Baldur kominn í höfn: „Þetta fór blessunarlega vel“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júní 2022 15:45 Aðsend mynd af Baldri kl 13:30, tekið úr Súgandisey. Björgunarskipið Björg frá Rifi aðstoðaði við að koma Baldri aftur að höfn. aðsend Búið er að binda ferjuna Baldur við Stykkishólmshöfn, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ferjan varð aflvana norður af Stykkishólmi í morgun, eða um 300 metra frá landi. Samkvæmt Ásgrími Ásgrímssyni, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, komst Baldur að ferjubryggju á eigin vélarafli og með aðstoð björgunarskipsins Bjargar frá Rifi. „Þannig að þeir eru nú komnir í öruggt skjól og mannskapurinn í land og allar aðrar einingar hafa verið kallaðar af svæðinu. Þetta fór því blessunarlega bara vel,“ segir Ásgrímur í samtali við fréttastofu. Melding frá Baldri um vélarbilun barst landhelgisgæslunni um hálf tíu í morgun. „Þeir létu akkerið fara og það hélt. Mér skilst að þeir hafi ekki getað kúplað saman þannig að skrúfan færi að snúast. Svo komst það í lag en þá áttu þeir í vandræðum með að ná akkerinu upp. Eftir að ná akkerinu upp náðu þeir ekki upp mikilli ferð á skipið og þar af leiðandi voru stjórntökin takmörkuð.“ Björgunarskipið Björg frá Rifi var því fengið til að fara utan á Baldur til að aðstoða með stjórntökin. Ásgrímur segir æfingar á Björgu hafa tekið nokkurn tíma fyrir utan Stykkishólm. „Á meðan héldum við öllum öðrum viðbrögðum í gangi, þyrlan var klár, varðskipið Þór var á leiðinni vestur, Björgunarsveitin í landi og aðgerðarstjórnin á Snæfellsnesi. Þetta var allt klárt og við léttum þessu ekki fyrr en skipið var bundið við bryggju í Stykkishólmi.“ Baldur hafi verið bundinn við bryggju klukkan 15:07. Landhelgisgæslan Ferjan Baldur Stykkishólmur Tengdar fréttir Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Samkvæmt Ásgrími Ásgrímssyni, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, komst Baldur að ferjubryggju á eigin vélarafli og með aðstoð björgunarskipsins Bjargar frá Rifi. „Þannig að þeir eru nú komnir í öruggt skjól og mannskapurinn í land og allar aðrar einingar hafa verið kallaðar af svæðinu. Þetta fór því blessunarlega bara vel,“ segir Ásgrímur í samtali við fréttastofu. Melding frá Baldri um vélarbilun barst landhelgisgæslunni um hálf tíu í morgun. „Þeir létu akkerið fara og það hélt. Mér skilst að þeir hafi ekki getað kúplað saman þannig að skrúfan færi að snúast. Svo komst það í lag en þá áttu þeir í vandræðum með að ná akkerinu upp. Eftir að ná akkerinu upp náðu þeir ekki upp mikilli ferð á skipið og þar af leiðandi voru stjórntökin takmörkuð.“ Björgunarskipið Björg frá Rifi var því fengið til að fara utan á Baldur til að aðstoða með stjórntökin. Ásgrímur segir æfingar á Björgu hafa tekið nokkurn tíma fyrir utan Stykkishólm. „Á meðan héldum við öllum öðrum viðbrögðum í gangi, þyrlan var klár, varðskipið Þór var á leiðinni vestur, Björgunarsveitin í landi og aðgerðarstjórnin á Snæfellsnesi. Þetta var allt klárt og við léttum þessu ekki fyrr en skipið var bundið við bryggju í Stykkishólmi.“ Baldur hafi verið bundinn við bryggju klukkan 15:07.
Landhelgisgæslan Ferjan Baldur Stykkishólmur Tengdar fréttir Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent