Krefst þess að Liverpool bjóði Eriksen samning Atli Arason skrifar 18. júní 2022 08:01 Christian Eriksen er eftisóttur Getty Images Jose Enrique, fyrrum leikmaður Liverpool, biðlar til félagsins að gera Dananum Christian Eriksen samningstilboð. Christian Eriksen gerði afar vel í endurkomu sinni í ensku úrvalsdeildinni með Brentford. Eriksen skoraði eitt mark og lagði upp fjögur í 11 leikjum með Brentford á nýliðnu tímabili í úrvalsdeildinni. Eriksen hefur í gegnum sinn ferill spilað í sóknarsinnuðu hlutverki á miðjunni en gekk í gegnum endurnýjaða lífdaga aftar á miðjunni hjá Brentford. Samkvæmt samantekt the18 var xG Brentford töluvert hærra þegar Eriksen var inn á vellinum að tengja saman spilið. Frá því að Eriksen kom aftur í úrvalsdeildina eru aðeins Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City, og Martin Odegaard, leikmaður Arsenal, sem hafa skapað fleiri færi í deildinni en danski landsliðsmaðurinn. Eftir að Eriksen fór í hjartastopp á EM 2020 var græddur í hann bjargráður sem gerði honum óheimilt að spila áfram með Inter Milan á Ítalíu. Þegar hann var leystur undan samningi við Inter gerði hann í kjölfarið eins árs samning við Brentford, samningur sem rennur út 30. júní næstkomandi. Eriksen er því frjálst að tala við önnur félög og getur því farið á frjálsri sölu til næsta vinnuveitanda. Manchester United og Tottenham eru sögð vera áhugasöm að fá Eriksen til liðs við sig. Jose Enrique hvetur sitt fyrrum félag Liverpool að hafa samband við Eriksen samkvæmt breska miðlinum Metro. „Áhugaverður leikmaður sem gæti verið ákveðin lausn á miðsvæðinu án þess að eyða neinu, því hann getur komið á frjálsri sölu,“ skrifaði Enrique á Instagram hringrás (e. story) sinni. Liverpool hefur áhuga á Jude Bellingham, miðjumanni Dortmund. Bellingham fæst þó ekki á neinu gjafaverði. Eftir að Liverpool keypti Darwin Núñez á hátt í 100 milljónir evra getur félagið ekki eytt annari eins upphæð án þess að vera í vandræðum vegna fjárhagsreglugerðar UEFA og ensku úrvalsdeildarinnar. „Hann væri skammtímalausn en þá gætum við beðið með tilboð í Bellingham fram á næsta tímabil. Eriksen er frábær leikmaður og getur barist um sæti í byrjunarliðinu. Næsta tímabil verður mjög langt,“ bætti Enrique við. Enrique telur að Eriksen gæti veitt Thiago samkeppni á miðju Liverpool. „Hann er þannig leikmaður, svipaður og Thiago en kannski aðeins sóknarsinnaðri. Thiago er samt töframaðurinn okkar.“ Eriksen hefur áður sagt að hann sé tilbúinn að hlusta á öll tilboð. „Ég er með kveikt á farsímanum mínum. Ég þekki umboðsmanninn minn það vel að ég veit að hann mun hringja í mig ef það er eitthvað áhugavert í boði. Ef það er ekkert áhugavert, þá hringir hann ekki,“ sagði Eriksen. Enski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Sjá meira
Christian Eriksen gerði afar vel í endurkomu sinni í ensku úrvalsdeildinni með Brentford. Eriksen skoraði eitt mark og lagði upp fjögur í 11 leikjum með Brentford á nýliðnu tímabili í úrvalsdeildinni. Eriksen hefur í gegnum sinn ferill spilað í sóknarsinnuðu hlutverki á miðjunni en gekk í gegnum endurnýjaða lífdaga aftar á miðjunni hjá Brentford. Samkvæmt samantekt the18 var xG Brentford töluvert hærra þegar Eriksen var inn á vellinum að tengja saman spilið. Frá því að Eriksen kom aftur í úrvalsdeildina eru aðeins Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City, og Martin Odegaard, leikmaður Arsenal, sem hafa skapað fleiri færi í deildinni en danski landsliðsmaðurinn. Eftir að Eriksen fór í hjartastopp á EM 2020 var græddur í hann bjargráður sem gerði honum óheimilt að spila áfram með Inter Milan á Ítalíu. Þegar hann var leystur undan samningi við Inter gerði hann í kjölfarið eins árs samning við Brentford, samningur sem rennur út 30. júní næstkomandi. Eriksen er því frjálst að tala við önnur félög og getur því farið á frjálsri sölu til næsta vinnuveitanda. Manchester United og Tottenham eru sögð vera áhugasöm að fá Eriksen til liðs við sig. Jose Enrique hvetur sitt fyrrum félag Liverpool að hafa samband við Eriksen samkvæmt breska miðlinum Metro. „Áhugaverður leikmaður sem gæti verið ákveðin lausn á miðsvæðinu án þess að eyða neinu, því hann getur komið á frjálsri sölu,“ skrifaði Enrique á Instagram hringrás (e. story) sinni. Liverpool hefur áhuga á Jude Bellingham, miðjumanni Dortmund. Bellingham fæst þó ekki á neinu gjafaverði. Eftir að Liverpool keypti Darwin Núñez á hátt í 100 milljónir evra getur félagið ekki eytt annari eins upphæð án þess að vera í vandræðum vegna fjárhagsreglugerðar UEFA og ensku úrvalsdeildarinnar. „Hann væri skammtímalausn en þá gætum við beðið með tilboð í Bellingham fram á næsta tímabil. Eriksen er frábær leikmaður og getur barist um sæti í byrjunarliðinu. Næsta tímabil verður mjög langt,“ bætti Enrique við. Enrique telur að Eriksen gæti veitt Thiago samkeppni á miðju Liverpool. „Hann er þannig leikmaður, svipaður og Thiago en kannski aðeins sóknarsinnaðri. Thiago er samt töframaðurinn okkar.“ Eriksen hefur áður sagt að hann sé tilbúinn að hlusta á öll tilboð. „Ég er með kveikt á farsímanum mínum. Ég þekki umboðsmanninn minn það vel að ég veit að hann mun hringja í mig ef það er eitthvað áhugavert í boði. Ef það er ekkert áhugavert, þá hringir hann ekki,“ sagði Eriksen.
Enski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Sjá meira