Jade Arianna Gentile gerði eina mark leiksins á 32. mínútu en á 67. mínútu fær Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, leikmaður Selfoss, beint rautt spjald og gestirnir úr Mosfellsbænum sigldu heim sínum öðrum sigri í sumar.
Þrátt fyrir sigurinn er Afturelding áfram í neðsta sæti deildarinnar þar sem KR vann Keflavík á sama tíma. Afturelding er með sex stig, fjórum stigum frá öruggu sæti og einu stigi á eftir KR.
Selfoss missir hins vegar af tækifærinu til að jafna ÍBV að stigum í 3. sætinu. Selfoss er með 14 stig í 6. sæti.
Upplýsingar um markaskorara og gang leiks var sótt af heimasíðu KSÍ