Kauphöllinni, sem gerir 262% meiri veltu en með Ölgerðina. Hjá Íslandsbanka nam veltan um 5,4 milljörðum, sem gerir 1699% meiri veltu en með Ölgerðina, hvorki meira né minna. En stöldrum nú aðeins við, skiptir mögulega einnig máli hversu stór viðkomandi fyrirtæki eru þegar lagt er mat á umfang viðskipta? Bæði Íslandsbanki og Síldarvinnslan eru talsvert stærri en Ölgerðin að markaðsvirði. Það sem telst mikil velta með Ölgerðina gæti því talist lítil velta með samanburðarfélögin tvö. Ef við leiðréttum fyrir stærð og horfum á daglegan veltuhraða, þar sem við deilum fjölda hlutabréfa sem skiptu um hendur með heildarfjölda hlutabréfa, má sjá að hann var 1,1% á frumraun Ölgerðarinnar í Kauphöllinni. Þetta þýðir að það urðu viðskipti með 1,1% af öllu hlutafé í félaginu á einum degi. Í tilviki Síldarvinnslunnar var veltuhraðinn 1,0% en í tilviki Íslandsbanka heil 2,9%. Þegar allar skráningar á Aðalmarkað frá hruni eru skoðaðar kemur í ljós að veltuhraðinn á fyrsta degi eftir frumútboð hefur almennt verið 1,3% (miðgildi). M.ö.o. voru bæði Ölgerðin og Síldarvinnslan nokkurn vegin á pari við það sem gengur og gerist. Veltan með Íslandsbanka var aftur á móti mikil, hvort sem leiðrétt er fyrir stærð eða ekki. Metið á TM, sem fór á markað í maí 2013, en það urðu viðskipti með 6,7% af öllum útgefnum hlutum á skráningardegi þess. Það vill einnig svo vel til að TM á metið fyrir hæsta frumútboðspoppið (hækkun frá útboðsverði) eftir hrun, eða 33%. Íslandsbanki fylgir þar á eftir, með 20%. Ég myndi því seint segja að viðskipti með Ölgerðina á skráningardeginum hefðu verið eitthvað sérstaklega róleg. Veltan var í takt við það sem við höfum áður séð, leiðrétt fyrir stærð, og fjöldi viðskipta með hæsta móti, eða sá næst mesti á fyrsta degi viðskipta frá hruni (Íslandsbanki á það met). Það er mjög algengt að fólk taki ekki tillit til stærðar fyrirtækja þegar það fjallar um virkni markaðarins. Hvort sem það eru fjölmiðlar, reynslumiklir greiningaraðilar eða fjárfestar. En veltutölur einar og sér geta verið blekkjandi, ef þær eru ekki settar í samhengi við stærð. Að nota veltuhraða getur því verið góð leið til að bera saman virkni í viðskiptum á milli einstakra fyrirtækja eða markaða. Leiðrétt fyrir stærð hefur veltan á íslenska markaðnum iðulega komið vel út í samanburði við stærri markaði. Það má því segja að það séu almennt nokkuð lífleg viðskipti á íslenska markaðnum og hann hefur náð að styðja vel við íslenskt efnahagslíf í gegnum árin. En lengi má gott bæta og fjölgun félaga á markaði er mikilvægur liður í því að efla markaðinn enn frekar. Skráningar Nova og Alvotech eru næstar á dagskrá, það verður spennandi að sjá hvernig þeim mun vegna. Höfundur er framkvæmdastjóra sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Kauphöllin Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nýverið lauk Ölgerðin við frumútboð og skráningu á Aðalmarkað Nasdaq Iceland (Kauphöllina). Útboðið heppnaðist vel, þreföld umframeftirspurn og áskriftir frá um 6.600 aðilum við krefjandi markaðsaðstæður. Félagið var skráð í Kauphöllina 9. júní. Þann dag urðu 471 viðskipti upp á samtals tæplega 300 milljónir króna. Í fréttum af fyrstu viðskiptum með hlutabréf félagsins var í einhverjum miðlum greint frá því að þessi frumraun hefði verið nokkuð róleg. Til samanburðar voru nýleg dæmi um skráningar Síldarvinnslunnar og Íslandsbanka. Í tilviki Síldarvinnslunnar var velta upp á um milljarð króna á fyrsta degi félagsins í Kauphöllinni, sem gerir 262% meiri veltu en með Ölgerðina. Hjá Íslandsbanka nam veltan um 5,4 milljörðum, sem gerir 1699% meiri veltu en með Ölgerðina, hvorki meira né minna. En stöldrum nú aðeins við, skiptir mögulega einnig máli hversu stór viðkomandi fyrirtæki eru þegar lagt er mat á umfang viðskipta? Bæði Íslandsbanki og Síldarvinnslan eru talsvert stærri en Ölgerðin að markaðsvirði. Það sem telst mikil velta með Ölgerðina gæti því talist lítil velta með samanburðarfélögin tvö. Ef við leiðréttum fyrir stærð og horfum á daglegan veltuhraða, þar sem við deilum fjölda hlutabréfa sem skiptu um hendur með heildarfjölda hlutabréfa, má sjá að hann var 1,1% á frumraun Ölgerðarinnar í Kauphöllinni. Þetta þýðir að það urðu viðskipti með 1,1% af öllu hlutafé í félaginu á einum degi. Í tilviki Síldarvinnslunnar var veltuhraðinn 1,0% en í tilviki Íslandsbanka heil 2,9%. Þegar allar skráningar á Aðalmarkað frá hruni eru skoðaðar kemur í ljós að veltuhraðinn á fyrsta degi eftir frumútboð hefur almennt verið 1,3% (miðgildi). M.ö.o. voru bæði Ölgerðin og Síldarvinnslan nokkurn vegin á pari við það sem gengur og gerist. Veltan með Íslandsbanka var aftur á móti mikil, hvort sem leiðrétt er fyrir stærð eða ekki. Metið á TM, sem fór á markað í maí 2013, en það urðu viðskipti með 6,7% af öllum útgefnum hlutum á skráningardegi þess. Það vill einnig svo vel til að TM á metið fyrir hæsta frumútboðspoppið (hækkun frá útboðsverði) eftir hrun, eða 33%. Íslandsbanki fylgir þar á eftir, með 20%. Ég myndi því seint segja að viðskipti með Ölgerðina á skráningardeginum hefðu verið eitthvað sérstaklega róleg. Veltan var í takt við það sem við höfum áður séð, leiðrétt fyrir stærð, og fjöldi viðskipta með hæsta móti, eða sá næst mesti á fyrsta degi viðskipta frá hruni (Íslandsbanki á það met). Það er mjög algengt að fólk taki ekki tillit til stærðar fyrirtækja þegar það fjallar um virkni markaðarins. Hvort sem það eru fjölmiðlar, reynslumiklir greiningaraðilar eða fjárfestar. En veltutölur einar og sér geta verið blekkjandi, ef þær eru ekki settar í samhengi við stærð. Að nota veltuhraða getur því verið góð leið til að bera saman virkni í viðskiptum á milli einstakra fyrirtækja eða markaða. Leiðrétt fyrir stærð hefur veltan á íslenska markaðnum iðulega komið vel út í samanburði við stærri markaði. Það má því segja að það séu almennt nokkuð lífleg viðskipti á íslenska markaðnum og hann hefur náð að styðja vel við íslenskt efnahagslíf í gegnum árin. En lengi má gott bæta og fjölgun félaga á markaði er mikilvægur liður í því að efla markaðinn enn frekar. Skráningar Nova og Alvotech eru næstar á dagskrá, það verður spennandi að sjá hvernig þeim mun vegna. Höfundur er framkvæmdastjóra sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun