Myndir: Öllavöllur vígður við hátíðlega athöfn í Reykjanesbæ í minningu Örlygs Sturlusonar Atli Arason skrifar 17. júní 2022 21:45 Særún Lúðvíksdóttir, móðir Ölla, klippir á borða til að opna Öllavöll. Með henni eru Elvar Sturluson, bróðir Ölla, og dætur Elvars, þær Jana María og Andrea Vigdís. Vísir/Atli Arason Öllavöllur var formlega vígður klukkan 18 í dag við Fjörheima í Reykjanesbæ. Völlurinn er hinn glæsilegasti með allri nýjustu tækni og ætlaður öllum sem vilja spila og æfa sig í körfubolta. Öllavöllur er byggður til að heiðra minningu Örlygs Arons Sturlusonar sem lést langt fyrir aldur fram í janúar árið 2000. Örlygur, eða Ölli eins og hann var oftast kallaður, var einhver efnilegasti körfuboltamaður sem sést hefur hér á landi en hann lést af slysförum aðeins rétt rúmlega 18 ára gamall. Það tók rúmt ár að byggja völlinn en það voru krakkar í félagsmiðstöðinni Fjörheimar sem sáu skipulagningu verkefnisins og að afla fjár til að gera Öllavöll að veruleika. Formaður unglingaráðs Fjörheima, Margrét Norðfjörð Karlsdóttir, og formaður ungmennaráðs Reykjanesbæjar, Betsý Ásta Stefánsdóttir, kynna Öllavöll og undirbúning vallarins.Vísir/Atli Arason „Þetta er yndislegt, þetta er ekki í fyrsta skipti sem ungmenni í Reykjanesbæ eru að heiðra minningu hans Ölla en þau hafa meðal annars haldið tónleika og gefið í minningarsjóð Ölla. Þessir krakkar eru ótrúlegir og ég veit að þessi völlur á eftir að gera það gott. Ölli æfði sjálfur mikið á svona völlum en hann var alltaf að æfa sig. Ef hann var ekki á æfingu hjá Njarðvík þá var hann á svona völlum. Þetta er að fara að gera mjög mikið fyrir krakkana að hafa gott svæði til að vera alltaf dripplandi og að æfa sig,“ sagði Særún Lúðvíksdóttir, móðir Ölla, í viðtali við Vísi eftir vígslu vallarins. Styrkir börn til íþróttaiðkunar Særún stofnaði minningarsjóð Ölla sem hefur það markmið að styrkja börn í íþróttum sem hafa ekki það fjárhagslegt bakland sem þarf til þess að stunda íþróttina. Eftir að búið var að víga Öllavöll var farið í hinn klassíska skotleik "Stinger"Vísir/Atli Arason „Sjóðurinn styrkir öll börn sem þurfa á því að halda. T.d. ferðastyrkir, æfingagjöld eða bara það sem þarf svo þau geta stundað sína íþrótt. Sjóðurinn styrkir öll börn allsstaðar á landinu í öllum íþróttum, sama hvað það er. Þegar það er eitthvað barn í íþrótt sem vantar bakland, þá er minningarsjóður Ölla þar,“ svaraði Særún aðspurð út í markmið minningarsjóðs Ölla. Öllavöllur mun halda uppi minningu Ölla um ókomna tíð ásamt því að vekja athygli á minningarsjóð Ölla. Særún er hrærð og stolt yfir þessu framtaki ungmenna í Reykjanesbæ. Ungir jafnt sem aldnir tóku þátt.Vísir/Atli Arason „Þetta skiptir öllu máli, þetta vekur líka athygli á sjóðnum en bara í þessari viku greiddi sjóðurinn 300 þúsund krónur í að styrkja börn af allskonar ástæðum. Með þessum leikvelli er minningin hans er heiðruð og haldið á lofti og þá vita líka fleiri af sjóðnum og geta leitað til hans. Sjóðurinn er bakland fyrir fullt af börnum,“ sagði Særún Lúðvíksdóttir, móðir Örlygs Sturlusonar og stofnandi minningarsjóðs Ölla. Hægt er að kynna sér minningarsjóð Ölla, styrkja sjóðinn eða sækja um styrk á heimasíðunni minningarsjodurolla.is. Páll Kristinsson, liðsfélagi Ölla á sínum tíma hjá Njarðvík, lét sig ekki vanta. Páll datt þó óvenju snemma út úr skotkeppninni.Vísir/Atli Arason Það var fjölmennt á Öllavelli.Vísir/Atli Arason Heimildarmynd Garðars Arnarsonar um Örlyg Sturluson Íslenski boltinn Reykjanesbær Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira
Örlygur, eða Ölli eins og hann var oftast kallaður, var einhver efnilegasti körfuboltamaður sem sést hefur hér á landi en hann lést af slysförum aðeins rétt rúmlega 18 ára gamall. Það tók rúmt ár að byggja völlinn en það voru krakkar í félagsmiðstöðinni Fjörheimar sem sáu skipulagningu verkefnisins og að afla fjár til að gera Öllavöll að veruleika. Formaður unglingaráðs Fjörheima, Margrét Norðfjörð Karlsdóttir, og formaður ungmennaráðs Reykjanesbæjar, Betsý Ásta Stefánsdóttir, kynna Öllavöll og undirbúning vallarins.Vísir/Atli Arason „Þetta er yndislegt, þetta er ekki í fyrsta skipti sem ungmenni í Reykjanesbæ eru að heiðra minningu hans Ölla en þau hafa meðal annars haldið tónleika og gefið í minningarsjóð Ölla. Þessir krakkar eru ótrúlegir og ég veit að þessi völlur á eftir að gera það gott. Ölli æfði sjálfur mikið á svona völlum en hann var alltaf að æfa sig. Ef hann var ekki á æfingu hjá Njarðvík þá var hann á svona völlum. Þetta er að fara að gera mjög mikið fyrir krakkana að hafa gott svæði til að vera alltaf dripplandi og að æfa sig,“ sagði Særún Lúðvíksdóttir, móðir Ölla, í viðtali við Vísi eftir vígslu vallarins. Styrkir börn til íþróttaiðkunar Særún stofnaði minningarsjóð Ölla sem hefur það markmið að styrkja börn í íþróttum sem hafa ekki það fjárhagslegt bakland sem þarf til þess að stunda íþróttina. Eftir að búið var að víga Öllavöll var farið í hinn klassíska skotleik "Stinger"Vísir/Atli Arason „Sjóðurinn styrkir öll börn sem þurfa á því að halda. T.d. ferðastyrkir, æfingagjöld eða bara það sem þarf svo þau geta stundað sína íþrótt. Sjóðurinn styrkir öll börn allsstaðar á landinu í öllum íþróttum, sama hvað það er. Þegar það er eitthvað barn í íþrótt sem vantar bakland, þá er minningarsjóður Ölla þar,“ svaraði Særún aðspurð út í markmið minningarsjóðs Ölla. Öllavöllur mun halda uppi minningu Ölla um ókomna tíð ásamt því að vekja athygli á minningarsjóð Ölla. Særún er hrærð og stolt yfir þessu framtaki ungmenna í Reykjanesbæ. Ungir jafnt sem aldnir tóku þátt.Vísir/Atli Arason „Þetta skiptir öllu máli, þetta vekur líka athygli á sjóðnum en bara í þessari viku greiddi sjóðurinn 300 þúsund krónur í að styrkja börn af allskonar ástæðum. Með þessum leikvelli er minningin hans er heiðruð og haldið á lofti og þá vita líka fleiri af sjóðnum og geta leitað til hans. Sjóðurinn er bakland fyrir fullt af börnum,“ sagði Særún Lúðvíksdóttir, móðir Örlygs Sturlusonar og stofnandi minningarsjóðs Ölla. Hægt er að kynna sér minningarsjóð Ölla, styrkja sjóðinn eða sækja um styrk á heimasíðunni minningarsjodurolla.is. Páll Kristinsson, liðsfélagi Ölla á sínum tíma hjá Njarðvík, lét sig ekki vanta. Páll datt þó óvenju snemma út úr skotkeppninni.Vísir/Atli Arason Það var fjölmennt á Öllavelli.Vísir/Atli Arason Heimildarmynd Garðars Arnarsonar um Örlyg Sturluson
Íslenski boltinn Reykjanesbær Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira